Ævintýraleg björgun Íslendings í lífshættu Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 15. janúar 2024 15:37 Fram kemur í fréttatilkynningu að björgunaraðgerðir ítölsku Landhelgisgæslunnar hafi verið „meistaraverk samræmis og hugrekkis.“ Skjáskot Neyðartilvik kom upp um borð í ítalska skemmtiferðskipinu Costa Smeralda síðastliðinn miðvikudag þegar Íslendingur um borð veiktist lífshættulega. Þökk sé þyrlusveit Landhelgisgæslunnar á Ítalíu var honum bjargað naumlega. Greint er frá björguninni á fjölmörgum ítölskum vefmiðlum en meðfylgjandi myndskeið var tekið þegar björgunaraðgerðirnar fóru fram. Klippa: Íslendingi bjargað um borð í Costa Smeralda Himninum breytt í sjúkrastofu Í fréttatilkynningu kemur fram að síðdegis þann 10. janúar síðastliðinn hafi komið upp neyðartilvik um borð í skemmtiferðaskipinu Costa Smeralda þegar 79 ára Íslendingur veiktist. Skipið var á leiðinni frá Palma de Mallorca á Spáni til Palermo á Ítalíu. Íslendingurinn reyndist vera með bráðakransæðastíflu. Um er að ræða lífshættulegt ástand og dánartíðnin er hæst fyrstu klukkustundirnar eftir að stífluna ber að höndum. Tilkynning barst til Landhelgisgæslunnar í Decimomannu, þar sem skipið var statt 10 mílur suðvestur af Capo Teulada á Sardiníu. Í kjölfarið var þyrla Landhelgisgæslunnar send frá borginni Cagliari. Með hjálp frá áhöfninni um borð var Íslendingurinn fluttur um borð í þyrluna á sérúbúnum börum, en fram kemur í frétt Gazzetta Sarda að slík tilfærsla sé vandasöm og krefjist „leikni listflugmanns.“ Himninum hafi verið breytt í „sjúkrastofu á milli öldu og skýja.“ Ævintýrasaga með góðum endi Íslendingurinn var þvínæst fluttur með hraði á Brotzu sjúkrahúsið í Cagliari og komst undir læknishendur í tæka tíð. Fram kemur að sagan hefði getað endað með harmleik, ef ekki hefði verið fyrir skjót viðbrögð Landhelgisgæslunnar. Fram kemur að björgunaraðgerðin hafi verið „meistaraverk samræmis og hugrekkis.“ Í frétt ítalska vefmiðilsins Alghero er atburðarásinni líkt við ævintýrasögu. „Þetta er kröftug áminning um að á tímum örra tæknibreytinga og mikils hraða má ennþá finna sögur um hugrekki, mannúð og von. Sögur af körlum og konum sem standa keik gangvart miskunnarlausum náttúruöflum og fjandsamlegum örlögum. Landhelgisgæslan í Cagliari hefur enn og aftur skrifað glæsilegan kafla í sögu björgunar á sjó, sem sýnir okkur að jafnvel í harkalegustu aðstæðunum deyja vonin og hugrekkið aldrei.“ Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum á netfangið ritstjorn@visir.is eða í tölvupósti á einstaka blaðamenn. Fullum trúnaði er heitið. Íslendingar erlendis Ítalía Björgunarsveitir Skipaflutningar Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Fleiri fréttir Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Sjá meira
Greint er frá björguninni á fjölmörgum ítölskum vefmiðlum en meðfylgjandi myndskeið var tekið þegar björgunaraðgerðirnar fóru fram. Klippa: Íslendingi bjargað um borð í Costa Smeralda Himninum breytt í sjúkrastofu Í fréttatilkynningu kemur fram að síðdegis þann 10. janúar síðastliðinn hafi komið upp neyðartilvik um borð í skemmtiferðaskipinu Costa Smeralda þegar 79 ára Íslendingur veiktist. Skipið var á leiðinni frá Palma de Mallorca á Spáni til Palermo á Ítalíu. Íslendingurinn reyndist vera með bráðakransæðastíflu. Um er að ræða lífshættulegt ástand og dánartíðnin er hæst fyrstu klukkustundirnar eftir að stífluna ber að höndum. Tilkynning barst til Landhelgisgæslunnar í Decimomannu, þar sem skipið var statt 10 mílur suðvestur af Capo Teulada á Sardiníu. Í kjölfarið var þyrla Landhelgisgæslunnar send frá borginni Cagliari. Með hjálp frá áhöfninni um borð var Íslendingurinn fluttur um borð í þyrluna á sérúbúnum börum, en fram kemur í frétt Gazzetta Sarda að slík tilfærsla sé vandasöm og krefjist „leikni listflugmanns.“ Himninum hafi verið breytt í „sjúkrastofu á milli öldu og skýja.“ Ævintýrasaga með góðum endi Íslendingurinn var þvínæst fluttur með hraði á Brotzu sjúkrahúsið í Cagliari og komst undir læknishendur í tæka tíð. Fram kemur að sagan hefði getað endað með harmleik, ef ekki hefði verið fyrir skjót viðbrögð Landhelgisgæslunnar. Fram kemur að björgunaraðgerðin hafi verið „meistaraverk samræmis og hugrekkis.“ Í frétt ítalska vefmiðilsins Alghero er atburðarásinni líkt við ævintýrasögu. „Þetta er kröftug áminning um að á tímum örra tæknibreytinga og mikils hraða má ennþá finna sögur um hugrekki, mannúð og von. Sögur af körlum og konum sem standa keik gangvart miskunnarlausum náttúruöflum og fjandsamlegum örlögum. Landhelgisgæslan í Cagliari hefur enn og aftur skrifað glæsilegan kafla í sögu björgunar á sjó, sem sýnir okkur að jafnvel í harkalegustu aðstæðunum deyja vonin og hugrekkið aldrei.“ Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum á netfangið ritstjorn@visir.is eða í tölvupósti á einstaka blaðamenn. Fullum trúnaði er heitið.
Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum á netfangið ritstjorn@visir.is eða í tölvupósti á einstaka blaðamenn. Fullum trúnaði er heitið.
Íslendingar erlendis Ítalía Björgunarsveitir Skipaflutningar Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Fleiri fréttir Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Sjá meira