Norðlingaskóla breytt í Hogwarts: „Þau blómstra“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 11. janúar 2024 20:00 Gríðarlegur metnaður er í búningum og skreytingum eins og sést. Þessi mynd er tekin á heimavist Gryffindor. Vísir/Arnar Norðlingaskóli er nánast óþekkjanlegur en honum hefur verið breytt í einn frægasta galdraskóla heims, Hogwarts þar sem nemendurnir keppa í þrautum og leysa námsverkefni á óhefðbundinn hátt. Kennararnir segja að það mætti gera meira af því að kenna börnum í gegnum leik enda blómstra börnin. Líkt og í galdraskólanum hefur nemendum á unglingastigi í Norðlingaskóla verði skipt á heimavistirnar: Gryffindor, Hufflepuff, Ravenclaw og Slytherin. Hver og ein heimavist er skreytt á metnaðarfullan hátt og keppa þær í ýmsum þrautum, undirbúa hópatriði og leysa námsverkefni - allt með áherslu á samstöðu og hópefli. Galdraseyði og Quidditch „Þau eru búin að vera að búa til galdraseyði og hafa gera fréttir í spámannstíðindum,“ sagði Fanney Snorradóttir, kennari við skólann. „Við vorum að skreyta stofurnar, svo eru alls konar vistaverkefni sem maður á að gera til að fá stig. Við vorum að enda við að keppa í Quidditch þar sem Slytherinn, sem er mitt lið vann. Það er mjög virt keppni,“ sagði Ingvi Þór Freysson, 14 ára nemandi. „Þau fá svolítið frelsi. Þau fara ein eiginlega án okkar kennaranna og eru að búa til sitt atriði svo sýna þau okkur þau og breytingarnar hér inni,“ sagði Hafdís Helgadóttir, stærðfræðikennari. Þjálfi félagsfærni Nemendurnir eru hrifnir. „Þetta er skemmtilegt og það er gaman að hóparnir vinna allir saman og læra,“ sagði Eydís Dröfn Fannarsdóttir, 15 ára nemandi við skólann. „Það sem er svo skemmtilegt og áhugavert við þetta í skólastarfinu er hvað þetta hefur gríðarlega jákvæð áhrif á félagsfærni og alla jákvæðni á skólabraginn, sagði Aðalbjörg Ingadóttir, skólastjóri sem í dag var klædd sem Dumbledore, skólastjóri Hogwarts. Nemendurnir hafa meðal annars lært að gera galdraseyði eins og sönnum galdramönnum sæmir.stöð 2/skjáskot Læri helling „Við förum í tíma, þrjá tíma á dag og þá erum við að læra alls konar tengdu Harry Potter með stærfræðiívafi eða íslenskuívafi. Þannig við erum að læra fullt á meðan við erum að skemmta okkur,“ bætir Ingvi Þór við. Og búningarnir eru sérlega metnaðarfullir. Eiga allir kennarar skólans svona búninga í skápnum? „Fólk fer og leitar til vina, setur saman sjálft og hjálpar hvor öðru,“ segir skólastjórinn. „Systir mín er kjólaklæðskeri. Hún saumaði þetta á mig. Gera það ekki allir?“ spyr Fanney. Hvaða búningur er flottastur? „Okkar, ljónið,“ segir Hinrik Örn Óskarsson, 15 ára. Nemendur blómstri sem aldrei fyrr Krakkarnir segja vikuna hafa slegið í gegn og vilja meira. „Þetta er annað hvert ár, það væri ekki leiðinlegt að hafa þetta hvert einasta ár.“ Aðspurðar segja kennararnir algjörlega tilefni til að gera meira af því að kenna nemendum í gegnum leik, enda sjá þær nemendur skríða út úr skelinni og blómstra á þemadögunum. „Bara hundrað prósent, maður sér leiðtogahæfni, listamennina. Þau springa út og blómstra,“ segir Hafdís. Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Reykjavík Mest lesið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Lífið Heitasta hámhorfið í haust Lífið Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Lífið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Lífið Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Tíska og hönnun Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Lífið Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Lífið Eignuðust „risastóran“ dreng Lífið Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Lífið Fleiri fréttir Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Heitasta hámhorfið í haust Pistasíu- og döðludraumur Jönu D'Angelo er látinn Laufey gerist rithöfundur Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Eignuðust „risastóran“ dreng Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Hætt við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísraels í Eurovision Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð hans Þetta eru dómarar í Ungfrú Ísland Teen Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Hvetur til mánaðarlegra klúðursfunda á vinnustöðum Upp úr sauð fyrir utan Þróttaraheimilið Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“ Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Sjá meira
Líkt og í galdraskólanum hefur nemendum á unglingastigi í Norðlingaskóla verði skipt á heimavistirnar: Gryffindor, Hufflepuff, Ravenclaw og Slytherin. Hver og ein heimavist er skreytt á metnaðarfullan hátt og keppa þær í ýmsum þrautum, undirbúa hópatriði og leysa námsverkefni - allt með áherslu á samstöðu og hópefli. Galdraseyði og Quidditch „Þau eru búin að vera að búa til galdraseyði og hafa gera fréttir í spámannstíðindum,“ sagði Fanney Snorradóttir, kennari við skólann. „Við vorum að skreyta stofurnar, svo eru alls konar vistaverkefni sem maður á að gera til að fá stig. Við vorum að enda við að keppa í Quidditch þar sem Slytherinn, sem er mitt lið vann. Það er mjög virt keppni,“ sagði Ingvi Þór Freysson, 14 ára nemandi. „Þau fá svolítið frelsi. Þau fara ein eiginlega án okkar kennaranna og eru að búa til sitt atriði svo sýna þau okkur þau og breytingarnar hér inni,“ sagði Hafdís Helgadóttir, stærðfræðikennari. Þjálfi félagsfærni Nemendurnir eru hrifnir. „Þetta er skemmtilegt og það er gaman að hóparnir vinna allir saman og læra,“ sagði Eydís Dröfn Fannarsdóttir, 15 ára nemandi við skólann. „Það sem er svo skemmtilegt og áhugavert við þetta í skólastarfinu er hvað þetta hefur gríðarlega jákvæð áhrif á félagsfærni og alla jákvæðni á skólabraginn, sagði Aðalbjörg Ingadóttir, skólastjóri sem í dag var klædd sem Dumbledore, skólastjóri Hogwarts. Nemendurnir hafa meðal annars lært að gera galdraseyði eins og sönnum galdramönnum sæmir.stöð 2/skjáskot Læri helling „Við förum í tíma, þrjá tíma á dag og þá erum við að læra alls konar tengdu Harry Potter með stærfræðiívafi eða íslenskuívafi. Þannig við erum að læra fullt á meðan við erum að skemmta okkur,“ bætir Ingvi Þór við. Og búningarnir eru sérlega metnaðarfullir. Eiga allir kennarar skólans svona búninga í skápnum? „Fólk fer og leitar til vina, setur saman sjálft og hjálpar hvor öðru,“ segir skólastjórinn. „Systir mín er kjólaklæðskeri. Hún saumaði þetta á mig. Gera það ekki allir?“ spyr Fanney. Hvaða búningur er flottastur? „Okkar, ljónið,“ segir Hinrik Örn Óskarsson, 15 ára. Nemendur blómstri sem aldrei fyrr Krakkarnir segja vikuna hafa slegið í gegn og vilja meira. „Þetta er annað hvert ár, það væri ekki leiðinlegt að hafa þetta hvert einasta ár.“ Aðspurðar segja kennararnir algjörlega tilefni til að gera meira af því að kenna nemendum í gegnum leik, enda sjá þær nemendur skríða út úr skelinni og blómstra á þemadögunum. „Bara hundrað prósent, maður sér leiðtogahæfni, listamennina. Þau springa út og blómstra,“ segir Hafdís.
Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Reykjavík Mest lesið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Lífið Heitasta hámhorfið í haust Lífið Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Lífið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Lífið Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Tíska og hönnun Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Lífið Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Lífið Eignuðust „risastóran“ dreng Lífið Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Lífið Fleiri fréttir Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Heitasta hámhorfið í haust Pistasíu- og döðludraumur Jönu D'Angelo er látinn Laufey gerist rithöfundur Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Eignuðust „risastóran“ dreng Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Hætt við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísraels í Eurovision Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð hans Þetta eru dómarar í Ungfrú Ísland Teen Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Hvetur til mánaðarlegra klúðursfunda á vinnustöðum Upp úr sauð fyrir utan Þróttaraheimilið Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“ Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Sjá meira