Bíða viðbragða ríkisstjórnarinnar Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 8. janúar 2024 18:55 Inga Sæland formaður Flokks fólksins ætlar að leggja fram tillögu um vantraust á Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra þegar þing kemur saman á ný 22. janúar næstkomandi. Vísir/Vilhelm Stjórnarandstaðan er ekki samstíga um hvort leggja eigi fram vantrausttillögu á matvælaráðherra þegar Alþingi kemur saman á ný. Sumir eru á því á meðan aðrir telja þetta vandamál ríkisstjórnar. Umboðsmaður Alþingis birti fyrir helgina álit sitt vegna reglugerðar sem Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra setti síðastliðið sumar um frestun hvalveiða. Umboðsmaður telur að hún hafi ekki gætt meðalhófs í málinu. Svandís hefur sagt að hún taki niðurstöðuna alvarlega en að hún sé ekki tilefni fyrir hana til að segja af sér. Inga Sæland formaður Flokks fólksins sagði hádegisfréttum okkar í dag að hún hyggist leggja fram tillögu um vantraust á ráðherrann þegar Alþingi kemur aftur saman 22. janúar. Hún hafi rætt málið við formenn annarra stjórnarandstöðuflokka og vonast til að þeir standi saman að þessu. Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata segir Pírata ekki hafa tekið afstöðu til þess hvort þeir séu tilbúnir að styðja vantrauststillögu á ráðherrann. „Píratar eru almennt séð sammála að það eigi að banna hvalveiðar þá skiptir máli að gera það rétt og það er það sem að álit umboðsmanns snýst um og við tökum þannig álit alvarlega.“ Aðspurður um hvort þeir upplifi vantraust í garð ráðherrans segir Björn: „Frá Sjálfstæðisflokknum tvímælalaust þá er þetta bara ríkisstjórnarvandamál þegar allt kemur til alls.“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins íhugar að taka þátt í að leggja fram tillögu um vantraust á ráðherrann. Logi Einarsson þingflokksformaður Samfylkingarinnar sagði í samtali við fréttastofu í dag að málið hefði ekki komið til tals í sínum þingflokki. Lykilatriði sé að ráðherra geri þinginu grein fyrir sinni stöðu. Þá segir Hanna Katrín Friðriksdóttir þingflokksformaður Viðreisnar ekki tímabært að ræða vantraust á ráðherrann. „Að okkar mati er það ekki tímabært. Við viljum sjá hvernig ríkisstjórnin ætlar að leysa úr þessu máli. Hvort hún hefur einhver svör.“ Forsætisráðherra hefur sagt að hún telji ekki ástæðu fyrir matvælaráðherra til að segja af sér í ljósi álitsins. Ekki hefur náðst í formann Sjálfstæðisflokks vegna málsins og þá hafði formaður Framsóknar ekki tök á að veita fréttastofu viðtal í dag vegna málsins. „Við munum taka til okkar ráða eins og við getum ef það kemur í ljós að þau eru úrræðalaus, að þau ráða ekki við þetta verkefni, þá til kasta þingsins en eins og er núna þá er boltinn hjá ríkisstjórninni.“ Alþingi Umboðsmaður Alþingis Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Miðflokkurinn Flokkur fólksins Viðreisn Samfylkingin Píratar Hvalveiðar Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
Umboðsmaður Alþingis birti fyrir helgina álit sitt vegna reglugerðar sem Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra setti síðastliðið sumar um frestun hvalveiða. Umboðsmaður telur að hún hafi ekki gætt meðalhófs í málinu. Svandís hefur sagt að hún taki niðurstöðuna alvarlega en að hún sé ekki tilefni fyrir hana til að segja af sér. Inga Sæland formaður Flokks fólksins sagði hádegisfréttum okkar í dag að hún hyggist leggja fram tillögu um vantraust á ráðherrann þegar Alþingi kemur aftur saman 22. janúar. Hún hafi rætt málið við formenn annarra stjórnarandstöðuflokka og vonast til að þeir standi saman að þessu. Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata segir Pírata ekki hafa tekið afstöðu til þess hvort þeir séu tilbúnir að styðja vantrauststillögu á ráðherrann. „Píratar eru almennt séð sammála að það eigi að banna hvalveiðar þá skiptir máli að gera það rétt og það er það sem að álit umboðsmanns snýst um og við tökum þannig álit alvarlega.“ Aðspurður um hvort þeir upplifi vantraust í garð ráðherrans segir Björn: „Frá Sjálfstæðisflokknum tvímælalaust þá er þetta bara ríkisstjórnarvandamál þegar allt kemur til alls.“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins íhugar að taka þátt í að leggja fram tillögu um vantraust á ráðherrann. Logi Einarsson þingflokksformaður Samfylkingarinnar sagði í samtali við fréttastofu í dag að málið hefði ekki komið til tals í sínum þingflokki. Lykilatriði sé að ráðherra geri þinginu grein fyrir sinni stöðu. Þá segir Hanna Katrín Friðriksdóttir þingflokksformaður Viðreisnar ekki tímabært að ræða vantraust á ráðherrann. „Að okkar mati er það ekki tímabært. Við viljum sjá hvernig ríkisstjórnin ætlar að leysa úr þessu máli. Hvort hún hefur einhver svör.“ Forsætisráðherra hefur sagt að hún telji ekki ástæðu fyrir matvælaráðherra til að segja af sér í ljósi álitsins. Ekki hefur náðst í formann Sjálfstæðisflokks vegna málsins og þá hafði formaður Framsóknar ekki tök á að veita fréttastofu viðtal í dag vegna málsins. „Við munum taka til okkar ráða eins og við getum ef það kemur í ljós að þau eru úrræðalaus, að þau ráða ekki við þetta verkefni, þá til kasta þingsins en eins og er núna þá er boltinn hjá ríkisstjórninni.“
Alþingi Umboðsmaður Alþingis Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Miðflokkurinn Flokkur fólksins Viðreisn Samfylkingin Píratar Hvalveiðar Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira