Ölvaður og undir áhrifum fíkniefna þegar hann lést Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 18. janúar 2024 14:46 Slysið varð á gatnamótum Grettisgötu og Barónsstíg í nóvember 2022. Vísir/Mariam Meginorsök banaslyss á gatnamótum Grettisgötu og Barónsstíg í miðborg Reykjavíkur þann 19. nóvember 2022 þar sem ökumaður rafhlaupahjóls lést í árekstri við rútu var sú að viðkomandi var ofurölvi og auk þess undir miklum áhrifum fíkniefna. Þetta er meðal þess sem fram kemur í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa um slysið. Aðrar orsakir eru raktar til þess að rafhlaupahjólinu var ekið gegn einstefnu á akbraut inn á gatnamót, auk þess sem hemlar hjólsins voru í slæmu ástandi og hjólbarðar sléttir. Ekki mögulegt að áætla hraða hjólsins Slysið var tilkynnt til lögreglu klukkan 20:02 þetta kvöld. Var farþegum rútunnar veitt áfallahjálp í kjölfarið en engin slys urðu á farþegum. Fram kemur í skýrslunni að rútan hafi verið komin inn á gatnamótin þegar árekstur varð og ökumaður rafhlaupahjólsins lenti á aftari aftur hjólbörðum hennar. Hann lést samstundis. Yfirlitsmynd af akstursstefnu rútunnar og rafhlaupahjólsins. Ákomustaður á rútunni var á aftara afturhjóli. RNSA Þá segir einnig að ekki hafi verið mögulegt að áætla hraða rafhlaupahjólsins þegar slysið varð. Rútunni var samkvæmt ökurita sennilega ekið á um 24 kílómetra hraða þegar slysið varð. Maðurinn sem lést var á rafhlaupahjóli af gerðinni MI Electric Scooter Pro 2. Samkvæmt upplýsingum framleiðenda er mögulegur hámrkshraði þess 25 kílómetrar á klukkustund og eigin þyngd 14,2 kíló. Standari brotnaði af hjólinu í slysinu og voru nýleg slitför á hliðinni á standpalli. Hjólbarðar voru slitnir og mynstu þeirra á slitflötum afmáð. Hemlabúnaður veitti litla hemlun Í tæknirannsókn kom í ljós að hemlabúnaður á afturhjóli veitti mjög litla hemlun. Slík hjól hafa þrjár hraðastillingar og reyndist hjólið við athugun á slysstað vera stillt á hröðustu stillingu, svokallaða Sport stillingu. Mældist hraði þess mestur 34 kílómetrar á klukkustund þegar því var haldið á lofti án mótstöðu. Í tæknirannsókn var hámarkshraði prófaður með sérhæfðum hraðamælingabúnaði og reyndist hann vera 28,2 kílómetrar á klukkustund. Rafhlaupahjólið á slysstað.RNSA Reyndist ökumaðurinn hafa verið ofurölvi og óhæfur til að stjórna rafhlaupahjólinu vegna áfengisáhrifa. Styrkur áfengis í blóði samræmdist verulegri ölvun með áhrifum á samhæfingu, hugsun og dómgreind. Maðurinn var einnig undir miklum áhrifum fíkniefnis. Þá var hjólinu ekið á akbraut, sem var óheimilt, á móti einstefnu inn á gatnamót þar sem þverakbraut hafði forgang. Náði ökumaður hjólsins ekki að stöðva það, þar sem hemlar þess voru í slæmu ástandi og hjólbarðar sléttir. Samgönguslys Reykjavík Banaslys á Barónsstíg Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kemur í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa um slysið. Aðrar orsakir eru raktar til þess að rafhlaupahjólinu var ekið gegn einstefnu á akbraut inn á gatnamót, auk þess sem hemlar hjólsins voru í slæmu ástandi og hjólbarðar sléttir. Ekki mögulegt að áætla hraða hjólsins Slysið var tilkynnt til lögreglu klukkan 20:02 þetta kvöld. Var farþegum rútunnar veitt áfallahjálp í kjölfarið en engin slys urðu á farþegum. Fram kemur í skýrslunni að rútan hafi verið komin inn á gatnamótin þegar árekstur varð og ökumaður rafhlaupahjólsins lenti á aftari aftur hjólbörðum hennar. Hann lést samstundis. Yfirlitsmynd af akstursstefnu rútunnar og rafhlaupahjólsins. Ákomustaður á rútunni var á aftara afturhjóli. RNSA Þá segir einnig að ekki hafi verið mögulegt að áætla hraða rafhlaupahjólsins þegar slysið varð. Rútunni var samkvæmt ökurita sennilega ekið á um 24 kílómetra hraða þegar slysið varð. Maðurinn sem lést var á rafhlaupahjóli af gerðinni MI Electric Scooter Pro 2. Samkvæmt upplýsingum framleiðenda er mögulegur hámrkshraði þess 25 kílómetrar á klukkustund og eigin þyngd 14,2 kíló. Standari brotnaði af hjólinu í slysinu og voru nýleg slitför á hliðinni á standpalli. Hjólbarðar voru slitnir og mynstu þeirra á slitflötum afmáð. Hemlabúnaður veitti litla hemlun Í tæknirannsókn kom í ljós að hemlabúnaður á afturhjóli veitti mjög litla hemlun. Slík hjól hafa þrjár hraðastillingar og reyndist hjólið við athugun á slysstað vera stillt á hröðustu stillingu, svokallaða Sport stillingu. Mældist hraði þess mestur 34 kílómetrar á klukkustund þegar því var haldið á lofti án mótstöðu. Í tæknirannsókn var hámarkshraði prófaður með sérhæfðum hraðamælingabúnaði og reyndist hann vera 28,2 kílómetrar á klukkustund. Rafhlaupahjólið á slysstað.RNSA Reyndist ökumaðurinn hafa verið ofurölvi og óhæfur til að stjórna rafhlaupahjólinu vegna áfengisáhrifa. Styrkur áfengis í blóði samræmdist verulegri ölvun með áhrifum á samhæfingu, hugsun og dómgreind. Maðurinn var einnig undir miklum áhrifum fíkniefnis. Þá var hjólinu ekið á akbraut, sem var óheimilt, á móti einstefnu inn á gatnamót þar sem þverakbraut hafði forgang. Náði ökumaður hjólsins ekki að stöðva það, þar sem hemlar þess voru í slæmu ástandi og hjólbarðar sléttir.
Samgönguslys Reykjavík Banaslys á Barónsstíg Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Sjá meira