Ölvaður og undir áhrifum fíkniefna þegar hann lést Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 18. janúar 2024 14:46 Slysið varð á gatnamótum Grettisgötu og Barónsstíg í nóvember 2022. Vísir/Mariam Meginorsök banaslyss á gatnamótum Grettisgötu og Barónsstíg í miðborg Reykjavíkur þann 19. nóvember 2022 þar sem ökumaður rafhlaupahjóls lést í árekstri við rútu var sú að viðkomandi var ofurölvi og auk þess undir miklum áhrifum fíkniefna. Þetta er meðal þess sem fram kemur í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa um slysið. Aðrar orsakir eru raktar til þess að rafhlaupahjólinu var ekið gegn einstefnu á akbraut inn á gatnamót, auk þess sem hemlar hjólsins voru í slæmu ástandi og hjólbarðar sléttir. Ekki mögulegt að áætla hraða hjólsins Slysið var tilkynnt til lögreglu klukkan 20:02 þetta kvöld. Var farþegum rútunnar veitt áfallahjálp í kjölfarið en engin slys urðu á farþegum. Fram kemur í skýrslunni að rútan hafi verið komin inn á gatnamótin þegar árekstur varð og ökumaður rafhlaupahjólsins lenti á aftari aftur hjólbörðum hennar. Hann lést samstundis. Yfirlitsmynd af akstursstefnu rútunnar og rafhlaupahjólsins. Ákomustaður á rútunni var á aftara afturhjóli. RNSA Þá segir einnig að ekki hafi verið mögulegt að áætla hraða rafhlaupahjólsins þegar slysið varð. Rútunni var samkvæmt ökurita sennilega ekið á um 24 kílómetra hraða þegar slysið varð. Maðurinn sem lést var á rafhlaupahjóli af gerðinni MI Electric Scooter Pro 2. Samkvæmt upplýsingum framleiðenda er mögulegur hámrkshraði þess 25 kílómetrar á klukkustund og eigin þyngd 14,2 kíló. Standari brotnaði af hjólinu í slysinu og voru nýleg slitför á hliðinni á standpalli. Hjólbarðar voru slitnir og mynstu þeirra á slitflötum afmáð. Hemlabúnaður veitti litla hemlun Í tæknirannsókn kom í ljós að hemlabúnaður á afturhjóli veitti mjög litla hemlun. Slík hjól hafa þrjár hraðastillingar og reyndist hjólið við athugun á slysstað vera stillt á hröðustu stillingu, svokallaða Sport stillingu. Mældist hraði þess mestur 34 kílómetrar á klukkustund þegar því var haldið á lofti án mótstöðu. Í tæknirannsókn var hámarkshraði prófaður með sérhæfðum hraðamælingabúnaði og reyndist hann vera 28,2 kílómetrar á klukkustund. Rafhlaupahjólið á slysstað.RNSA Reyndist ökumaðurinn hafa verið ofurölvi og óhæfur til að stjórna rafhlaupahjólinu vegna áfengisáhrifa. Styrkur áfengis í blóði samræmdist verulegri ölvun með áhrifum á samhæfingu, hugsun og dómgreind. Maðurinn var einnig undir miklum áhrifum fíkniefnis. Þá var hjólinu ekið á akbraut, sem var óheimilt, á móti einstefnu inn á gatnamót þar sem þverakbraut hafði forgang. Náði ökumaður hjólsins ekki að stöðva það, þar sem hemlar þess voru í slæmu ástandi og hjólbarðar sléttir. Samgönguslys Reykjavík Banaslys á Barónsstíg Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kemur í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa um slysið. Aðrar orsakir eru raktar til þess að rafhlaupahjólinu var ekið gegn einstefnu á akbraut inn á gatnamót, auk þess sem hemlar hjólsins voru í slæmu ástandi og hjólbarðar sléttir. Ekki mögulegt að áætla hraða hjólsins Slysið var tilkynnt til lögreglu klukkan 20:02 þetta kvöld. Var farþegum rútunnar veitt áfallahjálp í kjölfarið en engin slys urðu á farþegum. Fram kemur í skýrslunni að rútan hafi verið komin inn á gatnamótin þegar árekstur varð og ökumaður rafhlaupahjólsins lenti á aftari aftur hjólbörðum hennar. Hann lést samstundis. Yfirlitsmynd af akstursstefnu rútunnar og rafhlaupahjólsins. Ákomustaður á rútunni var á aftara afturhjóli. RNSA Þá segir einnig að ekki hafi verið mögulegt að áætla hraða rafhlaupahjólsins þegar slysið varð. Rútunni var samkvæmt ökurita sennilega ekið á um 24 kílómetra hraða þegar slysið varð. Maðurinn sem lést var á rafhlaupahjóli af gerðinni MI Electric Scooter Pro 2. Samkvæmt upplýsingum framleiðenda er mögulegur hámrkshraði þess 25 kílómetrar á klukkustund og eigin þyngd 14,2 kíló. Standari brotnaði af hjólinu í slysinu og voru nýleg slitför á hliðinni á standpalli. Hjólbarðar voru slitnir og mynstu þeirra á slitflötum afmáð. Hemlabúnaður veitti litla hemlun Í tæknirannsókn kom í ljós að hemlabúnaður á afturhjóli veitti mjög litla hemlun. Slík hjól hafa þrjár hraðastillingar og reyndist hjólið við athugun á slysstað vera stillt á hröðustu stillingu, svokallaða Sport stillingu. Mældist hraði þess mestur 34 kílómetrar á klukkustund þegar því var haldið á lofti án mótstöðu. Í tæknirannsókn var hámarkshraði prófaður með sérhæfðum hraðamælingabúnaði og reyndist hann vera 28,2 kílómetrar á klukkustund. Rafhlaupahjólið á slysstað.RNSA Reyndist ökumaðurinn hafa verið ofurölvi og óhæfur til að stjórna rafhlaupahjólinu vegna áfengisáhrifa. Styrkur áfengis í blóði samræmdist verulegri ölvun með áhrifum á samhæfingu, hugsun og dómgreind. Maðurinn var einnig undir miklum áhrifum fíkniefnis. Þá var hjólinu ekið á akbraut, sem var óheimilt, á móti einstefnu inn á gatnamót þar sem þverakbraut hafði forgang. Náði ökumaður hjólsins ekki að stöðva það, þar sem hemlar þess voru í slæmu ástandi og hjólbarðar sléttir.
Samgönguslys Reykjavík Banaslys á Barónsstíg Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira