Skilaboð til ferðabransans að vera ekki með minnimáttarkennd Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. janúar 2024 06:50 Páll segist hafa fyllst barnslegri gleði þegar hann sá umfjöllun New York Times um Vestmannaeyjar. Vísir Páll Magnússon fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins og forseti bæjarstjórnar Vestmannaeyja segir umfjöllun bandaríska fréttablaðsins New York Times um Vestmannaeyjar skýrt merki til ferðabransans að hann eigi að hætta að „klína bjánalegum enskum þýðingum á íslensk örnefni og staðarheiti“. Þetta skrifar Páll á Facebook í gærkvöldi og vísar til umfjöllunar New York Times um áhugaverðustu staðina til að ferðast til í heiminum. Umfjöllun NYT er umfangsmikil og eru Vestmannaeyjar 35. á listanum. Listann prýða staðir á borð við París, Yamaguchi í Japan, Ladakh á Indlandi, Quito í Ekvador og svo mætti lengi telja. „Frá maí og fram í september er Heimaey einn vinsælasti áfangastaður Íslendinga, sem dvelja í fallegum húsum á eyjunni á meðan fjöldi tónleika og hátíða fer fram. Á sama tíma má sjá ferðamenn bruna kring um eyjurnar á spíttbátum, að heimsækja mjaldrasystur á griðarstað þeirra og keyra á fjórhjólum niður í gíg eldfjallsins Eldfell, sem þurrkaði bæinn nærri út þegar það gaus árið 1973,“ segir í umfjöllun NYT um Vestmannaeyjar. Páll skrifar í pistli á Facebook að umfjöllun NYT um heimabæ hans fylli hann barnslegu stolti og gleði. „Ég fylltist barnslegu stolti og gleði um daginn þegar stórblaðið New York Times setti Vestmannaeyjar á lista yfir 52 áhugaverðustu staðina í öllum heiminum til að heimsækja á árinu 2024. Þar er borið mikið lof á náttúru, veitingastaði - og bara allt mögulegt!“ skrifar Páll. „Mér finnst líka athyglisvert að NYT segir Vestmannaeyjar - ekki Westman Islands. Þetta er kannski vísbending um að ferðamannabransinn íslenski þarf ekki að sýna þá minnmáttarkennd að vera stöðugt að klína einvherjum bjánalegum enskum þýðingum á íslensk örnefni og staðareheiti.“ Hann nefnir þar sem dæmi að menn hafi nýlega rembst við það að reyna að finna út hvað nefna ætti Kerið á ensku. „Það þarf keki að heita neitt á ensku. Bara útskýra orðið fyrir fróðleiksfúsum ferðamönnum - en það heitir Kerið!“ Vestmannaeyjar Fjölmiðlar Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira
Þetta skrifar Páll á Facebook í gærkvöldi og vísar til umfjöllunar New York Times um áhugaverðustu staðina til að ferðast til í heiminum. Umfjöllun NYT er umfangsmikil og eru Vestmannaeyjar 35. á listanum. Listann prýða staðir á borð við París, Yamaguchi í Japan, Ladakh á Indlandi, Quito í Ekvador og svo mætti lengi telja. „Frá maí og fram í september er Heimaey einn vinsælasti áfangastaður Íslendinga, sem dvelja í fallegum húsum á eyjunni á meðan fjöldi tónleika og hátíða fer fram. Á sama tíma má sjá ferðamenn bruna kring um eyjurnar á spíttbátum, að heimsækja mjaldrasystur á griðarstað þeirra og keyra á fjórhjólum niður í gíg eldfjallsins Eldfell, sem þurrkaði bæinn nærri út þegar það gaus árið 1973,“ segir í umfjöllun NYT um Vestmannaeyjar. Páll skrifar í pistli á Facebook að umfjöllun NYT um heimabæ hans fylli hann barnslegu stolti og gleði. „Ég fylltist barnslegu stolti og gleði um daginn þegar stórblaðið New York Times setti Vestmannaeyjar á lista yfir 52 áhugaverðustu staðina í öllum heiminum til að heimsækja á árinu 2024. Þar er borið mikið lof á náttúru, veitingastaði - og bara allt mögulegt!“ skrifar Páll. „Mér finnst líka athyglisvert að NYT segir Vestmannaeyjar - ekki Westman Islands. Þetta er kannski vísbending um að ferðamannabransinn íslenski þarf ekki að sýna þá minnmáttarkennd að vera stöðugt að klína einvherjum bjánalegum enskum þýðingum á íslensk örnefni og staðareheiti.“ Hann nefnir þar sem dæmi að menn hafi nýlega rembst við það að reyna að finna út hvað nefna ætti Kerið á ensku. „Það þarf keki að heita neitt á ensku. Bara útskýra orðið fyrir fróðleiksfúsum ferðamönnum - en það heitir Kerið!“
Vestmannaeyjar Fjölmiðlar Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira