Skilaboð til ferðabransans að vera ekki með minnimáttarkennd Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. janúar 2024 06:50 Páll segist hafa fyllst barnslegri gleði þegar hann sá umfjöllun New York Times um Vestmannaeyjar. Vísir Páll Magnússon fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins og forseti bæjarstjórnar Vestmannaeyja segir umfjöllun bandaríska fréttablaðsins New York Times um Vestmannaeyjar skýrt merki til ferðabransans að hann eigi að hætta að „klína bjánalegum enskum þýðingum á íslensk örnefni og staðarheiti“. Þetta skrifar Páll á Facebook í gærkvöldi og vísar til umfjöllunar New York Times um áhugaverðustu staðina til að ferðast til í heiminum. Umfjöllun NYT er umfangsmikil og eru Vestmannaeyjar 35. á listanum. Listann prýða staðir á borð við París, Yamaguchi í Japan, Ladakh á Indlandi, Quito í Ekvador og svo mætti lengi telja. „Frá maí og fram í september er Heimaey einn vinsælasti áfangastaður Íslendinga, sem dvelja í fallegum húsum á eyjunni á meðan fjöldi tónleika og hátíða fer fram. Á sama tíma má sjá ferðamenn bruna kring um eyjurnar á spíttbátum, að heimsækja mjaldrasystur á griðarstað þeirra og keyra á fjórhjólum niður í gíg eldfjallsins Eldfell, sem þurrkaði bæinn nærri út þegar það gaus árið 1973,“ segir í umfjöllun NYT um Vestmannaeyjar. Páll skrifar í pistli á Facebook að umfjöllun NYT um heimabæ hans fylli hann barnslegu stolti og gleði. „Ég fylltist barnslegu stolti og gleði um daginn þegar stórblaðið New York Times setti Vestmannaeyjar á lista yfir 52 áhugaverðustu staðina í öllum heiminum til að heimsækja á árinu 2024. Þar er borið mikið lof á náttúru, veitingastaði - og bara allt mögulegt!“ skrifar Páll. „Mér finnst líka athyglisvert að NYT segir Vestmannaeyjar - ekki Westman Islands. Þetta er kannski vísbending um að ferðamannabransinn íslenski þarf ekki að sýna þá minnmáttarkennd að vera stöðugt að klína einvherjum bjánalegum enskum þýðingum á íslensk örnefni og staðareheiti.“ Hann nefnir þar sem dæmi að menn hafi nýlega rembst við það að reyna að finna út hvað nefna ætti Kerið á ensku. „Það þarf keki að heita neitt á ensku. Bara útskýra orðið fyrir fróðleiksfúsum ferðamönnum - en það heitir Kerið!“ Vestmannaeyjar Fjölmiðlar Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Fleiri fréttir Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Sjá meira
Þetta skrifar Páll á Facebook í gærkvöldi og vísar til umfjöllunar New York Times um áhugaverðustu staðina til að ferðast til í heiminum. Umfjöllun NYT er umfangsmikil og eru Vestmannaeyjar 35. á listanum. Listann prýða staðir á borð við París, Yamaguchi í Japan, Ladakh á Indlandi, Quito í Ekvador og svo mætti lengi telja. „Frá maí og fram í september er Heimaey einn vinsælasti áfangastaður Íslendinga, sem dvelja í fallegum húsum á eyjunni á meðan fjöldi tónleika og hátíða fer fram. Á sama tíma má sjá ferðamenn bruna kring um eyjurnar á spíttbátum, að heimsækja mjaldrasystur á griðarstað þeirra og keyra á fjórhjólum niður í gíg eldfjallsins Eldfell, sem þurrkaði bæinn nærri út þegar það gaus árið 1973,“ segir í umfjöllun NYT um Vestmannaeyjar. Páll skrifar í pistli á Facebook að umfjöllun NYT um heimabæ hans fylli hann barnslegu stolti og gleði. „Ég fylltist barnslegu stolti og gleði um daginn þegar stórblaðið New York Times setti Vestmannaeyjar á lista yfir 52 áhugaverðustu staðina í öllum heiminum til að heimsækja á árinu 2024. Þar er borið mikið lof á náttúru, veitingastaði - og bara allt mögulegt!“ skrifar Páll. „Mér finnst líka athyglisvert að NYT segir Vestmannaeyjar - ekki Westman Islands. Þetta er kannski vísbending um að ferðamannabransinn íslenski þarf ekki að sýna þá minnmáttarkennd að vera stöðugt að klína einvherjum bjánalegum enskum þýðingum á íslensk örnefni og staðareheiti.“ Hann nefnir þar sem dæmi að menn hafi nýlega rembst við það að reyna að finna út hvað nefna ætti Kerið á ensku. „Það þarf keki að heita neitt á ensku. Bara útskýra orðið fyrir fróðleiksfúsum ferðamönnum - en það heitir Kerið!“
Vestmannaeyjar Fjölmiðlar Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Fleiri fréttir Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Sjá meira