Þetta staðfestir Þóra Jónasdóttir aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í samtali við fréttastofu.
Í gærkvöldi greindi Vísir frá því að kveikt hafi verið í þremur mannlausum bílum, þeir reyndust svo vera fjórir, fyrir framan bifvélaverkstæði og að slökkviliðið hafi komið á vettvang og slökkt eldinn. Að sögn Bjarna Ingimarssonar var tilkynnt um eldinn um níuleytið en að eldurinn hafi ekki verið mikill. Eldurinn logaði bara utan á bílunum og á dekkjunum.
Myndefni úr öryggismyndavél af atvikinu var birt af manni að nafni Dovydas Riškus á Facebook-hópinn Brask og brall og hefur það vakið mikla athygli.