Börnin okkar allra Sabine Leskopf skrifar 11. janúar 2024 22:01 Börnin á Íslandi eru að mínu mati á ábyrgð okkar allra. Þau eru framtíðin og við þurfum sem foreldrar og samfélag, sveitarfélög og ríkið, að veita þeim sem allra bestan og frjóastan jarðveg til að þroskast svo þau njóti sín til fulls. Þetta á ekki síst við þau fjölmörgu börn af erlendum uppruna sem hér búa, þau þurfa að klífa hærri hindranir en flest íslensk börn og það er mikilvægt að staða þeirra verði bætt, ekki einungis þeirra vegna, heldur þjóðfélagsins alls. Í dag lagði Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, fram tillögu í borgarráði um eflingu menntunar og stuðnings við börn af erlendum uppruna í skóla- og frístundastarfi í borginni. Tillagan var samþykkt og fara 195 m.kr. á árinu 2024 í verkefnið en 341,8 m.kr. árið 2025. Þessar aðgerðir tryggja aukinn stuðning við þennan hóp, viðbót við vegferð sem borgin hefur nú í nokkur ár verið á til að styðja við íslenskukennslu og inngildingu þessara barna. Í sömu viku og innviðaráðherra hefur tilkynnt að frumvarpið sem átti að tryggja endalok á mismunun þessara barna af hálfu ríkisins fái ekki framgang og að dómi sem dæmdi þessa mismunun ólöglega verði áfrýjað, þótt öll sveitarfélög í landinu nema Reykjavík fái 170.000 krónur stuðning fyrir hvert barn af erlendum uppruna eins og fram hefur komið. En borgin ætlar ekki að láta þessi börn gjalda fyrir það frekar en á fyrri árum. Og hópurinn verður sífellt mikilvægari, en börnum með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn í leik- og grunnskólum borgarinnar hefur fjölgað um yfir 1000 bara síðan 2020. Og þar ber sérstaklega að nefna hóp barna með flóknar þarfir eins og börn með stöðu flóttafólks og fötluð börn þar sem Reykjavíkurborg rekur sérúrræði. Mikil umræða hefur verið um niðurstöður Pisa og veldur þar einna mestum áhyggjum að jafnvel börn með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn sem fædd eru og uppalin hér á landi standa veikar en börn með íslenskan bakgrunn. Kallað var eftir auknum stuðningi inn í skóla- og frístundastarf og voru öll sammála að hér væri mest þörf fyrir aðgerðir. Borgin hefur svarað þessu kalli fyrir löngu og nefni ég hér einungis helstu aðgerðir á síðustu árum: 2 verkefnastjórar fjölmenningar með sérþekkingu Velkomin í hverfið þitt, móttökuáætlun sem veitir heildarráðgjöf fyrir fjölskyldur til að taka virkan þátt t.d. í tómstundastarfi Stöðumat fyrir nýkomna nemendur sem metur færni barns í staðinn fyrir að horfa bara á það sem það kann ekki á íslensku 2 kennsluráðgjafar í Miðju máls og læsis Tvítyngdir brúarsmiðir í 3 stöðugildi, innflytjendur með sértæka menntun sem tryggja samtal bæði í kennslustofum sem og milli fjölskyldna og skóla Stoðdeild Birtu fyrir börn í leit að alþjóðlegri vernd Íslenskuver í öllum borgarhlutum Skólaúrræði fyrir nemendur frá Úkraínu Og nú gefum við í frekar en að draga úr. Nýju aðgerðirnar sem samþykktar voru í dag eru: Stuðningsteymi vegna barna á flótta með mikla áfallasögu með 3 stöðugildum úr röðum t.d. sálfræðinga, þroskaþjálfa eða listþerapista. Ráðning spænskumælandi brúarsmiðs en börnum frá Venesúela hefur fjölgað gríðarlega mikið. Kennsluráðgjafar í íslensku sem öðru máli í allar miðstöðvar. Viðbótar stöðugildi inn í 4 íslenskuver. Úthlutun í íslenskukennslu hækkar í 170.000 per barn, til jafns við það sem börn í öðrum sveitarfélögum utan Reykjavíkur fá úr Jöfnunarsjóði. Sundkennsla barna á mið- og unglingastigi sem eru ósynd. Túlkapottur vegna stöðumats og stuðnings við foreldra. Þetta er aðeins yfirlit yfir margvíslegt starf til að sýna hvað borgin er að gera svo að börnin fái nauðsynlegan stuðning, en munum að þetta eru börnin okkar allra. Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sabine Leskopf Börn og uppeldi PISA-könnun Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Halldór 13.12.2025 Halldór Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Skoðun Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Börnin á Íslandi eru að mínu mati á ábyrgð okkar allra. Þau eru framtíðin og við þurfum sem foreldrar og samfélag, sveitarfélög og ríkið, að veita þeim sem allra bestan og frjóastan jarðveg til að þroskast svo þau njóti sín til fulls. Þetta á ekki síst við þau fjölmörgu börn af erlendum uppruna sem hér búa, þau þurfa að klífa hærri hindranir en flest íslensk börn og það er mikilvægt að staða þeirra verði bætt, ekki einungis þeirra vegna, heldur þjóðfélagsins alls. Í dag lagði Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, fram tillögu í borgarráði um eflingu menntunar og stuðnings við börn af erlendum uppruna í skóla- og frístundastarfi í borginni. Tillagan var samþykkt og fara 195 m.kr. á árinu 2024 í verkefnið en 341,8 m.kr. árið 2025. Þessar aðgerðir tryggja aukinn stuðning við þennan hóp, viðbót við vegferð sem borgin hefur nú í nokkur ár verið á til að styðja við íslenskukennslu og inngildingu þessara barna. Í sömu viku og innviðaráðherra hefur tilkynnt að frumvarpið sem átti að tryggja endalok á mismunun þessara barna af hálfu ríkisins fái ekki framgang og að dómi sem dæmdi þessa mismunun ólöglega verði áfrýjað, þótt öll sveitarfélög í landinu nema Reykjavík fái 170.000 krónur stuðning fyrir hvert barn af erlendum uppruna eins og fram hefur komið. En borgin ætlar ekki að láta þessi börn gjalda fyrir það frekar en á fyrri árum. Og hópurinn verður sífellt mikilvægari, en börnum með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn í leik- og grunnskólum borgarinnar hefur fjölgað um yfir 1000 bara síðan 2020. Og þar ber sérstaklega að nefna hóp barna með flóknar þarfir eins og börn með stöðu flóttafólks og fötluð börn þar sem Reykjavíkurborg rekur sérúrræði. Mikil umræða hefur verið um niðurstöður Pisa og veldur þar einna mestum áhyggjum að jafnvel börn með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn sem fædd eru og uppalin hér á landi standa veikar en börn með íslenskan bakgrunn. Kallað var eftir auknum stuðningi inn í skóla- og frístundastarf og voru öll sammála að hér væri mest þörf fyrir aðgerðir. Borgin hefur svarað þessu kalli fyrir löngu og nefni ég hér einungis helstu aðgerðir á síðustu árum: 2 verkefnastjórar fjölmenningar með sérþekkingu Velkomin í hverfið þitt, móttökuáætlun sem veitir heildarráðgjöf fyrir fjölskyldur til að taka virkan þátt t.d. í tómstundastarfi Stöðumat fyrir nýkomna nemendur sem metur færni barns í staðinn fyrir að horfa bara á það sem það kann ekki á íslensku 2 kennsluráðgjafar í Miðju máls og læsis Tvítyngdir brúarsmiðir í 3 stöðugildi, innflytjendur með sértæka menntun sem tryggja samtal bæði í kennslustofum sem og milli fjölskyldna og skóla Stoðdeild Birtu fyrir börn í leit að alþjóðlegri vernd Íslenskuver í öllum borgarhlutum Skólaúrræði fyrir nemendur frá Úkraínu Og nú gefum við í frekar en að draga úr. Nýju aðgerðirnar sem samþykktar voru í dag eru: Stuðningsteymi vegna barna á flótta með mikla áfallasögu með 3 stöðugildum úr röðum t.d. sálfræðinga, þroskaþjálfa eða listþerapista. Ráðning spænskumælandi brúarsmiðs en börnum frá Venesúela hefur fjölgað gríðarlega mikið. Kennsluráðgjafar í íslensku sem öðru máli í allar miðstöðvar. Viðbótar stöðugildi inn í 4 íslenskuver. Úthlutun í íslenskukennslu hækkar í 170.000 per barn, til jafns við það sem börn í öðrum sveitarfélögum utan Reykjavíkur fá úr Jöfnunarsjóði. Sundkennsla barna á mið- og unglingastigi sem eru ósynd. Túlkapottur vegna stöðumats og stuðnings við foreldra. Þetta er aðeins yfirlit yfir margvíslegt starf til að sýna hvað borgin er að gera svo að börnin fái nauðsynlegan stuðning, en munum að þetta eru börnin okkar allra. Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun