Hæfilega bjartsýnn á að maðurinn finnist í dag Bjarki Sigurðsson skrifar 12. janúar 2024 12:15 Frá aðgerðum í Grindavík í gær. Vísir/Steingrímur Dúi Leit að manni sem talinn er hafa fallið ofan í sprungu í Grindavík er hafin á ný. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir leit ganga vel og að hann sé hæfilega bjartsýnn á að maðurinn finnist í dag. Leit að manni sem talinn er hafa fallið ofan í sprungu í Grindavík á miðvikudag hófst aftur klukkan tíu í morgun. Leit hafði verið frestað seint í gærkvöldi eftir að ástandið í sprungunni var metið ótryggt. Það hefur reynst björgunarfólki erfitt að starfa við sprunguna, meðal annars vegna mikillar rigningar. Maðurinn hafði verið að fylla í sprungu við hús í Vesturhópi í Grindavík þegar hann er talinn hafa fallið ofan í hana. Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjórinn á Suðurnesjum, segir aðgerðir ganga ágætlega. „Það gengur ágætlega en við erum ekki búin að finna manninn,“ segir Úlfar. Eruð þið bjartsýn á að finna manninn í dag? „Við erum alltaf bjartsýn. Hæfilega bjartsýn.“ Búið er að fresta öllum öðrum framkvæmdum innan bæjarins. „Lagfæringar, það að fylla í sprungur í bænum, því hefur öllu verið slegið á frest fram yfir helgi. Hugmyndin var að funda með verktökum næstkomandi þriðjudag,“ segir Úlfar. Er óhætt fyrir íbúana að vera í bænum? „Staðan er óbreytt að svo stöddu.“ Er það til skoðunar að rýma bæinn á ný? „Við erum alltaf að endurmeta stöðuna.“ Fjöldi fólks gistir í bænum þessa dagana. „Mér sýnist það hafa verið gist í rúmlega 90 húsum í nótt. Þetta hefur verið rokkandi síðustu daga, frá 40-50 íbúðum upp í þessa tölu, jafnvel aðeins hærra,“ segir Úlfar. Úlfar segir framkvæmdirnar hafa verið á vegum Náttúruhamfaratryggingar en forstjóri stofnunarinnar sagði í stuttu samtali við fréttastofu fyrr í dag að það væri ekki tímabært fyrir stofnunina að tjá sig um málið. Grindavík Lögreglumál Féll í sprungu í Grindavík Björgunarsveitir Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Sjá meira
Leit að manni sem talinn er hafa fallið ofan í sprungu í Grindavík á miðvikudag hófst aftur klukkan tíu í morgun. Leit hafði verið frestað seint í gærkvöldi eftir að ástandið í sprungunni var metið ótryggt. Það hefur reynst björgunarfólki erfitt að starfa við sprunguna, meðal annars vegna mikillar rigningar. Maðurinn hafði verið að fylla í sprungu við hús í Vesturhópi í Grindavík þegar hann er talinn hafa fallið ofan í hana. Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjórinn á Suðurnesjum, segir aðgerðir ganga ágætlega. „Það gengur ágætlega en við erum ekki búin að finna manninn,“ segir Úlfar. Eruð þið bjartsýn á að finna manninn í dag? „Við erum alltaf bjartsýn. Hæfilega bjartsýn.“ Búið er að fresta öllum öðrum framkvæmdum innan bæjarins. „Lagfæringar, það að fylla í sprungur í bænum, því hefur öllu verið slegið á frest fram yfir helgi. Hugmyndin var að funda með verktökum næstkomandi þriðjudag,“ segir Úlfar. Er óhætt fyrir íbúana að vera í bænum? „Staðan er óbreytt að svo stöddu.“ Er það til skoðunar að rýma bæinn á ný? „Við erum alltaf að endurmeta stöðuna.“ Fjöldi fólks gistir í bænum þessa dagana. „Mér sýnist það hafa verið gist í rúmlega 90 húsum í nótt. Þetta hefur verið rokkandi síðustu daga, frá 40-50 íbúðum upp í þessa tölu, jafnvel aðeins hærra,“ segir Úlfar. Úlfar segir framkvæmdirnar hafa verið á vegum Náttúruhamfaratryggingar en forstjóri stofnunarinnar sagði í stuttu samtali við fréttastofu fyrr í dag að það væri ekki tímabært fyrir stofnunina að tjá sig um málið.
Grindavík Lögreglumál Féll í sprungu í Grindavík Björgunarsveitir Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Sjá meira