Íslenski boltinn

Ída Marín í Hafnar­fjörðinn

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Ída Marín fagnar marki með Val.
Ída Marín fagnar marki með Val. Vísir/Hulda Margrét

Ída Marín Hermannsdóttir hefur samið við FH og mun leika með liðinu í Bestu deild kvenna í knattspyrnu næsta sumar. Samningur hennar er til tveggja ára.

FH greindi frá því í dag að hin 21 árs gamla Ída Marín væri gengin í raðir félagsins. Hún kemur frá Íslandsmeisturum Vals þar sem hún hefur spilað síðan 2020. Þar áður spilaði hún fyrir Fylki.

Alls hefur Ída Marín spilað 152 KSÍ-leiki og skorað 50 mörk. Hún hefur spilað þrjá A-landsleiki fyrir Íslands hönd og 29 leiki fyrir yngri landsliðin.

FH var nýliði í Bestu deild kvenna á síðustu leiktíð og lék frábærlega framan af. Liðið endaði í efri hlutanum en það fjaraði þó út eftir að tvískiptingin átti sér stað. Á endanum endaði liðið í 6. sæti með 29 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×