Gikkskjálfti að stærð 4,5 skók suðvesturhornið Atli Ísleifsson skrifar 3. janúar 2024 10:52 Náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni segir að um hafi verið svokallaðan gikkskjálfta. Vísir/Vilhelm Stór skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu og víðar um klukkan 10:50 í dag. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni benda fyrstu tölur til að skjálftinn hafi verið 4,5 að stærð og að upptök hans hafi verið við Trölladyngju, nærri Keili, á um fimm kílómetra dýpi. Nokkrir eftirskjálftar hafa fylgt í kjölfarið. Einar Bessi Gestsson náttúruvársérfræðingur segir að líklegast hafi verið um að ræða svokallaðan gikkskjálfta vegna spennubreytinga. Hann segir skjálftann ekki hafa verið þar sem kvikusöfnunin við Svartsengi sé. Nú verði skoðað hver áhrifin verða. Böðvar Sveinsson náttúruvársérfræðingur segir að nokkrir eftirskjálftar hafi fylgt í kjölfar stóra skjálftans. Sá stærsti hafi mælst 3,8 að stærð klukkan 10:54 og var hann á svipuðum slóðum og sá stóri. Tilkynning frá Veðurstofunni sem send var á fjölmiðla klukkan 11:10: Fyrstu upplýsingar frá náttúruvárvakt Veðurstofunnar vegna jarðskjálfta við Trölladyngju. Jarðskjálfti af stærð 4,5 mældist nærri Trölladyngju kl. 10:50. Annar skjálfti af stærð 3,9 mældist skömmu síðar kl. 10:54, og fjöldi eftirskjálfta hefur mælst. Skjálftarnir urðu á um 5 km dýpi en unnið er nánari yfirferð. Skjálftarnir fundust víða á Suður- og Vesturlandi. Staðsetning skjálftanna er um 20 km NNA við Svartsengi, þar sem landris vegna kvikusöfnunar er í gangi. Kvikuþrýstingur að aukast Staðsetning skjálftanna er um tuttugu kílómetra norðnorðaustur við Svartsengi, þar sem landris vegna kvikusöfnunar er í gangi. Veðurstofan greindi frá því í gær að dregið hafi úr hraðanum á landrisinu við Svartsengi. Þetta hafi verið staðfest með GPS gögnum. Upptök tveggja stærstu skjálftanna í morgun samkvæmt korti á vef Veðurstofunnar. Upptökin voru nærri Trölladyngju.vísir/sara „Það að dragi úr hraða landriss er vísbending um að kvikuþrýstingur sé að byggjast upp og þar með aukast líkur á nýju kvikuhlaupi og einnig eldgosi. Þetta er sambærileg breyting á landrisi og fór að sjást í lok dags 15. desember, en þá hófst gos um þremur dögum síðar. Erfitt er þó að fullyrða um hvort að það munstur endurtaki sig. Fyrstu merki um að kvikuhlaup sé hafið er skyndilega aukning í skjálftavirkni, en slík merki sáust rétt áður en eldgosið hófst 18. desember,“ sagði í færslu á vef Veðurstofunnar í gær. Myndir frá Veðurstofunni vegna skjálftans klukkan 10:50.Veðurstofan Hér að neðan má sjá vefmyndavél Vísis frá Grindavík. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Reykjavík Hafnarfjörður Vogar Tengdar fréttir „Náttúran er svolítið í að koma manni á óvart“ Jarðeðlisfræðingur segir ljóst að líkurnar á eldgosi á Reykjanesskaga aukist með tímanum. Líklegast sé að eldgos yrði svipað gosinu sem hófst um miðjan desember. 2. janúar 2024 23:20 Sennilega spurning um tíma frekar en hvort Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir stöðuna við Svartsengi vera óbreytta þar sem land hefur haldið áfram að rísa sem sé merki um að verið sé að safna í nýtt kvikuhlaup eða að nýtt gos sé yfirvofandi. „Það er því sennilega spurning um tíma frekar en hvort.“ 2. janúar 2024 11:20 Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Sjá meira
Einar Bessi Gestsson náttúruvársérfræðingur segir að líklegast hafi verið um að ræða svokallaðan gikkskjálfta vegna spennubreytinga. Hann segir skjálftann ekki hafa verið þar sem kvikusöfnunin við Svartsengi sé. Nú verði skoðað hver áhrifin verða. Böðvar Sveinsson náttúruvársérfræðingur segir að nokkrir eftirskjálftar hafi fylgt í kjölfar stóra skjálftans. Sá stærsti hafi mælst 3,8 að stærð klukkan 10:54 og var hann á svipuðum slóðum og sá stóri. Tilkynning frá Veðurstofunni sem send var á fjölmiðla klukkan 11:10: Fyrstu upplýsingar frá náttúruvárvakt Veðurstofunnar vegna jarðskjálfta við Trölladyngju. Jarðskjálfti af stærð 4,5 mældist nærri Trölladyngju kl. 10:50. Annar skjálfti af stærð 3,9 mældist skömmu síðar kl. 10:54, og fjöldi eftirskjálfta hefur mælst. Skjálftarnir urðu á um 5 km dýpi en unnið er nánari yfirferð. Skjálftarnir fundust víða á Suður- og Vesturlandi. Staðsetning skjálftanna er um 20 km NNA við Svartsengi, þar sem landris vegna kvikusöfnunar er í gangi. Kvikuþrýstingur að aukast Staðsetning skjálftanna er um tuttugu kílómetra norðnorðaustur við Svartsengi, þar sem landris vegna kvikusöfnunar er í gangi. Veðurstofan greindi frá því í gær að dregið hafi úr hraðanum á landrisinu við Svartsengi. Þetta hafi verið staðfest með GPS gögnum. Upptök tveggja stærstu skjálftanna í morgun samkvæmt korti á vef Veðurstofunnar. Upptökin voru nærri Trölladyngju.vísir/sara „Það að dragi úr hraða landriss er vísbending um að kvikuþrýstingur sé að byggjast upp og þar með aukast líkur á nýju kvikuhlaupi og einnig eldgosi. Þetta er sambærileg breyting á landrisi og fór að sjást í lok dags 15. desember, en þá hófst gos um þremur dögum síðar. Erfitt er þó að fullyrða um hvort að það munstur endurtaki sig. Fyrstu merki um að kvikuhlaup sé hafið er skyndilega aukning í skjálftavirkni, en slík merki sáust rétt áður en eldgosið hófst 18. desember,“ sagði í færslu á vef Veðurstofunnar í gær. Myndir frá Veðurstofunni vegna skjálftans klukkan 10:50.Veðurstofan Hér að neðan má sjá vefmyndavél Vísis frá Grindavík.
Tilkynning frá Veðurstofunni sem send var á fjölmiðla klukkan 11:10: Fyrstu upplýsingar frá náttúruvárvakt Veðurstofunnar vegna jarðskjálfta við Trölladyngju. Jarðskjálfti af stærð 4,5 mældist nærri Trölladyngju kl. 10:50. Annar skjálfti af stærð 3,9 mældist skömmu síðar kl. 10:54, og fjöldi eftirskjálfta hefur mælst. Skjálftarnir urðu á um 5 km dýpi en unnið er nánari yfirferð. Skjálftarnir fundust víða á Suður- og Vesturlandi. Staðsetning skjálftanna er um 20 km NNA við Svartsengi, þar sem landris vegna kvikusöfnunar er í gangi.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Reykjavík Hafnarfjörður Vogar Tengdar fréttir „Náttúran er svolítið í að koma manni á óvart“ Jarðeðlisfræðingur segir ljóst að líkurnar á eldgosi á Reykjanesskaga aukist með tímanum. Líklegast sé að eldgos yrði svipað gosinu sem hófst um miðjan desember. 2. janúar 2024 23:20 Sennilega spurning um tíma frekar en hvort Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir stöðuna við Svartsengi vera óbreytta þar sem land hefur haldið áfram að rísa sem sé merki um að verið sé að safna í nýtt kvikuhlaup eða að nýtt gos sé yfirvofandi. „Það er því sennilega spurning um tíma frekar en hvort.“ 2. janúar 2024 11:20 Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Sjá meira
„Náttúran er svolítið í að koma manni á óvart“ Jarðeðlisfræðingur segir ljóst að líkurnar á eldgosi á Reykjanesskaga aukist með tímanum. Líklegast sé að eldgos yrði svipað gosinu sem hófst um miðjan desember. 2. janúar 2024 23:20
Sennilega spurning um tíma frekar en hvort Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir stöðuna við Svartsengi vera óbreytta þar sem land hefur haldið áfram að rísa sem sé merki um að verið sé að safna í nýtt kvikuhlaup eða að nýtt gos sé yfirvofandi. „Það er því sennilega spurning um tíma frekar en hvort.“ 2. janúar 2024 11:20