Frumvarp matvælaráðherra lélegt kosningaplagg! Sigurður Páll Jónsson skrifar 18. janúar 2024 12:30 Nú hefur umsagnafrestur um fiskveiðifrumvarp matvælaráðherra verið framlengdur. Ráðherra hlýtur að gera sér grein fyrir að frumvarpið í núverandi mynd verður aldrei samþykkt í núverandi ríkisstjórn. Ég gef mér að ráðherra hafi hugsað með sér að í næstu kosningabaráttu geti hún notað þetta frumvarp sér og sínum flokk til framdráttar. En staðreyndin er sú að enginn útgerðaraðili mér aðvitandi er sáttur við frumvarpið, hvorki frá smábátum til stæðstu útgerða fyrirtækja. Einnig vekur athygli að innan eiginn flokks ráðherra, Vinstri grænna, er mikill klofningur um frumarp þetta. Landsamband smábátaeigenda sem varaþingmaður VG í norðvestur kjördæmi talar fyrir LS, lýsir yfir andstöðu við þetta plagg. Einnig fer þingmaður VG í norðvestur kjördæmi undan í flæmingi, aðspurður vegna málsins. Á síðasta ári lagði matvælaráðherra fram frumvarp um að breyta strandveiðum til fyrra horfs frá því fyrir árið 2019. Innan flokks ráðherra var engin eining vegna þess og sýnir greinilega að núverandi matvælaráðherra hlustar ekki einu sinni á sitt eigið fólk, því hún er í pólitík, sinni eigin pólitík! Frumvarp þetta var eitt af þeim málum sem sópað var út af borðinu fyrir sumarfrí alþingis síðasta vor. Þá var öllum málum sem ríkisstjórnin kom sér ekki saman um að klára „sópað undir teppið“. Annars hefði ríkisstjórnin sprungið! Mikið hefur gengið á frá því síðasta sumar þegar matvælaráðherra stöðvaði hvalveiðar daginn áður en veiðar áttu að hefjast. Braut hún þar með lög um atvinnuréttindi sem gerir ríkið skaðabótaskylt gagnvart því frjárhagstjóni sem af því hlýst. Þær skaðabætur þurfa skattgeiðendur að borga! Matvælaráðherra ætlar ekki að segja af sér, hún er nefnilega í pólitík, og finnst þar af leiðandi að þar gildi ekki landslög, sérstaklega ef lögin eru gömul. Eitt sinn var núverandi matvælaráðherra umhverfisráðherra og afrekaði m.a að koma virkjanakostum rammaáætlunar úr nýtingaglokk í biðflokk en lofaði í staðin þáverandi forsætisráðherra samfylkingarinnar að VG mundi styðja umsókn að ESB aðild Íslendinga. Í dag blasir við orkuskortur og pattstaða er innan ríkistjórnarinnar við virkjanaframkvæmdum er öllum ljós. Undirritaður hefur skrifað greinar og haldið margar ræður, síðan árið 2017 um þá póltisísku misþyrmingu sem lýðræðinu eru sýndar með því að mynda ríkisstjórn þvert yfir hinn pólitíska öxul frá vinstri til hægri. Þá er ríkisstjórnarsáttmálinn eingöngu um að koma sér saman um að hafa enga stefnu og leggja öll pólitísk stefnumál viðkomandi flokka til hliðar. Þetta eru hrein svik við kjósendur og þar með lýðræðisleg misþyrming. Höfundur er varaþingmaður Miðflokksins í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Páll Jónsson Miðflokkurinn Sjávarútvegur Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Sjá meira
Nú hefur umsagnafrestur um fiskveiðifrumvarp matvælaráðherra verið framlengdur. Ráðherra hlýtur að gera sér grein fyrir að frumvarpið í núverandi mynd verður aldrei samþykkt í núverandi ríkisstjórn. Ég gef mér að ráðherra hafi hugsað með sér að í næstu kosningabaráttu geti hún notað þetta frumvarp sér og sínum flokk til framdráttar. En staðreyndin er sú að enginn útgerðaraðili mér aðvitandi er sáttur við frumvarpið, hvorki frá smábátum til stæðstu útgerða fyrirtækja. Einnig vekur athygli að innan eiginn flokks ráðherra, Vinstri grænna, er mikill klofningur um frumarp þetta. Landsamband smábátaeigenda sem varaþingmaður VG í norðvestur kjördæmi talar fyrir LS, lýsir yfir andstöðu við þetta plagg. Einnig fer þingmaður VG í norðvestur kjördæmi undan í flæmingi, aðspurður vegna málsins. Á síðasta ári lagði matvælaráðherra fram frumvarp um að breyta strandveiðum til fyrra horfs frá því fyrir árið 2019. Innan flokks ráðherra var engin eining vegna þess og sýnir greinilega að núverandi matvælaráðherra hlustar ekki einu sinni á sitt eigið fólk, því hún er í pólitík, sinni eigin pólitík! Frumvarp þetta var eitt af þeim málum sem sópað var út af borðinu fyrir sumarfrí alþingis síðasta vor. Þá var öllum málum sem ríkisstjórnin kom sér ekki saman um að klára „sópað undir teppið“. Annars hefði ríkisstjórnin sprungið! Mikið hefur gengið á frá því síðasta sumar þegar matvælaráðherra stöðvaði hvalveiðar daginn áður en veiðar áttu að hefjast. Braut hún þar með lög um atvinnuréttindi sem gerir ríkið skaðabótaskylt gagnvart því frjárhagstjóni sem af því hlýst. Þær skaðabætur þurfa skattgeiðendur að borga! Matvælaráðherra ætlar ekki að segja af sér, hún er nefnilega í pólitík, og finnst þar af leiðandi að þar gildi ekki landslög, sérstaklega ef lögin eru gömul. Eitt sinn var núverandi matvælaráðherra umhverfisráðherra og afrekaði m.a að koma virkjanakostum rammaáætlunar úr nýtingaglokk í biðflokk en lofaði í staðin þáverandi forsætisráðherra samfylkingarinnar að VG mundi styðja umsókn að ESB aðild Íslendinga. Í dag blasir við orkuskortur og pattstaða er innan ríkistjórnarinnar við virkjanaframkvæmdum er öllum ljós. Undirritaður hefur skrifað greinar og haldið margar ræður, síðan árið 2017 um þá póltisísku misþyrmingu sem lýðræðinu eru sýndar með því að mynda ríkisstjórn þvert yfir hinn pólitíska öxul frá vinstri til hægri. Þá er ríkisstjórnarsáttmálinn eingöngu um að koma sér saman um að hafa enga stefnu og leggja öll pólitísk stefnumál viðkomandi flokka til hliðar. Þetta eru hrein svik við kjósendur og þar með lýðræðisleg misþyrming. Höfundur er varaþingmaður Miðflokksins í Norðvesturkjördæmi.
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar