Sameiginlegir sjóðir til þess að nýta í slíkum aðstæðum Oddur Ævar Gunnarsson og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 17. janúar 2024 20:32 Þórdís Kolbrún segir aðstæðurnar í Grindavík fordæmalausar. Vísir/Arnar Fjármála-og efnahagsráðherra segir stöðuna í Grindavík kalla á stærri ákvarðanir. Sameiginlegir sjóðir séu til þess að nýta í slíkum aðstæðum en hún segir að um sé að ræða flókið verkefni. Staðan kalli klárlega á sérlög. Þetta kom fram í kvöldfréttum Stöðvar 2. Þar var rætt við Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur, fjármála-og efnahagsráðherra um stöðu Grindvíkinga í kjölfar náttúruhamfara í bænum. „Við höfum fundað í dag og auðvitað undanfarna daga og það hefur orðið algjör eðlisbreyting á verkefninu undanfarna örfáa sólarhringa. Ríkisstjórnin meinar það þegar hún segir að við ætlum að standa með Grindvíkingum,“ segir Þórdís Kolbrún. „Við byggjum upp sameiginlega sjóði í þessu samfélagi til þess að geta brugðist við áföllum og ef sameiginlegir sjóðir eru ekki nýttir við þessar aðstæður þá veit ég ekki af hverju við erum að byggja upp sameiginlega sjóði.“ Þórdís segir hinsvegar að um sé að ræða flókið verkefni. Raunveruleikinn sé harður húsbóndi og að þurfa finni góðar leiðir í mikilli óvissu. Bæði sanngjarnt og skynsamlegt „Þannig að það sem þarf að gera þarf bæði að vera sanngjarnt og það þarf að vera skynsamlegt. Og það tekur tíma. En það er það sem við vinnum hörðum höndum að,“ segir ráðherra. „Og ég heyrði mjög vel hvað Grindvíkingar sögðu í gær. En verkefnið hefur breyst og nú kallar það á stórar ákvarðanir til lengri tíma en ekki skammtímaúrræði til skemmri tíma eins og við vorum að vona að myndu duga.“ Kalli á stærri ákvarðanir Voruð þið ekki búin að teikna þessa sviðsmynd upp? „Jú, það hefur verið unnið eftir því að þessi staða gæti komið upp. Annaðhvort að það myndi raunverulega hraun fara yfir bæinn eða að það væri ekki hægt að búa þar. En eins og ég segi þá hefur þessi eðlisbreyting orðið á verkefninu á bara örfáum sólarhringum og nú blasir við ný staða.“ Þórdís segir blasa við að ekki verði búið í Grindavík á næstunni. Það kalli á stærri ákvarðanir. Það sé sameiginlegt verkefni. „Við erum auðvitað með ríkissjóð, við erum með aðra sjóði. Fjármálastofnanir eru þarna með lán og svo framvegis. Það kallar á samstarf og samtal og þarna þarf að finna leiðir, sem eru þá bæði sanngjarnar og skynsamlegar. Stærðargráðan er þarna en eins og ég segi, við erum með sameiginlega sjóði til að mæta fólki í áföllum og þetta uppfyllir sannarlega þau skilyrði.“ Verða þá húsin keypt? „Eins og ég segi, þessi vinna er í fullum gangi og ég veit að fólkið bíður eftir svörum og við munum veita þau svör hratt og örugglega. En ég veit líka að orð mín vega þungt, sérstaklega þegar fólk kallar eftir svörum til að fá vissu í sitt líf. Við erum að vinna að því að eyða þessari óvissu og það mun skýrast mjög mjög fljótlega.“ Kalli á sérlög Áður hefur forstjóri Náttúruhamfaratryggingar Íslands sagt í samtali við fréttastofu að núverandi reglur nái ekki yfir alla Grindvíkinga til að bæta þeim upp það tjón sem orðið hefur í bænum. Þórdís segir að staðan kalli á sérlög. Þarf að breyta lögum? „Þetta kallar klárlega á sérlög og nálgun sem auðvitað þarf að vinnast líka í samstarfi og samvinnu við þingið og fara í gegnum sínar nefndir og Alþingi sem er með fjárveitingarvald. Þetta er sameiginlegt verkefni og ég veit að það er þverpólitískur stuðningur við að gera það sem er rétt, það sem er sanngjarnt og það sem er skynsamlegt.“ Horfið þið til fordæma eins og Viðlagasjóðs sem kom til þegar að Heimaeyjargos varð? „Náttúruhamfaratryggingar eru í raun og veru afleiðing af því og svo erum við með ofanflóðavarnir en síðan erum við þarna með stöðu sem er, eins leið og ég er á því að tala um fordæmalausa stöðu, þá er þessi staða, hún er algjörlega fordæmalaus. Við höfum aldrei staðið frammi fyrir þeim aðstæðum sem eru í Grindavík. Og það kallar þá bara á nýja nálgun og að því erum við að vinna.“ Hvað með önnur lönd, eru þau að bjóða fram aðstoð sína? „Við höfum auðvitað alveg heyrt í kollegum og vinir okkar eru öll af vilja gerð. Þetta snýst um að geta hreyft sig hratt og þetta snýst auðvitað um að það mun þurfa frekara húsnæði en fyrst og fremst þarf fólk að fá vissu um að það geti tekið ákvarðanir sjálfstætt fyrir sig og sína fjölskyldu, fá stjórn á sínum örlögum og það er það sem við viljum geta veitt fólki en það þarf að gera það rétt og það þarf að gera það skynsamlega og það tekur tíma.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Rekstur hins opinbera Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Þetta kom fram í kvöldfréttum Stöðvar 2. Þar var rætt við Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur, fjármála-og efnahagsráðherra um stöðu Grindvíkinga í kjölfar náttúruhamfara í bænum. „Við höfum fundað í dag og auðvitað undanfarna daga og það hefur orðið algjör eðlisbreyting á verkefninu undanfarna örfáa sólarhringa. Ríkisstjórnin meinar það þegar hún segir að við ætlum að standa með Grindvíkingum,“ segir Þórdís Kolbrún. „Við byggjum upp sameiginlega sjóði í þessu samfélagi til þess að geta brugðist við áföllum og ef sameiginlegir sjóðir eru ekki nýttir við þessar aðstæður þá veit ég ekki af hverju við erum að byggja upp sameiginlega sjóði.“ Þórdís segir hinsvegar að um sé að ræða flókið verkefni. Raunveruleikinn sé harður húsbóndi og að þurfa finni góðar leiðir í mikilli óvissu. Bæði sanngjarnt og skynsamlegt „Þannig að það sem þarf að gera þarf bæði að vera sanngjarnt og það þarf að vera skynsamlegt. Og það tekur tíma. En það er það sem við vinnum hörðum höndum að,“ segir ráðherra. „Og ég heyrði mjög vel hvað Grindvíkingar sögðu í gær. En verkefnið hefur breyst og nú kallar það á stórar ákvarðanir til lengri tíma en ekki skammtímaúrræði til skemmri tíma eins og við vorum að vona að myndu duga.“ Kalli á stærri ákvarðanir Voruð þið ekki búin að teikna þessa sviðsmynd upp? „Jú, það hefur verið unnið eftir því að þessi staða gæti komið upp. Annaðhvort að það myndi raunverulega hraun fara yfir bæinn eða að það væri ekki hægt að búa þar. En eins og ég segi þá hefur þessi eðlisbreyting orðið á verkefninu á bara örfáum sólarhringum og nú blasir við ný staða.“ Þórdís segir blasa við að ekki verði búið í Grindavík á næstunni. Það kalli á stærri ákvarðanir. Það sé sameiginlegt verkefni. „Við erum auðvitað með ríkissjóð, við erum með aðra sjóði. Fjármálastofnanir eru þarna með lán og svo framvegis. Það kallar á samstarf og samtal og þarna þarf að finna leiðir, sem eru þá bæði sanngjarnar og skynsamlegar. Stærðargráðan er þarna en eins og ég segi, við erum með sameiginlega sjóði til að mæta fólki í áföllum og þetta uppfyllir sannarlega þau skilyrði.“ Verða þá húsin keypt? „Eins og ég segi, þessi vinna er í fullum gangi og ég veit að fólkið bíður eftir svörum og við munum veita þau svör hratt og örugglega. En ég veit líka að orð mín vega þungt, sérstaklega þegar fólk kallar eftir svörum til að fá vissu í sitt líf. Við erum að vinna að því að eyða þessari óvissu og það mun skýrast mjög mjög fljótlega.“ Kalli á sérlög Áður hefur forstjóri Náttúruhamfaratryggingar Íslands sagt í samtali við fréttastofu að núverandi reglur nái ekki yfir alla Grindvíkinga til að bæta þeim upp það tjón sem orðið hefur í bænum. Þórdís segir að staðan kalli á sérlög. Þarf að breyta lögum? „Þetta kallar klárlega á sérlög og nálgun sem auðvitað þarf að vinnast líka í samstarfi og samvinnu við þingið og fara í gegnum sínar nefndir og Alþingi sem er með fjárveitingarvald. Þetta er sameiginlegt verkefni og ég veit að það er þverpólitískur stuðningur við að gera það sem er rétt, það sem er sanngjarnt og það sem er skynsamlegt.“ Horfið þið til fordæma eins og Viðlagasjóðs sem kom til þegar að Heimaeyjargos varð? „Náttúruhamfaratryggingar eru í raun og veru afleiðing af því og svo erum við með ofanflóðavarnir en síðan erum við þarna með stöðu sem er, eins leið og ég er á því að tala um fordæmalausa stöðu, þá er þessi staða, hún er algjörlega fordæmalaus. Við höfum aldrei staðið frammi fyrir þeim aðstæðum sem eru í Grindavík. Og það kallar þá bara á nýja nálgun og að því erum við að vinna.“ Hvað með önnur lönd, eru þau að bjóða fram aðstoð sína? „Við höfum auðvitað alveg heyrt í kollegum og vinir okkar eru öll af vilja gerð. Þetta snýst um að geta hreyft sig hratt og þetta snýst auðvitað um að það mun þurfa frekara húsnæði en fyrst og fremst þarf fólk að fá vissu um að það geti tekið ákvarðanir sjálfstætt fyrir sig og sína fjölskyldu, fá stjórn á sínum örlögum og það er það sem við viljum geta veitt fólki en það þarf að gera það rétt og það þarf að gera það skynsamlega og það tekur tíma.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Rekstur hins opinbera Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira