Baráttan gegn verðbólgu – stofnanir eru ekki undanþegnar Andrés Magnússon skrifar 15. janúar 2024 13:31 Mikilvægasta verkefnið við þær kjaraviðræður sem nú standa yfir er að ná tökum á þeirri miklu verðbólgu og því háa vaxtastigi sem íslenskt samfélag hefur verið að glíma við undanfarin misseri. Bæði verðbólgan og vextirnir hafa komið hart niður á heimilum jafnt sem fyrirtækjum eins og alkunna er. Markmiðið er að klára sem fyrst kjarasamninga sem skapað geta grundvöll að fyrirsjáanleika og stöðugleika í hagkerfinu, nokkuð sem allir munu njóta góðs af, bæði heimili og fyrirtæki, ekki síst þau fyrirtæki sem eru lítil og meðalstór. Aðilar vinnumarkaðarins eru sammála í þessu efni og það eru stjórnvöld einnig þó að nokkur meiningamunur kunni að vera um hvaða leiðir eru bestar í þessu efni. Ef þetta markmið á að nást þurfa allir að spila með, ekki síst opinberir aðilar. Af þeirri ástæðu verður að gera kröfu um að opinberar stofnanir haldi aftur af sér við breytingar á gjaldskrám sínum og styðji þar með markmið kjarasamninga. Ef marka má viðbrögð forsvarsmanna ríkis og sveitarfélagana finna opinberir aðilar mjög til ábyrgðar sinnar í þessu efni og er það vel. Það er a.m.k. ein ríkisstofnun sem finnst hún undanþegin því að taka þátt í þessu sameiginlega verkefni, en það er Lyfjastofnun. Stofnunin hefur það hlutverk m.a að hafa eftirlit með starfsemi lyfjafyrirtækja, bæði á smásölu- og heildsölumarkaði og samkvæmt upplýsingum á heimasíðu stofnunarinnar starfa þar „rúmlega 85 manns“. Kostaður við rekstur Lyfjastofnunar er að verulegu leyti borin uppi af lyfjafyrirtækjunum, en gjaldskrá stofnunarinnar er mikil að vöxtum. Allar breytingar á gjaldskrá stofnunarinnar hafa því áhrif á lyfjaverð á Íslandi með beinum eða óbeinum hætti. Gjaldskrá Lyfjastofnunar hækkaði um 8,7% nú um áramótin, sem er langt umfram það sem telst ásættanlegt í viðræðum aðila vinnumarkaðarins um nýjan kjarasamning. Ef víðtæk sátt á að nást í baráttunni gegn verðbólgu og háum vöxtum verða allir að leggja sitt af mörkum – einnig Lyfjastofnun. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, SVÞ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Efnahagsmál Andrés Magnússon Tengdar fréttir Rýnt í leiguverð Umræða um leiguverð á íbúðarmarkaði hefur verið nokkuð hávær að undanförnu. Í þeirri umræðu hefur verið fullyrt að verðhækkanir á þessum markaði hafi verið úr öllu hófi og ekki í samræmi við almenna verðlagsþróun í landinu. 17. maí 2023 13:31 Um gróða dagvöruverslana Umræðan um ofurgróða fyrirtækja í dagvöruverslun er ekki ný af nálinni. Sú umræða hefur sprottið upp með reglubundnum hætti svo lengi sem undirritaður hefur fylgst með, sem er orðinn drjúgur tími. Ýmsir hafa þar lagt orð í belg, en fullyrða má að sá aðili sem hefur haft sig mest frammi á þessu sviði er verðlagseftirlit ASÍ. 5. apríl 2023 11:31 Að loknum heimsfaraldri Það sem skipti sköpum við að leiða fyrirtækin og samfélagið allt í gegn um þetta sérstaka tímabil voru þær margháttuðu stuðningsaðgerðir sem stjórnvöld innleiddu og voru flestar unnar í nánu samstarfi við hagsmunasamtök í atvinnulífinu. Ekki er neinum vafa undirorpið að þær aðgerðir breyttu miklu og má endlaust velta því fyrir sér hver staðan væri núna í hagkerfi landsins ef ekki hefði verið gripið til þessara aðgerða. 25. desember 2022 11:01 Mest lesið Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Hvers vegna er ungbarnadauði lægstur á Íslandi? Þórður Þórkelsson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Sjá meira
Mikilvægasta verkefnið við þær kjaraviðræður sem nú standa yfir er að ná tökum á þeirri miklu verðbólgu og því háa vaxtastigi sem íslenskt samfélag hefur verið að glíma við undanfarin misseri. Bæði verðbólgan og vextirnir hafa komið hart niður á heimilum jafnt sem fyrirtækjum eins og alkunna er. Markmiðið er að klára sem fyrst kjarasamninga sem skapað geta grundvöll að fyrirsjáanleika og stöðugleika í hagkerfinu, nokkuð sem allir munu njóta góðs af, bæði heimili og fyrirtæki, ekki síst þau fyrirtæki sem eru lítil og meðalstór. Aðilar vinnumarkaðarins eru sammála í þessu efni og það eru stjórnvöld einnig þó að nokkur meiningamunur kunni að vera um hvaða leiðir eru bestar í þessu efni. Ef þetta markmið á að nást þurfa allir að spila með, ekki síst opinberir aðilar. Af þeirri ástæðu verður að gera kröfu um að opinberar stofnanir haldi aftur af sér við breytingar á gjaldskrám sínum og styðji þar með markmið kjarasamninga. Ef marka má viðbrögð forsvarsmanna ríkis og sveitarfélagana finna opinberir aðilar mjög til ábyrgðar sinnar í þessu efni og er það vel. Það er a.m.k. ein ríkisstofnun sem finnst hún undanþegin því að taka þátt í þessu sameiginlega verkefni, en það er Lyfjastofnun. Stofnunin hefur það hlutverk m.a að hafa eftirlit með starfsemi lyfjafyrirtækja, bæði á smásölu- og heildsölumarkaði og samkvæmt upplýsingum á heimasíðu stofnunarinnar starfa þar „rúmlega 85 manns“. Kostaður við rekstur Lyfjastofnunar er að verulegu leyti borin uppi af lyfjafyrirtækjunum, en gjaldskrá stofnunarinnar er mikil að vöxtum. Allar breytingar á gjaldskrá stofnunarinnar hafa því áhrif á lyfjaverð á Íslandi með beinum eða óbeinum hætti. Gjaldskrá Lyfjastofnunar hækkaði um 8,7% nú um áramótin, sem er langt umfram það sem telst ásættanlegt í viðræðum aðila vinnumarkaðarins um nýjan kjarasamning. Ef víðtæk sátt á að nást í baráttunni gegn verðbólgu og háum vöxtum verða allir að leggja sitt af mörkum – einnig Lyfjastofnun. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, SVÞ.
Rýnt í leiguverð Umræða um leiguverð á íbúðarmarkaði hefur verið nokkuð hávær að undanförnu. Í þeirri umræðu hefur verið fullyrt að verðhækkanir á þessum markaði hafi verið úr öllu hófi og ekki í samræmi við almenna verðlagsþróun í landinu. 17. maí 2023 13:31
Um gróða dagvöruverslana Umræðan um ofurgróða fyrirtækja í dagvöruverslun er ekki ný af nálinni. Sú umræða hefur sprottið upp með reglubundnum hætti svo lengi sem undirritaður hefur fylgst með, sem er orðinn drjúgur tími. Ýmsir hafa þar lagt orð í belg, en fullyrða má að sá aðili sem hefur haft sig mest frammi á þessu sviði er verðlagseftirlit ASÍ. 5. apríl 2023 11:31
Að loknum heimsfaraldri Það sem skipti sköpum við að leiða fyrirtækin og samfélagið allt í gegn um þetta sérstaka tímabil voru þær margháttuðu stuðningsaðgerðir sem stjórnvöld innleiddu og voru flestar unnar í nánu samstarfi við hagsmunasamtök í atvinnulífinu. Ekki er neinum vafa undirorpið að þær aðgerðir breyttu miklu og má endlaust velta því fyrir sér hver staðan væri núna í hagkerfi landsins ef ekki hefði verið gripið til þessara aðgerða. 25. desember 2022 11:01
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun