Skilaboð til ferðabransans að vera ekki með minnimáttarkennd Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. janúar 2024 06:50 Páll segist hafa fyllst barnslegri gleði þegar hann sá umfjöllun New York Times um Vestmannaeyjar. Vísir Páll Magnússon fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins og forseti bæjarstjórnar Vestmannaeyja segir umfjöllun bandaríska fréttablaðsins New York Times um Vestmannaeyjar skýrt merki til ferðabransans að hann eigi að hætta að „klína bjánalegum enskum þýðingum á íslensk örnefni og staðarheiti“. Þetta skrifar Páll á Facebook í gærkvöldi og vísar til umfjöllunar New York Times um áhugaverðustu staðina til að ferðast til í heiminum. Umfjöllun NYT er umfangsmikil og eru Vestmannaeyjar 35. á listanum. Listann prýða staðir á borð við París, Yamaguchi í Japan, Ladakh á Indlandi, Quito í Ekvador og svo mætti lengi telja. „Frá maí og fram í september er Heimaey einn vinsælasti áfangastaður Íslendinga, sem dvelja í fallegum húsum á eyjunni á meðan fjöldi tónleika og hátíða fer fram. Á sama tíma má sjá ferðamenn bruna kring um eyjurnar á spíttbátum, að heimsækja mjaldrasystur á griðarstað þeirra og keyra á fjórhjólum niður í gíg eldfjallsins Eldfell, sem þurrkaði bæinn nærri út þegar það gaus árið 1973,“ segir í umfjöllun NYT um Vestmannaeyjar. Páll skrifar í pistli á Facebook að umfjöllun NYT um heimabæ hans fylli hann barnslegu stolti og gleði. „Ég fylltist barnslegu stolti og gleði um daginn þegar stórblaðið New York Times setti Vestmannaeyjar á lista yfir 52 áhugaverðustu staðina í öllum heiminum til að heimsækja á árinu 2024. Þar er borið mikið lof á náttúru, veitingastaði - og bara allt mögulegt!“ skrifar Páll. „Mér finnst líka athyglisvert að NYT segir Vestmannaeyjar - ekki Westman Islands. Þetta er kannski vísbending um að ferðamannabransinn íslenski þarf ekki að sýna þá minnmáttarkennd að vera stöðugt að klína einvherjum bjánalegum enskum þýðingum á íslensk örnefni og staðareheiti.“ Hann nefnir þar sem dæmi að menn hafi nýlega rembst við það að reyna að finna út hvað nefna ætti Kerið á ensku. „Það þarf keki að heita neitt á ensku. Bara útskýra orðið fyrir fróðleiksfúsum ferðamönnum - en það heitir Kerið!“ Vestmannaeyjar Fjölmiðlar Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira
Þetta skrifar Páll á Facebook í gærkvöldi og vísar til umfjöllunar New York Times um áhugaverðustu staðina til að ferðast til í heiminum. Umfjöllun NYT er umfangsmikil og eru Vestmannaeyjar 35. á listanum. Listann prýða staðir á borð við París, Yamaguchi í Japan, Ladakh á Indlandi, Quito í Ekvador og svo mætti lengi telja. „Frá maí og fram í september er Heimaey einn vinsælasti áfangastaður Íslendinga, sem dvelja í fallegum húsum á eyjunni á meðan fjöldi tónleika og hátíða fer fram. Á sama tíma má sjá ferðamenn bruna kring um eyjurnar á spíttbátum, að heimsækja mjaldrasystur á griðarstað þeirra og keyra á fjórhjólum niður í gíg eldfjallsins Eldfell, sem þurrkaði bæinn nærri út þegar það gaus árið 1973,“ segir í umfjöllun NYT um Vestmannaeyjar. Páll skrifar í pistli á Facebook að umfjöllun NYT um heimabæ hans fylli hann barnslegu stolti og gleði. „Ég fylltist barnslegu stolti og gleði um daginn þegar stórblaðið New York Times setti Vestmannaeyjar á lista yfir 52 áhugaverðustu staðina í öllum heiminum til að heimsækja á árinu 2024. Þar er borið mikið lof á náttúru, veitingastaði - og bara allt mögulegt!“ skrifar Páll. „Mér finnst líka athyglisvert að NYT segir Vestmannaeyjar - ekki Westman Islands. Þetta er kannski vísbending um að ferðamannabransinn íslenski þarf ekki að sýna þá minnmáttarkennd að vera stöðugt að klína einvherjum bjánalegum enskum þýðingum á íslensk örnefni og staðareheiti.“ Hann nefnir þar sem dæmi að menn hafi nýlega rembst við það að reyna að finna út hvað nefna ætti Kerið á ensku. „Það þarf keki að heita neitt á ensku. Bara útskýra orðið fyrir fróðleiksfúsum ferðamönnum - en það heitir Kerið!“
Vestmannaeyjar Fjölmiðlar Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira