Katrín Tanja þremur sætum ofar en Anníe Mist Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. janúar 2024 08:31 Vinkonurnar Katrín Tanja Davíðsdóttir og Anníe Mist Þórisdóttir eru báðar meðal þeirra sex efstu en þær unnu þó báðar báða heimsmeistaratitla sína í Kaliforníu. @crossfitgames Íslensku CrossFit konurnar Katrín Tanja Davíðsdóttir og Anníe Mist Þórisdóttir eru báðar meðal efstu kvenna á uppgjörslista fyrir heimsleikaárin í Madison. Brian Friend á CrossFit vefnum B.Friendly Fitness er þessa dagana að gera upp þann tíma sem heimsleikarnir hafa farið fram í Wisconsin fylki. Heimsleikarnir fóru í síðasta skiptið fram í Madison síðasta haust en næstu leikar verða haldnir í Fort Worth í Texas fylki. Björgvin Karl Guðmundsson var í fjórða sæti á karlalistanum og Ísland á tvær öflugar CrossFit konur meðal þeirra sex efstu á kvennalistanum. View this post on Instagram A post shared by B.FRIENDLY FITNESS (@bfriendlyfitness) Katrín Tanja er efst íslenskra kvenna en aðeins tvær konur eru fyrir ofan hana á listanum hjá Friend yfir bestu CrossFit konur frá 2017 til 2023 eða á þeim tíma sem leikarnir hafa endað í Alliant Energy Center. Það eru þær Tia-Clair Toomey og Laura Horvath, sem vann sinn fyrsta heimsmeistaratitil síðasta haust. Yfirburðir Toomey eru algjörir en hún vann sex heimsleika í röð frá því að Katrín Tanja vann tvö ár í röð, 2015-16, þar til að Toomey fór í barneignarleyfi. Sú ástralska hefur unnið alla heimsleikana í Madison þar sem hún hefur verið meðal keppenda. Katrín vann báða sína titla sína í Kaliforníu og það gaf Horvath tækifærið til að komast upp í annað sætið með heimsmeistaratitli sínu á síðustu leikum þar sem Katrín náði sjöunda sætinu. Besti árangur Katrínar á þessum tíma var annað sætið á Covid-heimsleikunum 2020 sem fóru reyndar fram í Kaliforníu. Hún endaði að meðaltali í sæti 5,2 og vann alls níu keppnisgreinar. Katrín var sex sinnum á topp tíu og náði að vera meðal þeirra fimm efstu á fimm heimsleikum í röð frá 2017 til 2020. Anníe Mist er þremur sætum neðar en Katrín og skipar því sjötta sætið. Bestu ár Anníe voru þegar heimsleikarnir fóru fram í Kaliforníu. Hún hefur haldið sér í hópi þeirra bestu í meira en áratug en toppaði með tveimur heimsmeistaratitlum í Kaliforníu. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=4mzGgba3ocE">watch on YouTube</a> Besti árangur Anníe á þessum tíma var þriðja sætið bæði 2017 og 2021. Hún endaði að meðaltali í sjöunda sæti og vann eina keppnisgrein. Anníe er eina konan sem hefur komist á verðlaunapall á öllum þremur tímabilum heimsleikanna, allt frá byrjunarárunum á CrossFit búgarðinum í Aromas, yfir í mun stærri keppni í Carson í Kaliforníu og að endanum í Madison í Wisconsin. Tvær aðrar íslenskar konur eru á topp þrjátíu listanum. Sara Sigmundsdóttir er í 23. sæti og Þuríður Erla Helgadóttir er í 26. sæti. Það má sjá umfjöllun Brian Friend hér fyrir neðan. Konur í sætum 16. til 30. Konur í sætum 6. til 15. Konur í efstu fimm sætunum. CrossFit Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Grikkland í undanúrslit á EM Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Sjá meira
Brian Friend á CrossFit vefnum B.Friendly Fitness er þessa dagana að gera upp þann tíma sem heimsleikarnir hafa farið fram í Wisconsin fylki. Heimsleikarnir fóru í síðasta skiptið fram í Madison síðasta haust en næstu leikar verða haldnir í Fort Worth í Texas fylki. Björgvin Karl Guðmundsson var í fjórða sæti á karlalistanum og Ísland á tvær öflugar CrossFit konur meðal þeirra sex efstu á kvennalistanum. View this post on Instagram A post shared by B.FRIENDLY FITNESS (@bfriendlyfitness) Katrín Tanja er efst íslenskra kvenna en aðeins tvær konur eru fyrir ofan hana á listanum hjá Friend yfir bestu CrossFit konur frá 2017 til 2023 eða á þeim tíma sem leikarnir hafa endað í Alliant Energy Center. Það eru þær Tia-Clair Toomey og Laura Horvath, sem vann sinn fyrsta heimsmeistaratitil síðasta haust. Yfirburðir Toomey eru algjörir en hún vann sex heimsleika í röð frá því að Katrín Tanja vann tvö ár í röð, 2015-16, þar til að Toomey fór í barneignarleyfi. Sú ástralska hefur unnið alla heimsleikana í Madison þar sem hún hefur verið meðal keppenda. Katrín vann báða sína titla sína í Kaliforníu og það gaf Horvath tækifærið til að komast upp í annað sætið með heimsmeistaratitli sínu á síðustu leikum þar sem Katrín náði sjöunda sætinu. Besti árangur Katrínar á þessum tíma var annað sætið á Covid-heimsleikunum 2020 sem fóru reyndar fram í Kaliforníu. Hún endaði að meðaltali í sæti 5,2 og vann alls níu keppnisgreinar. Katrín var sex sinnum á topp tíu og náði að vera meðal þeirra fimm efstu á fimm heimsleikum í röð frá 2017 til 2020. Anníe Mist er þremur sætum neðar en Katrín og skipar því sjötta sætið. Bestu ár Anníe voru þegar heimsleikarnir fóru fram í Kaliforníu. Hún hefur haldið sér í hópi þeirra bestu í meira en áratug en toppaði með tveimur heimsmeistaratitlum í Kaliforníu. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=4mzGgba3ocE">watch on YouTube</a> Besti árangur Anníe á þessum tíma var þriðja sætið bæði 2017 og 2021. Hún endaði að meðaltali í sjöunda sæti og vann eina keppnisgrein. Anníe er eina konan sem hefur komist á verðlaunapall á öllum þremur tímabilum heimsleikanna, allt frá byrjunarárunum á CrossFit búgarðinum í Aromas, yfir í mun stærri keppni í Carson í Kaliforníu og að endanum í Madison í Wisconsin. Tvær aðrar íslenskar konur eru á topp þrjátíu listanum. Sara Sigmundsdóttir er í 23. sæti og Þuríður Erla Helgadóttir er í 26. sæti. Það má sjá umfjöllun Brian Friend hér fyrir neðan. Konur í sætum 16. til 30. Konur í sætum 6. til 15. Konur í efstu fimm sætunum.
CrossFit Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Grikkland í undanúrslit á EM Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Sjá meira