Segir söluhrun á degi einhleypra eiga sér eðlilegar skýringar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. janúar 2024 07:47 Brynja Dan er forsprakki Dags einhleypra á Íslandi. Aðsend Brynja Dan, forsprakki dags einhleypra á Íslandi og bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins í Garðabæ, segir söluhrun á þessum afsláttadegi á síðasta ári eiga sér eðlilegar skýringar. Sé litið til sölu yfir dagana þrjá í kringum 11. nóvember sé ljóst að salan sé enn gríðarlega mikil. Vísir greindi frá því í vikunni að netverslun á svokölluðum Singles Day hafi dregist saman um tæp 40% milli ára og í verslun hafi samdrátturinn veruð tæp 16%. Þetta var niðurstaða rannsóknar Rannsóknarseturs verslunarinnar sem birti tilkynningu á heimasíðu sinni þar sem sagði að dagur einhleypra hefði hrunið í vinsældum. Töldu menn hjá setrinu líklega skýringu þá að dagurinn hitti á laugardag á síðasta ári en hann er fastsettur 11. nóvember ár hvert. Heildarverslun á Singles Day nam 984 milljónum króna en föstudaginn fyrir Singles Day nam heildarverslun 1,02 milljarði króna og virðast Íslendingar þannig viljugri til að strauja kortið á föstudögum. 11. nóvember 2022 nam netverslun 1,6 milljarði króna. „Það er vitað mál og í takt við allar spár að salan á sjálfum degi einhleypra, sem árlega er 11. nóvember, yrði minni árið 2023. Það á sér þær eðlilegu skýringar að dagurinn kom nú upp á laugardegi og er alvitað að sá vikudagur er alltaf erfiðastur þegar kemur að netverslun,“ segir í yfirlýsingu Brynja Dan. „Þar sem við erum alltaf á tánum brást ég að sjálfsögðu við þeirri staðreynd í samstarfi við þau fjölmörgu fyrirtæki sem tóku þátt í deginum. Singles Day tilboðin urðu því virk föstudaginn 10. nóvember og voru virk út sunnudaginn 12. nóvember.“ Brynja segir þessa breytingu hafa verið auglýsa vel til þess að neytendur gætu notið tilboðanna og sparað nokkra aura. Í grunninn sé rétt að salan hafi hrunið á sjálfum degi einhleypra. „Þess má samt geta að salan á þeim tilboðum sem dagur einhleypra og samstarfsfyrirtækin buðu neytendum upp á hrundi bara alls ekki neitt og er dagurinn hreinlega ennþá með virkni á við ekkert minna en tvíhleypu,“ skrifar Brynja í yfirlýsingunni. „Í því samhengi er vert að koma á framfæri að velta Netgíró var hærri þessa þrjá daga árið 2023 en sömu daga árið á undan.“ Hún segir að henni þyki afar vænt um þetta verkefni og vonast eftir vandaðri og sanngjarnri umfjöllun. Neytendur Verslun Tengdar fréttir Nægjusamur nóvember – Taktu þátt! Ömmur okkar og afar lifðu oft við þröngan kost, nægjusemi var dyggð og þeim lífsnauðsynleg. Neyslumöguleikar okkar í dag virðast nær takmarkalausir og aðallega háðir því hvort við höfum efni á þeim, ekki endilega hvort við höfum þörf á þeim eða einlægan áhuga. 1. nóvember 2023 08:00 Tilboðskvíðinn raunverulegur Verslunareigandi hvetur landsmenn til að hugsa sig tvisvar um áður en þeir gefa sig neyslubrjálæði nóvembermánaðar á vald. Sjálf finnur hún fyrir hálfgerðum tilboðskvíða á afsláttardögum eins og í dag, degi einhleypra, sem orðinn er sá stærsti hér á landi. 11. nóvember 2022 21:31 Afsláttardagar alltaf að stækka: „Enginn dagur sem sker sig jafn mikið úr“ Einn stærsti dagur afsláttardagur ársins er í dag, svokallaður Singles day eða Dagur einhleypra. Sífellt fleiri landsmenn nýta sér alþjóðlega afsláttardaga í nóvember til að hefja og jafnvel klára jólainnkaup. Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu segir mikilvægt að hafa umhverfisáhrif í huga þegar verslað sé af erlendum netverslunum. 11. nóvember 2022 12:46 Mest lesið Stýrivextir halda áfram að lækka Viðskipti innlent Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Viðskipti innlent Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Viðskipti innlent Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Viðskipti innlent Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ Atvinnulíf Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Sjá meira
Vísir greindi frá því í vikunni að netverslun á svokölluðum Singles Day hafi dregist saman um tæp 40% milli ára og í verslun hafi samdrátturinn veruð tæp 16%. Þetta var niðurstaða rannsóknar Rannsóknarseturs verslunarinnar sem birti tilkynningu á heimasíðu sinni þar sem sagði að dagur einhleypra hefði hrunið í vinsældum. Töldu menn hjá setrinu líklega skýringu þá að dagurinn hitti á laugardag á síðasta ári en hann er fastsettur 11. nóvember ár hvert. Heildarverslun á Singles Day nam 984 milljónum króna en föstudaginn fyrir Singles Day nam heildarverslun 1,02 milljarði króna og virðast Íslendingar þannig viljugri til að strauja kortið á föstudögum. 11. nóvember 2022 nam netverslun 1,6 milljarði króna. „Það er vitað mál og í takt við allar spár að salan á sjálfum degi einhleypra, sem árlega er 11. nóvember, yrði minni árið 2023. Það á sér þær eðlilegu skýringar að dagurinn kom nú upp á laugardegi og er alvitað að sá vikudagur er alltaf erfiðastur þegar kemur að netverslun,“ segir í yfirlýsingu Brynja Dan. „Þar sem við erum alltaf á tánum brást ég að sjálfsögðu við þeirri staðreynd í samstarfi við þau fjölmörgu fyrirtæki sem tóku þátt í deginum. Singles Day tilboðin urðu því virk föstudaginn 10. nóvember og voru virk út sunnudaginn 12. nóvember.“ Brynja segir þessa breytingu hafa verið auglýsa vel til þess að neytendur gætu notið tilboðanna og sparað nokkra aura. Í grunninn sé rétt að salan hafi hrunið á sjálfum degi einhleypra. „Þess má samt geta að salan á þeim tilboðum sem dagur einhleypra og samstarfsfyrirtækin buðu neytendum upp á hrundi bara alls ekki neitt og er dagurinn hreinlega ennþá með virkni á við ekkert minna en tvíhleypu,“ skrifar Brynja í yfirlýsingunni. „Í því samhengi er vert að koma á framfæri að velta Netgíró var hærri þessa þrjá daga árið 2023 en sömu daga árið á undan.“ Hún segir að henni þyki afar vænt um þetta verkefni og vonast eftir vandaðri og sanngjarnri umfjöllun.
Neytendur Verslun Tengdar fréttir Nægjusamur nóvember – Taktu þátt! Ömmur okkar og afar lifðu oft við þröngan kost, nægjusemi var dyggð og þeim lífsnauðsynleg. Neyslumöguleikar okkar í dag virðast nær takmarkalausir og aðallega háðir því hvort við höfum efni á þeim, ekki endilega hvort við höfum þörf á þeim eða einlægan áhuga. 1. nóvember 2023 08:00 Tilboðskvíðinn raunverulegur Verslunareigandi hvetur landsmenn til að hugsa sig tvisvar um áður en þeir gefa sig neyslubrjálæði nóvembermánaðar á vald. Sjálf finnur hún fyrir hálfgerðum tilboðskvíða á afsláttardögum eins og í dag, degi einhleypra, sem orðinn er sá stærsti hér á landi. 11. nóvember 2022 21:31 Afsláttardagar alltaf að stækka: „Enginn dagur sem sker sig jafn mikið úr“ Einn stærsti dagur afsláttardagur ársins er í dag, svokallaður Singles day eða Dagur einhleypra. Sífellt fleiri landsmenn nýta sér alþjóðlega afsláttardaga í nóvember til að hefja og jafnvel klára jólainnkaup. Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu segir mikilvægt að hafa umhverfisáhrif í huga þegar verslað sé af erlendum netverslunum. 11. nóvember 2022 12:46 Mest lesið Stýrivextir halda áfram að lækka Viðskipti innlent Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Viðskipti innlent Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Viðskipti innlent Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Viðskipti innlent Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ Atvinnulíf Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Sjá meira
Nægjusamur nóvember – Taktu þátt! Ömmur okkar og afar lifðu oft við þröngan kost, nægjusemi var dyggð og þeim lífsnauðsynleg. Neyslumöguleikar okkar í dag virðast nær takmarkalausir og aðallega háðir því hvort við höfum efni á þeim, ekki endilega hvort við höfum þörf á þeim eða einlægan áhuga. 1. nóvember 2023 08:00
Tilboðskvíðinn raunverulegur Verslunareigandi hvetur landsmenn til að hugsa sig tvisvar um áður en þeir gefa sig neyslubrjálæði nóvembermánaðar á vald. Sjálf finnur hún fyrir hálfgerðum tilboðskvíða á afsláttardögum eins og í dag, degi einhleypra, sem orðinn er sá stærsti hér á landi. 11. nóvember 2022 21:31
Afsláttardagar alltaf að stækka: „Enginn dagur sem sker sig jafn mikið úr“ Einn stærsti dagur afsláttardagur ársins er í dag, svokallaður Singles day eða Dagur einhleypra. Sífellt fleiri landsmenn nýta sér alþjóðlega afsláttardaga í nóvember til að hefja og jafnvel klára jólainnkaup. Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu segir mikilvægt að hafa umhverfisáhrif í huga þegar verslað sé af erlendum netverslunum. 11. nóvember 2022 12:46