Innlent

Lést eftir hátt fall við Land­spítalann

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Landspítalinn í Fossvogi.
Landspítalinn í Fossvogi. Vísir/Vilhelm

Sjúklingur á Landspítalanum í Fossvogi lést við hátt fall út um glugga spítalans um eftir hádegið í dag. Ekki er grunur um að eitthvað saknæmt hafi átt sér stað.

Að sögn vitna sem fréttastofa ræddi við var nokkur fjöldi heilbrigðisstarfsfólks og gesta spítalans sem varð vitni að viðbrögðum á vettvangi fyrir utan aðalinngang spítalans skömmu eftir fallið. 

Elín Agnes Kristínardóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn í miðlægri deild lögreglu, segir í samtali við Vísi að rannsókn málsins sé á frumstigi. Ekki sé grunur um að neitt saknæmt hafi átt sér stað.

Andri Ólafsson, upplýsingafulltrúi Landspítalans, segir spítalann ekki geta tjáð sig um málið.


Fólki með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×