„Jörðin bara opnast undir fótum hans“ Margrét Björk Jónsdóttir og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 10. janúar 2024 19:06 Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum. Vísir Karlmanns sem talinn er hafa fallið ofan í sprungu í Grindavík í dag er enn leitað. Aðstæður í bænum eru sagðar hættulegar fyrir björgunarfólk. Lögreglustjóri á Suðurnesjum lýsir slysinu þannig að jörðin hafi opnast undan manninum og hann hafi ekki ráðið við aðstæður. Hans verði leitað í alla nótt gerist þess þörf. Lögreglu barst tilkynning á ellefta tímanum í morgun þess efnis að maður sem hafði verið við störf við jarðvegsvinnu á svæðinu hafi fallið ofan í sprungu sem myndaðist þegar jörð gaf sig undan vinnutæki. Enginn sjónarvottur var að slysinu. Í tilkynningu frá lögreglu segir að verkefnið sem unnið var að hafi verið að fylla í sprungu við hús sem sendur við Vesturhóp í Grindavík með það að markmiði að tryggja öryggi umhverfisins og hússins sem stóð við sprunguna. Þá segir að verkefnið hafi tengst vinnu við tjónamat og öryggisaðgerðir í tengslum við það á vegum Náttúruhamfaratryggingar Íslands. Sprungan er sögð mjög djúp en fram hefur komið í fréttum undanfarnar vikur að sumar sprungur og holur eftir skjálftana í Grindavík í nóvember séu 25-30 metrar á dýpt. Þær nái niður á grunnvatn. Fréttamaður lýsir aðstæðum á vettvangi sem erfiðum, auk mikils myrkurs hefur rigning og rok gert vart við sig. „Við komum til með að halda leit áfram þar til við finnum manninn,“ sagði Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum, í kvöldfréttum Stöðvar 2. Verið sé að tryggja vinnuaðstæður björgunarliðs og að þeirri vinnu lokinni hefjist björgunarstörf. Björgunarlið muni leita í alla nótt gerist þess þörf. Sprungan sé mjög djúp að sögn Úlfars. „Hverfur ofan í sprunguna“ Úlfar ítrekar að um ræði mjög sérstakar aðstæður og varhugavert sé að vera í bænum. „Hér erum við að tala um hörmulegt vinnuslys og sá sem lendir í þessu slysi hefur ekki ráðið við aðstæður. Jörðin bara opnast undir fótum hans og hann hverfur ofan í sprunguna.“ Mun þetta breyta einhverju varðandi aðgengi fólks að bænum? „Þetta hefur í för með sér, eðlilega, að strax í fyrramálið munum við fara yfir verklag og öryggi hvað varðar þessa vinnu. Við erum búin að vera í þessari vinnu í ansi langan tíma og okkur hefur gengið vel en við munum fara yfir okkar verkferla strax í fyrramálið.“ Úlfar segir viðbragðsaðila hafa brugðist mjög skjótt við. Þá segir hann hafa verið eðlilegt að frestaíbúafundi Grindvíkinga sem átti að fara fram í dag. „Við erum að tala um hörmulegan atburð. Við erum að leita að manni hér ofan í sprungu.“ Verkfæri mannsins sem var við jarðvegsvinnu fannst í sprungunni. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu var búið að fylla upp í sprunguna og verið að nota jarðvegsþjappara á yfirborðinu þegar slysið varð. Fréttin hefur verið uppfærð. Grindavík Lögreglumál Björgunarsveitir Féll í sprungu í Grindavík Tengdar fréttir Stefna á að fara aftur niður sprunguna í kvöld Björgunaraðilar í Grindavík stefna að því að senda björgunarmenn niður sprungu í Grindavík á nýjan leik í leit að manni sem talinn er hafa fallið ofan í sprunguna í morgun. Maðurinn hafði verið einn við vinnu við jarðvegsþjöppun eftir sprungufyllingu. 10. janúar 2024 18:01 Fresta íbúafundi vegna leitarinnar Grindavíkurbær hefur ákveðið að fresta íbúafundi sem var á dagskrá á morgun. Ástæðan er sögð „hörmulegt slys“ sem átti sér stað í dag. 10. janúar 2024 16:13 Leita manns sem talinn er hafa fallið í sprungu í Grindavík Viðbragðsaðilar á Suðurnesjum leita nú manns sem talinn er að hafi fallið ofan í sprungu í Grindavík. Lögreglustjóri segir manninn hafa verið að störfum við að fylla í sprunguna. Enginn sjónarvottur hafi verið að atvikinu en grunur þó vaknað um slysið. 10. janúar 2024 11:32 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Fleiri fréttir Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Sjá meira
Lögreglu barst tilkynning á ellefta tímanum í morgun þess efnis að maður sem hafði verið við störf við jarðvegsvinnu á svæðinu hafi fallið ofan í sprungu sem myndaðist þegar jörð gaf sig undan vinnutæki. Enginn sjónarvottur var að slysinu. Í tilkynningu frá lögreglu segir að verkefnið sem unnið var að hafi verið að fylla í sprungu við hús sem sendur við Vesturhóp í Grindavík með það að markmiði að tryggja öryggi umhverfisins og hússins sem stóð við sprunguna. Þá segir að verkefnið hafi tengst vinnu við tjónamat og öryggisaðgerðir í tengslum við það á vegum Náttúruhamfaratryggingar Íslands. Sprungan er sögð mjög djúp en fram hefur komið í fréttum undanfarnar vikur að sumar sprungur og holur eftir skjálftana í Grindavík í nóvember séu 25-30 metrar á dýpt. Þær nái niður á grunnvatn. Fréttamaður lýsir aðstæðum á vettvangi sem erfiðum, auk mikils myrkurs hefur rigning og rok gert vart við sig. „Við komum til með að halda leit áfram þar til við finnum manninn,“ sagði Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum, í kvöldfréttum Stöðvar 2. Verið sé að tryggja vinnuaðstæður björgunarliðs og að þeirri vinnu lokinni hefjist björgunarstörf. Björgunarlið muni leita í alla nótt gerist þess þörf. Sprungan sé mjög djúp að sögn Úlfars. „Hverfur ofan í sprunguna“ Úlfar ítrekar að um ræði mjög sérstakar aðstæður og varhugavert sé að vera í bænum. „Hér erum við að tala um hörmulegt vinnuslys og sá sem lendir í þessu slysi hefur ekki ráðið við aðstæður. Jörðin bara opnast undir fótum hans og hann hverfur ofan í sprunguna.“ Mun þetta breyta einhverju varðandi aðgengi fólks að bænum? „Þetta hefur í för með sér, eðlilega, að strax í fyrramálið munum við fara yfir verklag og öryggi hvað varðar þessa vinnu. Við erum búin að vera í þessari vinnu í ansi langan tíma og okkur hefur gengið vel en við munum fara yfir okkar verkferla strax í fyrramálið.“ Úlfar segir viðbragðsaðila hafa brugðist mjög skjótt við. Þá segir hann hafa verið eðlilegt að frestaíbúafundi Grindvíkinga sem átti að fara fram í dag. „Við erum að tala um hörmulegan atburð. Við erum að leita að manni hér ofan í sprungu.“ Verkfæri mannsins sem var við jarðvegsvinnu fannst í sprungunni. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu var búið að fylla upp í sprunguna og verið að nota jarðvegsþjappara á yfirborðinu þegar slysið varð. Fréttin hefur verið uppfærð.
Grindavík Lögreglumál Björgunarsveitir Féll í sprungu í Grindavík Tengdar fréttir Stefna á að fara aftur niður sprunguna í kvöld Björgunaraðilar í Grindavík stefna að því að senda björgunarmenn niður sprungu í Grindavík á nýjan leik í leit að manni sem talinn er hafa fallið ofan í sprunguna í morgun. Maðurinn hafði verið einn við vinnu við jarðvegsþjöppun eftir sprungufyllingu. 10. janúar 2024 18:01 Fresta íbúafundi vegna leitarinnar Grindavíkurbær hefur ákveðið að fresta íbúafundi sem var á dagskrá á morgun. Ástæðan er sögð „hörmulegt slys“ sem átti sér stað í dag. 10. janúar 2024 16:13 Leita manns sem talinn er hafa fallið í sprungu í Grindavík Viðbragðsaðilar á Suðurnesjum leita nú manns sem talinn er að hafi fallið ofan í sprungu í Grindavík. Lögreglustjóri segir manninn hafa verið að störfum við að fylla í sprunguna. Enginn sjónarvottur hafi verið að atvikinu en grunur þó vaknað um slysið. 10. janúar 2024 11:32 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Fleiri fréttir Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Sjá meira
Stefna á að fara aftur niður sprunguna í kvöld Björgunaraðilar í Grindavík stefna að því að senda björgunarmenn niður sprungu í Grindavík á nýjan leik í leit að manni sem talinn er hafa fallið ofan í sprunguna í morgun. Maðurinn hafði verið einn við vinnu við jarðvegsþjöppun eftir sprungufyllingu. 10. janúar 2024 18:01
Fresta íbúafundi vegna leitarinnar Grindavíkurbær hefur ákveðið að fresta íbúafundi sem var á dagskrá á morgun. Ástæðan er sögð „hörmulegt slys“ sem átti sér stað í dag. 10. janúar 2024 16:13
Leita manns sem talinn er hafa fallið í sprungu í Grindavík Viðbragðsaðilar á Suðurnesjum leita nú manns sem talinn er að hafi fallið ofan í sprungu í Grindavík. Lögreglustjóri segir manninn hafa verið að störfum við að fylla í sprunguna. Enginn sjónarvottur hafi verið að atvikinu en grunur þó vaknað um slysið. 10. janúar 2024 11:32