Telur ríkið eiga að kaupa allt íbúðarhúsnæði í Grindavík Lovísa Arnardóttir skrifar 17. janúar 2024 09:03 Óli Björn segir það tryggja fjárhagslegt og andlegt sjálfstæði Grindvíkinga að ríkið kaupi þau út. Vísir/Vilhelm Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, telur að ríkið eigi að kaupa Grindvíkinga út og tekur þannig undir hugmyndir Vilhjálms Árnasonar, þingmanns sama flokks og íbúa í Grindavík. Þetta segir Óli Björn í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. Hann segir að það sé ljóst eftir atburði sunnudags, þegar eldgos hófst við bæinn, að við þurfum að aðlaga okkur að nýjum veruleika. Grindvíkingar séu líklega ekki á leið heim í bráð og það þurfi að taka á því. „Þetta er verkefni sem Íslendingar komast ekki undan og það verður ekki leyst nema í samvinnu íbúa, sveitarfélaga, ríkisins og vísindamanna. Og það mun taka mörg ár,“ segir Óli Björn í grein sinni. Andlega tjónið erfitt líka Hann segir það ljóst að eignatjónið sé verulegt, en það sé andlega tjónið líka. Það sé erfiðara að vinna á því. „Nagandi óvissa um framtíðina fer illa með okkur öll. Grindvíkingar vita ekkert hvað framtíðin ber í skauti sér – hvenær og hvort þeir geta snúið aftur til síns heima. Einhverjir hafa þegar tekið ákvörðun um koma ekki aftur til baka. Slíka ákvörðun ber að virða og allt barnafólk hefur á henni skilning,“ segir hann og að yfirvöldum beri skylda til þess að veita Grindvíkingum von og gefa þeim tækifæri til að ráða örlögum sínum. „Ríkið á að bjóðast til að kaupa allt íbúðarhúsnæði í Grindavík fyrir utan það sem Náttúruhamfaratrygging hefur dæmt ónýtt og mun því bæta,“ segir Óli Björn í grein sinni og að um leið eigi að tryggja eigendum forkaupsrétt að eignum sínum ef og þegar þessu óvissuástandi lýkur og þeir ákveði að snúa aftur til Grindavíkur. Þannig fái þau fjárhagslegt og andlegt svigrúm til að koma lífi sínu í fastari skorður. Greinina er hægt að lesa í Morgunblaðinu í dag. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Rekstur hins opinbera Húsnæðismál Tengdar fréttir Landris heldur áfram við Svartsengi Landris heldur áfram við Svartsengi og kvika safnast enn upp. Tæplega sextíu jarðskjálftar hafa mælst í kvikuganginum frá miðnætti. Staðan er þó meira og minna óbreytt. 17. janúar 2024 07:47 Svona var íbúafundur Grindvíkinga í kvöld Íbúafundur íbúa Grindavíkurbæjar í Laugardalshöll fór fram í dag. Margar spurningar brunnu á Grindvíkingum, og sneru margar að skorti á langtímaáætlunum þeim til stuðnings, nú þegar ljóst virðist orðið að hættan á eldsumbrotum inni í bænum er ekki á förum. 16. janúar 2024 20:39 Heitt vatn og rafmagn komið á í Grindavík að mestu Aðgerðir gengu vel í dag hjá HS Veitum í Grindavík og er nú komið heitt vatn og rafmagn á stóran hluta bæjarins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá HS Veitum. 16. janúar 2024 19:42 Erfiðast að sjá eigið hús ekki brunnið Íbúi Grindavíkur segir að erfiðasti dagurinn frá því að bærinn var rýmdur þann 10. nóvember síðastliðinn hafa verið þegar hún vaknaði einn morguninn í vikunni og sá að húsið hennar var ekki brunnið. 16. janúar 2024 19:03 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Sjá meira
Hann segir að það sé ljóst eftir atburði sunnudags, þegar eldgos hófst við bæinn, að við þurfum að aðlaga okkur að nýjum veruleika. Grindvíkingar séu líklega ekki á leið heim í bráð og það þurfi að taka á því. „Þetta er verkefni sem Íslendingar komast ekki undan og það verður ekki leyst nema í samvinnu íbúa, sveitarfélaga, ríkisins og vísindamanna. Og það mun taka mörg ár,“ segir Óli Björn í grein sinni. Andlega tjónið erfitt líka Hann segir það ljóst að eignatjónið sé verulegt, en það sé andlega tjónið líka. Það sé erfiðara að vinna á því. „Nagandi óvissa um framtíðina fer illa með okkur öll. Grindvíkingar vita ekkert hvað framtíðin ber í skauti sér – hvenær og hvort þeir geta snúið aftur til síns heima. Einhverjir hafa þegar tekið ákvörðun um koma ekki aftur til baka. Slíka ákvörðun ber að virða og allt barnafólk hefur á henni skilning,“ segir hann og að yfirvöldum beri skylda til þess að veita Grindvíkingum von og gefa þeim tækifæri til að ráða örlögum sínum. „Ríkið á að bjóðast til að kaupa allt íbúðarhúsnæði í Grindavík fyrir utan það sem Náttúruhamfaratrygging hefur dæmt ónýtt og mun því bæta,“ segir Óli Björn í grein sinni og að um leið eigi að tryggja eigendum forkaupsrétt að eignum sínum ef og þegar þessu óvissuástandi lýkur og þeir ákveði að snúa aftur til Grindavíkur. Þannig fái þau fjárhagslegt og andlegt svigrúm til að koma lífi sínu í fastari skorður. Greinina er hægt að lesa í Morgunblaðinu í dag.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Rekstur hins opinbera Húsnæðismál Tengdar fréttir Landris heldur áfram við Svartsengi Landris heldur áfram við Svartsengi og kvika safnast enn upp. Tæplega sextíu jarðskjálftar hafa mælst í kvikuganginum frá miðnætti. Staðan er þó meira og minna óbreytt. 17. janúar 2024 07:47 Svona var íbúafundur Grindvíkinga í kvöld Íbúafundur íbúa Grindavíkurbæjar í Laugardalshöll fór fram í dag. Margar spurningar brunnu á Grindvíkingum, og sneru margar að skorti á langtímaáætlunum þeim til stuðnings, nú þegar ljóst virðist orðið að hættan á eldsumbrotum inni í bænum er ekki á förum. 16. janúar 2024 20:39 Heitt vatn og rafmagn komið á í Grindavík að mestu Aðgerðir gengu vel í dag hjá HS Veitum í Grindavík og er nú komið heitt vatn og rafmagn á stóran hluta bæjarins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá HS Veitum. 16. janúar 2024 19:42 Erfiðast að sjá eigið hús ekki brunnið Íbúi Grindavíkur segir að erfiðasti dagurinn frá því að bærinn var rýmdur þann 10. nóvember síðastliðinn hafa verið þegar hún vaknaði einn morguninn í vikunni og sá að húsið hennar var ekki brunnið. 16. janúar 2024 19:03 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Sjá meira
Landris heldur áfram við Svartsengi Landris heldur áfram við Svartsengi og kvika safnast enn upp. Tæplega sextíu jarðskjálftar hafa mælst í kvikuganginum frá miðnætti. Staðan er þó meira og minna óbreytt. 17. janúar 2024 07:47
Svona var íbúafundur Grindvíkinga í kvöld Íbúafundur íbúa Grindavíkurbæjar í Laugardalshöll fór fram í dag. Margar spurningar brunnu á Grindvíkingum, og sneru margar að skorti á langtímaáætlunum þeim til stuðnings, nú þegar ljóst virðist orðið að hættan á eldsumbrotum inni í bænum er ekki á förum. 16. janúar 2024 20:39
Heitt vatn og rafmagn komið á í Grindavík að mestu Aðgerðir gengu vel í dag hjá HS Veitum í Grindavík og er nú komið heitt vatn og rafmagn á stóran hluta bæjarins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá HS Veitum. 16. janúar 2024 19:42
Erfiðast að sjá eigið hús ekki brunnið Íbúi Grindavíkur segir að erfiðasti dagurinn frá því að bærinn var rýmdur þann 10. nóvember síðastliðinn hafa verið þegar hún vaknaði einn morguninn í vikunni og sá að húsið hennar var ekki brunnið. 16. janúar 2024 19:03