Samhliða starfinu heldur Álfhildur úti síðunni Barnabitar á Instagram þar sem deilir hugmyndum og fróðleik um mat handa börnum.
„Mjög skrítið að þessi sé komin á sölu,“ skrifar Álfhildur og deilir mynd af eigninni í story á Instagram.
![](https://www.visir.is/i/E229D030A362CB2794E06BD9A3CE96547EA85D2926FD73342E00F50EB2B0FAB2_713x0.jpg)
Um er að ræða mikið endurnýjaða 90 fermetra íbúð á efstu hæð í fjölbýlishúsi á vinsælum stað í Vesturbænum. Í íbúðinni eru tvö svefnherbergi og eitt baðherbergi sem var nýlega tekið í gegn.
Stofa og borðstofa er í opnu og björtu rými þar sem falleg hönnun og bjartir litir fanga augað. Frönsk hurð skilur stofu og hjónaherbergi að, þaðan er útgengt á suðursvalir.
![](https://www.visir.is/i/4514D679E9B80CADCC00B9D9B87CBF8FFF696F9A94F3AD266003FAD93AA2C2EB_713x0.jpg)
![](https://www.visir.is/i/FCDC4805040948E5A55FD03E5690DA38EB89AA11AACD9CCC6CEC5F0DE6030D34_713x0.jpg)
Í eldhúsi er falleg og nýleg viðarinnrétting með góðu skápaplássi. Svartar Sjöur eftir danska hönnuðinn Arne Jacobsen prýða rýmið auk klassíska loftljóssins, PH-5, eftir Louis Poulsen.
Á veggnum í stofunni má sjá hvítar Montana hillur, hönnun frá árinu 1982 og appelsínugulan Flowerpot lampa, hönnun frá árinu 1968.
Nánari upplýsingar um eignina má finna á fasteignavef Vísis.
![](https://www.visir.is/i/5FCD4A8E1FF4A884BD006087966DD54E7C699FA9E2D5163A5B1092B24BFEE61F_713x0.jpg)
![](https://www.visir.is/i/A80C17B97DE89BB3C995559A2EAA4C83990EBE0C089DFC5DB420C64340824E67_713x0.jpg)
![](https://www.visir.is/i/6A0BFA6FFEEE580BAEABD6A619786BB58A1E3F796DFA42575178829DBCB0442C_713x0.jpg)
![](https://www.visir.is/i/5DF9F7D9ACBE9436C638DF8A657779A5423331DA4829757588DAEBC5162AE415_713x0.jpg)
![](https://www.visir.is/i/E55A7795C319D289BFDA4D7C10FD805A5D978251D9DA52E61D06F1659E1989B8_713x0.jpg)