Matarhola á orkumarkaði Katrín Olga Jóhannesdóttir skrifar 11. janúar 2024 11:01 Umræða um orkuskort og orkuöryggi er áberandi í samfélaginu, eðlilega þar sem aðilar markaðarins hafa bent á að ekki sé til næg orka í kerfinu – hún dugi hvorki til að viðhalda óbreyttu ástandi, hvað þá til þess að styðja við framfarir og aukna hagsæld til framtíðar. Það er því mikilvægt að hugað sé að frekari uppbyggingu í orkuframleiðslu á Íslandi. Ávextir í augnhæð – betri orkunýting Við vitum að uppbygging tekur tíma og því þarf að huga að leiðum til úrbóta í því millibilsástandi sem ríkir meðan unnið er að aukinni framleiðslu í kerfinu. Við slíkar aðstæður er rökrétt að byrja á því að spyrja hvort til séu einhverjir ávextir í augnhæð sem hægt er að grípa til. Svarið er já. Raforkumarkaðurinn, raforkuöryggi og orkunýting hefur verið viðfangsefni margra starfshópa á vegum stjórnvalda síðustu ár og hafa margvíslegar tillögur litið dagsins ljós. Ein slík tillaga er stofnun virks viðskiptavettvangs um raforku. Elma orkuviðskipti ehf., er dótturfyrirtæki Landsnets, sem hefur það hlutverk að tryggja að raforkan berist til okkar. Elma hefur síðast liðið ár unnið að því að koma á fót virkum viðskiptavettvangi fyrir raforku og nú hillir undir opnun slíkt viðskiptavettvangs. Hvað þýðir það fyrir raforkumarkaðinn? Virkur viðskiptavettvangur skapar umgjörð utan um viðskipti á markaði, þar sem skýrar leikreglur tryggja jafnræði á markaði, gegnsæi og skýr verðmerki. Jafnræði þýðir að allir aðilar á markaði hafa jafnan aðgang, óháð stærð eða starfsemi. Þessi aðilar hafa einnig jafnan aðgang að upplýsingum sem geta haft áhrif á framboð og eftirspurn og þannig á verðmyndun raforkunnar. Dæmi um mikilvægar upplýsingar eru fyrirhugað viðhald virkjana, bilanir, tímabundin skerðing á flutningsgetu og fleira þess háttar. Sé til umframorka í kerfinu þá skilar óháður vettvangur viðskipta fyrir raforku betri orkunýtingu. Líkja má Elmu við Nasdaq Ísland, sem er óháður vettvangur viðskipta fyrir fjármálagjörninga, Elma er slíkur vettvangur fyrir raforku. Raforkuhitamælirinn Virkur viðskiptavettvangur gefur mikilvægar upplýsingar um stöðuna á orkumarkaði. Er nokkurs konar hitamælir á heilbrigði markaðarins. Ef skortur er á raforku hækkar verð, ef ofgnótt er af raforku lækkar verð. Þannig gefur virkur viðskiptavettvangur skilaboð um hvort að það þurfi að fjárfesta í kerfinu eða ekki. Því miður hefur ekki verið um slík verðmerki að ræða á íslenskum raforkumarkaði og því má draga þá ályktun að ef virkur viðskiptavettvangur fyrir raforku hefði verið til á Íslandi fyrir nokkrum árum, þá hefði hann gefið merki um þann orkuskort sem núna blasir við. Viðskiptavettvangurinn sem slíkur stýrir ekki verði, hvorki lækkun né hækkun, hann gefur skilaboðin – svipað og jarðskjálftamælir mælir styrk jarðskjálfta, en er ekki orsök hans. Hringrásahagkerfi raforku – betri orkunýting Einn af lykilþáttum virks viðskiptavettvangs er að nýting raforkunnar eykst til muna þar sem slíkur vettvangur starfar. Nú í dag er föst orka í kerfinu sem ekki er hægt að nýta. Líkja má núverandi stöðu á markaði við Costco – þú ferð og verslar og stundum kaupir þú of mikið af tiltekinni vöru og þá siturðu uppi með hana. Virkum viðskiptavettvangi má líkja við Kolaportið, þar getur þú selt aftur það umfram magn sem þú keyptir og þarft ekki sjálfur að nota, til annarra sem þurfa á henni að halda – þannig verður til nokkurs konar hringrásarhagkerfi um raforkuna. Orkuöryggishópur hefur m.a. bent á mikilvægi virks viðskiptavettvangs í þessum efnum. Matarholan – betri orkunýting Matarholan felst í því að nýta núverandi orku mun betur í gegnum virkan viðskiptavettvang raforku, framleiðendur geta komið framleiðslu sinni auðveldlega á markað, létta þarf af sölubanni í tvíhliðasamningum við stórnotendur, þannig að þau geti komið umframorku í nýtingu á virkum viðskiptavettvangi og söluaðilar geti bæði keypt og selt raforku eftir þörfum. Þannig eykst orkunýting til hagsbóta fyrir neytendur. Höfundur er framkvæmdastjóri Elmu orkuviðskipti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Olga Jóhannesdóttir Orkumál Mest lesið Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Hefur þú ekkert að gera?” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Hvatning um stuðning við strandveiðar Örn Pálsson skrifar Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin – íslenskt skólastarf Jón Torfi Jónasson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameinumst, hjálpum þeim Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Halló manneskja Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun „Getið þið ekki talað um eitthvað annað en þessa vegi!?“ Gerður Björk Sveinsdóttir skrifar Skoðun Gaman og gott að eldast – eflum lýðheilsu Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð fanga kemur okkur öllum við Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Óréttlát lög sem þarf að lagfæra Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Bless Borgarlína, halló Sundabraut Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd blasir við Íslendingum Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Það er ekki allt að fara til fjandans! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir skrifar Skoðun Ískaldur veruleiki, ekki skuggamyndir á vegg fræðimanna Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Tölum um fólkið, ekki kerfin María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vegur vinstrisins til áhrifa Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Börnin á biðlistunum - það er ekki hægt að skálda þetta Dilja Ámundadóttir Zoega skrifar Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn: Bákn eða bústólpi? Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Umræða um orkuskort og orkuöryggi er áberandi í samfélaginu, eðlilega þar sem aðilar markaðarins hafa bent á að ekki sé til næg orka í kerfinu – hún dugi hvorki til að viðhalda óbreyttu ástandi, hvað þá til þess að styðja við framfarir og aukna hagsæld til framtíðar. Það er því mikilvægt að hugað sé að frekari uppbyggingu í orkuframleiðslu á Íslandi. Ávextir í augnhæð – betri orkunýting Við vitum að uppbygging tekur tíma og því þarf að huga að leiðum til úrbóta í því millibilsástandi sem ríkir meðan unnið er að aukinni framleiðslu í kerfinu. Við slíkar aðstæður er rökrétt að byrja á því að spyrja hvort til séu einhverjir ávextir í augnhæð sem hægt er að grípa til. Svarið er já. Raforkumarkaðurinn, raforkuöryggi og orkunýting hefur verið viðfangsefni margra starfshópa á vegum stjórnvalda síðustu ár og hafa margvíslegar tillögur litið dagsins ljós. Ein slík tillaga er stofnun virks viðskiptavettvangs um raforku. Elma orkuviðskipti ehf., er dótturfyrirtæki Landsnets, sem hefur það hlutverk að tryggja að raforkan berist til okkar. Elma hefur síðast liðið ár unnið að því að koma á fót virkum viðskiptavettvangi fyrir raforku og nú hillir undir opnun slíkt viðskiptavettvangs. Hvað þýðir það fyrir raforkumarkaðinn? Virkur viðskiptavettvangur skapar umgjörð utan um viðskipti á markaði, þar sem skýrar leikreglur tryggja jafnræði á markaði, gegnsæi og skýr verðmerki. Jafnræði þýðir að allir aðilar á markaði hafa jafnan aðgang, óháð stærð eða starfsemi. Þessi aðilar hafa einnig jafnan aðgang að upplýsingum sem geta haft áhrif á framboð og eftirspurn og þannig á verðmyndun raforkunnar. Dæmi um mikilvægar upplýsingar eru fyrirhugað viðhald virkjana, bilanir, tímabundin skerðing á flutningsgetu og fleira þess háttar. Sé til umframorka í kerfinu þá skilar óháður vettvangur viðskipta fyrir raforku betri orkunýtingu. Líkja má Elmu við Nasdaq Ísland, sem er óháður vettvangur viðskipta fyrir fjármálagjörninga, Elma er slíkur vettvangur fyrir raforku. Raforkuhitamælirinn Virkur viðskiptavettvangur gefur mikilvægar upplýsingar um stöðuna á orkumarkaði. Er nokkurs konar hitamælir á heilbrigði markaðarins. Ef skortur er á raforku hækkar verð, ef ofgnótt er af raforku lækkar verð. Þannig gefur virkur viðskiptavettvangur skilaboð um hvort að það þurfi að fjárfesta í kerfinu eða ekki. Því miður hefur ekki verið um slík verðmerki að ræða á íslenskum raforkumarkaði og því má draga þá ályktun að ef virkur viðskiptavettvangur fyrir raforku hefði verið til á Íslandi fyrir nokkrum árum, þá hefði hann gefið merki um þann orkuskort sem núna blasir við. Viðskiptavettvangurinn sem slíkur stýrir ekki verði, hvorki lækkun né hækkun, hann gefur skilaboðin – svipað og jarðskjálftamælir mælir styrk jarðskjálfta, en er ekki orsök hans. Hringrásahagkerfi raforku – betri orkunýting Einn af lykilþáttum virks viðskiptavettvangs er að nýting raforkunnar eykst til muna þar sem slíkur vettvangur starfar. Nú í dag er föst orka í kerfinu sem ekki er hægt að nýta. Líkja má núverandi stöðu á markaði við Costco – þú ferð og verslar og stundum kaupir þú of mikið af tiltekinni vöru og þá siturðu uppi með hana. Virkum viðskiptavettvangi má líkja við Kolaportið, þar getur þú selt aftur það umfram magn sem þú keyptir og þarft ekki sjálfur að nota, til annarra sem þurfa á henni að halda – þannig verður til nokkurs konar hringrásarhagkerfi um raforkuna. Orkuöryggishópur hefur m.a. bent á mikilvægi virks viðskiptavettvangs í þessum efnum. Matarholan – betri orkunýting Matarholan felst í því að nýta núverandi orku mun betur í gegnum virkan viðskiptavettvang raforku, framleiðendur geta komið framleiðslu sinni auðveldlega á markað, létta þarf af sölubanni í tvíhliðasamningum við stórnotendur, þannig að þau geti komið umframorku í nýtingu á virkum viðskiptavettvangi og söluaðilar geti bæði keypt og selt raforku eftir þörfum. Þannig eykst orkunýting til hagsbóta fyrir neytendur. Höfundur er framkvæmdastjóri Elmu orkuviðskipti.
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar
Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun