Viðskipti innlent

Ráðin nýr fram­kvæmda­stjóri hjá Eim­skip

Atli Ísleifsson skrifar
Jónína Guðný Magnúsdóttir.
Jónína Guðný Magnúsdóttir. Eimskip

Jónína Guðný Magnúsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Innanlandssviðs hjá Eimskip.

Í tilkynningu segir að á Innanlandssviði tilheyri innanlandsflutningar og vörudreifing, vöruhúsa- og frystigeymslustarfsemin ásamt fasteignaumsjón. Þá heyri dótturfyrirtækið Sæferðir einnig undir sviðið. Á sviðinu starfa tæplega fjögur hundruð starfsmenn á átján starfsstöðvum víðsvegar um landið.

„Jónína þekkir vel til Eimskips en hún starfaði hjá félaginu á árunum 2014-2019 á Innanlandssviðinu og sem deildarstjóri gámastýringar. Þá var hún framkvæmdastjóri viðskipta- og þjónustusviðs Terra og nú síðast framkvæmdastjóri gæða- og sjálfbærnisviðs hjá Heklu.

Jónína er með B.Sc. í Iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands og M.Sc. í Ferlaverkfræði, stefnumótun og stjórnun frá Delft University of Technology í Hollandi með sérstaka áherslu á flutninga- og vörustýringu. Jónína er gift Bjarna Þór Árnasyni og eiga þau 2 syni.

Jónína hefur störf í byrjun febrúar,“ segir í tilkynningunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×