Félagslækningar og frelsi til bata Elsa Kristín Sigurðardóttir skrifar 5. janúar 2024 17:30 Umræðan um skaðaminnkandi lyfjameðferðir síðustu vikur hefur litast mikið af hinu læknisfræðilega módeli. Að horfa bara á líkamlegu hlið sjúkdóma kemur okkur ekki langt í heilsueflingu. Það er misjafnt hve mikil áhrif veikindi hafa á umhverfi okkar og það er mjög misjafnt hve vel samfélagið sýnir hinum mismunandi áskorunum veikinda skilning og stuðning. Skaðinn sem fíknivandi veldur er sjaldnast bara líkamlegur. Ef svo væri myndu mínir skjólstæðingar og þeirra fjölskyldur líklega ná bata mun fyrr. Fíknisjúkdómurinn tekur yfir líf fólks og öll samskipti þess. Þessi sjúkdómur umturnar öllum fjölskyldum og skilur eftir sig heldjúp sár þar sem erfitt er að finna vonina. Oftast þurfa margir þættir að koma saman þegar einstaklingur veikist af fíknisjúkdómi og að sama skapi er bataferlið flókið. Það krefst þess að margir þættir virki saman og á réttum tíma. Þetta hefur verið starf mitt síðustu ár – að berjast fyrir réttum stuðningi á réttum tíma en umfram allt að finna og halda í vonina. Það eru ýmsar meðferðir í boði, en þær henta ekki öllum. Þetta vitum við sem störfum á vettvangi. Leiðin sem Árni Tómas læknir hefur boðið upp á fyrir þá sem að hafa marg- og fullreynt allar aðrar leiðir hefur veitt fólki með fjölþættan og alvarlegan vímuefnavanda frelsi til að ná andanum og byrja að vinna í sínum bata. Oft eru fyrstu og stærstu skrefin í þeim bata félagsleg og það að ná stjórn á aðstæðum sínum. Þetta eru ekki nákvæmlega sömu lyf og flestar aðrar stofnanir bjóða upp á en þetta eru allt keimlík efni. Stóri munurinn er að meðferðin sem Árni veitir bíður skjólstæðingnum upp á að stýra sinni meðferð að einhverju leyti sjálfum, velja lyf sem henta þeim best og taka á þeim tíma sem gagnast best. Þetta er frelsi sem flestir telja sjálfsagt, en því miður virðist forræðishyggjan í samfélaginu enn vera yfirsterkari þegar kemur að þeim sem glíma við þennan sjúkdóm. Ótti samfélagsins og þörfin til að stjórna má ekki hefta frelsi einstaklinga til að leita sér bata. Þó til séu meðferðarúrræði sem gefið hafa góða raun þá er ekki þar með sagt að þau hjálpi og henti öllum og ættu þau ekki að útiloka önnur úrræði. Heilbrigði þýðir ekki að vera laus við sjúkdóma. Margir sjúkdómar krefjast þess að við lærum að lifa með þeim. Við finnum leiðir til þess að veikindin hafi sem minnst áhrif svo við sjálf fáum tímann og plássið í lífum okkar. Þetta gerum við ekki meðan við erum einangruð eða jaðarsett. Þetta gerum við í tengslum við okkar nánustu, virk og sjáanleg í samfélaginu og með stuðningi heilbrigðiskerfisins. Þannig næst raunverulegt heilbrigði og aukning lífsgæða. Mín von er sú að hlustað verði á þá sem þekkja til – einstaklingana sem hafa reynslu af meðferðinni og þverfaglegu vettvangsstarfsmennina sem sjá árangurinn, frelsið og lífsgæðabætinguna hjá fólki sem glímir við fíknivanda. Höfundur er vettvangs-hjúkrunarfræðingur með M.Sc. í hnattrænni heilsu og félagslegu réttlæti frá King's College London. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fíkn Lyf Mest lesið „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Sjá meira
Umræðan um skaðaminnkandi lyfjameðferðir síðustu vikur hefur litast mikið af hinu læknisfræðilega módeli. Að horfa bara á líkamlegu hlið sjúkdóma kemur okkur ekki langt í heilsueflingu. Það er misjafnt hve mikil áhrif veikindi hafa á umhverfi okkar og það er mjög misjafnt hve vel samfélagið sýnir hinum mismunandi áskorunum veikinda skilning og stuðning. Skaðinn sem fíknivandi veldur er sjaldnast bara líkamlegur. Ef svo væri myndu mínir skjólstæðingar og þeirra fjölskyldur líklega ná bata mun fyrr. Fíknisjúkdómurinn tekur yfir líf fólks og öll samskipti þess. Þessi sjúkdómur umturnar öllum fjölskyldum og skilur eftir sig heldjúp sár þar sem erfitt er að finna vonina. Oftast þurfa margir þættir að koma saman þegar einstaklingur veikist af fíknisjúkdómi og að sama skapi er bataferlið flókið. Það krefst þess að margir þættir virki saman og á réttum tíma. Þetta hefur verið starf mitt síðustu ár – að berjast fyrir réttum stuðningi á réttum tíma en umfram allt að finna og halda í vonina. Það eru ýmsar meðferðir í boði, en þær henta ekki öllum. Þetta vitum við sem störfum á vettvangi. Leiðin sem Árni Tómas læknir hefur boðið upp á fyrir þá sem að hafa marg- og fullreynt allar aðrar leiðir hefur veitt fólki með fjölþættan og alvarlegan vímuefnavanda frelsi til að ná andanum og byrja að vinna í sínum bata. Oft eru fyrstu og stærstu skrefin í þeim bata félagsleg og það að ná stjórn á aðstæðum sínum. Þetta eru ekki nákvæmlega sömu lyf og flestar aðrar stofnanir bjóða upp á en þetta eru allt keimlík efni. Stóri munurinn er að meðferðin sem Árni veitir bíður skjólstæðingnum upp á að stýra sinni meðferð að einhverju leyti sjálfum, velja lyf sem henta þeim best og taka á þeim tíma sem gagnast best. Þetta er frelsi sem flestir telja sjálfsagt, en því miður virðist forræðishyggjan í samfélaginu enn vera yfirsterkari þegar kemur að þeim sem glíma við þennan sjúkdóm. Ótti samfélagsins og þörfin til að stjórna má ekki hefta frelsi einstaklinga til að leita sér bata. Þó til séu meðferðarúrræði sem gefið hafa góða raun þá er ekki þar með sagt að þau hjálpi og henti öllum og ættu þau ekki að útiloka önnur úrræði. Heilbrigði þýðir ekki að vera laus við sjúkdóma. Margir sjúkdómar krefjast þess að við lærum að lifa með þeim. Við finnum leiðir til þess að veikindin hafi sem minnst áhrif svo við sjálf fáum tímann og plássið í lífum okkar. Þetta gerum við ekki meðan við erum einangruð eða jaðarsett. Þetta gerum við í tengslum við okkar nánustu, virk og sjáanleg í samfélaginu og með stuðningi heilbrigðiskerfisins. Þannig næst raunverulegt heilbrigði og aukning lífsgæða. Mín von er sú að hlustað verði á þá sem þekkja til – einstaklingana sem hafa reynslu af meðferðinni og þverfaglegu vettvangsstarfsmennina sem sjá árangurinn, frelsið og lífsgæðabætinguna hjá fólki sem glímir við fíknivanda. Höfundur er vettvangs-hjúkrunarfræðingur með M.Sc. í hnattrænni heilsu og félagslegu réttlæti frá King's College London.
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun