Frá þessu var greint á vef Íslandsbanka í morgun. Þar segir úrræðið hafi verið framlengt um þrjá mánuði eða til lok aprílmánaðar. Arion banki greindi frá því í gær að bankinn ætli sér sömuleiðis að framlengja úrræðin um þrjá mániði.
Á vef Íslandsbanka segir að viðskiptavinir muni fá sendar nánari upplýsingar. „Einnig skal tekið fram að skilmálabreytingar og leiguábyrgðir eru viðskiptavinum að kostnaðarlausu og Grindvíkingar njóta forgangs í ráðgjafaver bankans.“
Haft er eftir Jóni Guðna Ómarssyni, bankastjóra Íslandsbanka, að hugurinn sé hjá íbúum Grindavíkur sem búi við mikla óvissu og hafi þurft af upplifa mikil áföll undanfarin misseri. „Við mun halda áfram samtali við viðskiptavini okkar í Grindavík og vera þeim innan handar á þessum krefjandi tímum.“