Börnin okkar allra Sabine Leskopf skrifar 11. janúar 2024 22:01 Börnin á Íslandi eru að mínu mati á ábyrgð okkar allra. Þau eru framtíðin og við þurfum sem foreldrar og samfélag, sveitarfélög og ríkið, að veita þeim sem allra bestan og frjóastan jarðveg til að þroskast svo þau njóti sín til fulls. Þetta á ekki síst við þau fjölmörgu börn af erlendum uppruna sem hér búa, þau þurfa að klífa hærri hindranir en flest íslensk börn og það er mikilvægt að staða þeirra verði bætt, ekki einungis þeirra vegna, heldur þjóðfélagsins alls. Í dag lagði Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, fram tillögu í borgarráði um eflingu menntunar og stuðnings við börn af erlendum uppruna í skóla- og frístundastarfi í borginni. Tillagan var samþykkt og fara 195 m.kr. á árinu 2024 í verkefnið en 341,8 m.kr. árið 2025. Þessar aðgerðir tryggja aukinn stuðning við þennan hóp, viðbót við vegferð sem borgin hefur nú í nokkur ár verið á til að styðja við íslenskukennslu og inngildingu þessara barna. Í sömu viku og innviðaráðherra hefur tilkynnt að frumvarpið sem átti að tryggja endalok á mismunun þessara barna af hálfu ríkisins fái ekki framgang og að dómi sem dæmdi þessa mismunun ólöglega verði áfrýjað, þótt öll sveitarfélög í landinu nema Reykjavík fái 170.000 krónur stuðning fyrir hvert barn af erlendum uppruna eins og fram hefur komið. En borgin ætlar ekki að láta þessi börn gjalda fyrir það frekar en á fyrri árum. Og hópurinn verður sífellt mikilvægari, en börnum með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn í leik- og grunnskólum borgarinnar hefur fjölgað um yfir 1000 bara síðan 2020. Og þar ber sérstaklega að nefna hóp barna með flóknar þarfir eins og börn með stöðu flóttafólks og fötluð börn þar sem Reykjavíkurborg rekur sérúrræði. Mikil umræða hefur verið um niðurstöður Pisa og veldur þar einna mestum áhyggjum að jafnvel börn með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn sem fædd eru og uppalin hér á landi standa veikar en börn með íslenskan bakgrunn. Kallað var eftir auknum stuðningi inn í skóla- og frístundastarf og voru öll sammála að hér væri mest þörf fyrir aðgerðir. Borgin hefur svarað þessu kalli fyrir löngu og nefni ég hér einungis helstu aðgerðir á síðustu árum: 2 verkefnastjórar fjölmenningar með sérþekkingu Velkomin í hverfið þitt, móttökuáætlun sem veitir heildarráðgjöf fyrir fjölskyldur til að taka virkan þátt t.d. í tómstundastarfi Stöðumat fyrir nýkomna nemendur sem metur færni barns í staðinn fyrir að horfa bara á það sem það kann ekki á íslensku 2 kennsluráðgjafar í Miðju máls og læsis Tvítyngdir brúarsmiðir í 3 stöðugildi, innflytjendur með sértæka menntun sem tryggja samtal bæði í kennslustofum sem og milli fjölskyldna og skóla Stoðdeild Birtu fyrir börn í leit að alþjóðlegri vernd Íslenskuver í öllum borgarhlutum Skólaúrræði fyrir nemendur frá Úkraínu Og nú gefum við í frekar en að draga úr. Nýju aðgerðirnar sem samþykktar voru í dag eru: Stuðningsteymi vegna barna á flótta með mikla áfallasögu með 3 stöðugildum úr röðum t.d. sálfræðinga, þroskaþjálfa eða listþerapista. Ráðning spænskumælandi brúarsmiðs en börnum frá Venesúela hefur fjölgað gríðarlega mikið. Kennsluráðgjafar í íslensku sem öðru máli í allar miðstöðvar. Viðbótar stöðugildi inn í 4 íslenskuver. Úthlutun í íslenskukennslu hækkar í 170.000 per barn, til jafns við það sem börn í öðrum sveitarfélögum utan Reykjavíkur fá úr Jöfnunarsjóði. Sundkennsla barna á mið- og unglingastigi sem eru ósynd. Túlkapottur vegna stöðumats og stuðnings við foreldra. Þetta er aðeins yfirlit yfir margvíslegt starf til að sýna hvað borgin er að gera svo að börnin fái nauðsynlegan stuðning, en munum að þetta eru börnin okkar allra. Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sabine Leskopf Börn og uppeldi PISA-könnun Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Sjá meira
Börnin á Íslandi eru að mínu mati á ábyrgð okkar allra. Þau eru framtíðin og við þurfum sem foreldrar og samfélag, sveitarfélög og ríkið, að veita þeim sem allra bestan og frjóastan jarðveg til að þroskast svo þau njóti sín til fulls. Þetta á ekki síst við þau fjölmörgu börn af erlendum uppruna sem hér búa, þau þurfa að klífa hærri hindranir en flest íslensk börn og það er mikilvægt að staða þeirra verði bætt, ekki einungis þeirra vegna, heldur þjóðfélagsins alls. Í dag lagði Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, fram tillögu í borgarráði um eflingu menntunar og stuðnings við börn af erlendum uppruna í skóla- og frístundastarfi í borginni. Tillagan var samþykkt og fara 195 m.kr. á árinu 2024 í verkefnið en 341,8 m.kr. árið 2025. Þessar aðgerðir tryggja aukinn stuðning við þennan hóp, viðbót við vegferð sem borgin hefur nú í nokkur ár verið á til að styðja við íslenskukennslu og inngildingu þessara barna. Í sömu viku og innviðaráðherra hefur tilkynnt að frumvarpið sem átti að tryggja endalok á mismunun þessara barna af hálfu ríkisins fái ekki framgang og að dómi sem dæmdi þessa mismunun ólöglega verði áfrýjað, þótt öll sveitarfélög í landinu nema Reykjavík fái 170.000 krónur stuðning fyrir hvert barn af erlendum uppruna eins og fram hefur komið. En borgin ætlar ekki að láta þessi börn gjalda fyrir það frekar en á fyrri árum. Og hópurinn verður sífellt mikilvægari, en börnum með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn í leik- og grunnskólum borgarinnar hefur fjölgað um yfir 1000 bara síðan 2020. Og þar ber sérstaklega að nefna hóp barna með flóknar þarfir eins og börn með stöðu flóttafólks og fötluð börn þar sem Reykjavíkurborg rekur sérúrræði. Mikil umræða hefur verið um niðurstöður Pisa og veldur þar einna mestum áhyggjum að jafnvel börn með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn sem fædd eru og uppalin hér á landi standa veikar en börn með íslenskan bakgrunn. Kallað var eftir auknum stuðningi inn í skóla- og frístundastarf og voru öll sammála að hér væri mest þörf fyrir aðgerðir. Borgin hefur svarað þessu kalli fyrir löngu og nefni ég hér einungis helstu aðgerðir á síðustu árum: 2 verkefnastjórar fjölmenningar með sérþekkingu Velkomin í hverfið þitt, móttökuáætlun sem veitir heildarráðgjöf fyrir fjölskyldur til að taka virkan þátt t.d. í tómstundastarfi Stöðumat fyrir nýkomna nemendur sem metur færni barns í staðinn fyrir að horfa bara á það sem það kann ekki á íslensku 2 kennsluráðgjafar í Miðju máls og læsis Tvítyngdir brúarsmiðir í 3 stöðugildi, innflytjendur með sértæka menntun sem tryggja samtal bæði í kennslustofum sem og milli fjölskyldna og skóla Stoðdeild Birtu fyrir börn í leit að alþjóðlegri vernd Íslenskuver í öllum borgarhlutum Skólaúrræði fyrir nemendur frá Úkraínu Og nú gefum við í frekar en að draga úr. Nýju aðgerðirnar sem samþykktar voru í dag eru: Stuðningsteymi vegna barna á flótta með mikla áfallasögu með 3 stöðugildum úr röðum t.d. sálfræðinga, þroskaþjálfa eða listþerapista. Ráðning spænskumælandi brúarsmiðs en börnum frá Venesúela hefur fjölgað gríðarlega mikið. Kennsluráðgjafar í íslensku sem öðru máli í allar miðstöðvar. Viðbótar stöðugildi inn í 4 íslenskuver. Úthlutun í íslenskukennslu hækkar í 170.000 per barn, til jafns við það sem börn í öðrum sveitarfélögum utan Reykjavíkur fá úr Jöfnunarsjóði. Sundkennsla barna á mið- og unglingastigi sem eru ósynd. Túlkapottur vegna stöðumats og stuðnings við foreldra. Þetta er aðeins yfirlit yfir margvíslegt starf til að sýna hvað borgin er að gera svo að börnin fái nauðsynlegan stuðning, en munum að þetta eru börnin okkar allra. Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun