Katrín Tanja þremur sætum ofar en Anníe Mist Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. janúar 2024 08:31 Vinkonurnar Katrín Tanja Davíðsdóttir og Anníe Mist Þórisdóttir eru báðar meðal þeirra sex efstu en þær unnu þó báðar báða heimsmeistaratitla sína í Kaliforníu. @crossfitgames Íslensku CrossFit konurnar Katrín Tanja Davíðsdóttir og Anníe Mist Þórisdóttir eru báðar meðal efstu kvenna á uppgjörslista fyrir heimsleikaárin í Madison. Brian Friend á CrossFit vefnum B.Friendly Fitness er þessa dagana að gera upp þann tíma sem heimsleikarnir hafa farið fram í Wisconsin fylki. Heimsleikarnir fóru í síðasta skiptið fram í Madison síðasta haust en næstu leikar verða haldnir í Fort Worth í Texas fylki. Björgvin Karl Guðmundsson var í fjórða sæti á karlalistanum og Ísland á tvær öflugar CrossFit konur meðal þeirra sex efstu á kvennalistanum. View this post on Instagram A post shared by B.FRIENDLY FITNESS (@bfriendlyfitness) Katrín Tanja er efst íslenskra kvenna en aðeins tvær konur eru fyrir ofan hana á listanum hjá Friend yfir bestu CrossFit konur frá 2017 til 2023 eða á þeim tíma sem leikarnir hafa endað í Alliant Energy Center. Það eru þær Tia-Clair Toomey og Laura Horvath, sem vann sinn fyrsta heimsmeistaratitil síðasta haust. Yfirburðir Toomey eru algjörir en hún vann sex heimsleika í röð frá því að Katrín Tanja vann tvö ár í röð, 2015-16, þar til að Toomey fór í barneignarleyfi. Sú ástralska hefur unnið alla heimsleikana í Madison þar sem hún hefur verið meðal keppenda. Katrín vann báða sína titla sína í Kaliforníu og það gaf Horvath tækifærið til að komast upp í annað sætið með heimsmeistaratitli sínu á síðustu leikum þar sem Katrín náði sjöunda sætinu. Besti árangur Katrínar á þessum tíma var annað sætið á Covid-heimsleikunum 2020 sem fóru reyndar fram í Kaliforníu. Hún endaði að meðaltali í sæti 5,2 og vann alls níu keppnisgreinar. Katrín var sex sinnum á topp tíu og náði að vera meðal þeirra fimm efstu á fimm heimsleikum í röð frá 2017 til 2020. Anníe Mist er þremur sætum neðar en Katrín og skipar því sjötta sætið. Bestu ár Anníe voru þegar heimsleikarnir fóru fram í Kaliforníu. Hún hefur haldið sér í hópi þeirra bestu í meira en áratug en toppaði með tveimur heimsmeistaratitlum í Kaliforníu. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=4mzGgba3ocE">watch on YouTube</a> Besti árangur Anníe á þessum tíma var þriðja sætið bæði 2017 og 2021. Hún endaði að meðaltali í sjöunda sæti og vann eina keppnisgrein. Anníe er eina konan sem hefur komist á verðlaunapall á öllum þremur tímabilum heimsleikanna, allt frá byrjunarárunum á CrossFit búgarðinum í Aromas, yfir í mun stærri keppni í Carson í Kaliforníu og að endanum í Madison í Wisconsin. Tvær aðrar íslenskar konur eru á topp þrjátíu listanum. Sara Sigmundsdóttir er í 23. sæti og Þuríður Erla Helgadóttir er í 26. sæti. Það má sjá umfjöllun Brian Friend hér fyrir neðan. Konur í sætum 16. til 30. Konur í sætum 6. til 15. Konur í efstu fimm sætunum. CrossFit Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð Körfubolti Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sport Fleiri fréttir Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Spilar með bestu frisbígolfspilurum heims Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Jón Þór Evrópumeistari á nýju Íslandsmeti Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Sjá meira
Brian Friend á CrossFit vefnum B.Friendly Fitness er þessa dagana að gera upp þann tíma sem heimsleikarnir hafa farið fram í Wisconsin fylki. Heimsleikarnir fóru í síðasta skiptið fram í Madison síðasta haust en næstu leikar verða haldnir í Fort Worth í Texas fylki. Björgvin Karl Guðmundsson var í fjórða sæti á karlalistanum og Ísland á tvær öflugar CrossFit konur meðal þeirra sex efstu á kvennalistanum. View this post on Instagram A post shared by B.FRIENDLY FITNESS (@bfriendlyfitness) Katrín Tanja er efst íslenskra kvenna en aðeins tvær konur eru fyrir ofan hana á listanum hjá Friend yfir bestu CrossFit konur frá 2017 til 2023 eða á þeim tíma sem leikarnir hafa endað í Alliant Energy Center. Það eru þær Tia-Clair Toomey og Laura Horvath, sem vann sinn fyrsta heimsmeistaratitil síðasta haust. Yfirburðir Toomey eru algjörir en hún vann sex heimsleika í röð frá því að Katrín Tanja vann tvö ár í röð, 2015-16, þar til að Toomey fór í barneignarleyfi. Sú ástralska hefur unnið alla heimsleikana í Madison þar sem hún hefur verið meðal keppenda. Katrín vann báða sína titla sína í Kaliforníu og það gaf Horvath tækifærið til að komast upp í annað sætið með heimsmeistaratitli sínu á síðustu leikum þar sem Katrín náði sjöunda sætinu. Besti árangur Katrínar á þessum tíma var annað sætið á Covid-heimsleikunum 2020 sem fóru reyndar fram í Kaliforníu. Hún endaði að meðaltali í sæti 5,2 og vann alls níu keppnisgreinar. Katrín var sex sinnum á topp tíu og náði að vera meðal þeirra fimm efstu á fimm heimsleikum í röð frá 2017 til 2020. Anníe Mist er þremur sætum neðar en Katrín og skipar því sjötta sætið. Bestu ár Anníe voru þegar heimsleikarnir fóru fram í Kaliforníu. Hún hefur haldið sér í hópi þeirra bestu í meira en áratug en toppaði með tveimur heimsmeistaratitlum í Kaliforníu. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=4mzGgba3ocE">watch on YouTube</a> Besti árangur Anníe á þessum tíma var þriðja sætið bæði 2017 og 2021. Hún endaði að meðaltali í sjöunda sæti og vann eina keppnisgrein. Anníe er eina konan sem hefur komist á verðlaunapall á öllum þremur tímabilum heimsleikanna, allt frá byrjunarárunum á CrossFit búgarðinum í Aromas, yfir í mun stærri keppni í Carson í Kaliforníu og að endanum í Madison í Wisconsin. Tvær aðrar íslenskar konur eru á topp þrjátíu listanum. Sara Sigmundsdóttir er í 23. sæti og Þuríður Erla Helgadóttir er í 26. sæti. Það má sjá umfjöllun Brian Friend hér fyrir neðan. Konur í sætum 16. til 30. Konur í sætum 6. til 15. Konur í efstu fimm sætunum.
CrossFit Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð Körfubolti Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sport Fleiri fréttir Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Spilar með bestu frisbígolfspilurum heims Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Jón Þór Evrópumeistari á nýju Íslandsmeti Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Sjá meira