Vísar ásökun um vanhæfi á bug Sunna Sæmundsdóttir skrifar 2. janúar 2024 12:03 Halla Hrund Logadóttir, orkumálastjóri. Orkumálastjóri segir gríðarlega mikilvægt að þingið nái að afgreiða frumvarp um orkuöryggi sem allra fyrst. Hún bendir framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins sem hefur sakað hana um vanhæfi á að beina áhyggjum sínum að stjórnmálamönnum. Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, fór hörðum orðum um Höllu Hrund Logadóttur, orkumálastjóra, í grein sem birtist á Vísi í gær. Þar sakaði hann Höllu um vanhæfi til að taka ákvarðanir í orkumálum og vísaði til ummæla um að beina eigi raforku til tiltekinna atvinnugreina umfram aðrar. Halla Hrund segir Orkustofnun vinna samkvæmt lögum og áherslum í orkustefnu og stjórnarsáttmála. „Ég held að orðræða Samtaka iðnaðarins lýsi kannski best þeim gríðarlegu hagsmunum sem liggja í orkumálum,“ segir Halla. „Ég held að það sé mjög mikilvægt að hafi Samtök iðnaðarins áhyggjur af áherslu ríkisstjórnarinnar á orkuskipti og þeim lögum og markmiðum sem sett hafa verið, að þá sé tilefni til að beina þeim áhyggjum beint til stjórnmálanna. Því það er ekki hlutverk stofnana að móta slíka áherslur. Við erum að fylgja þeim í okkar vinnu.“ Sigurður segir í grein sinni að orkumálastjóri dragi fyrirtæki í dilka með því að stilla upp venjulegum fyrirtækjum gegn orkufrekum iðnaði, líkt gert er í nýárspistli hennar. Halla segist með þessu vera að draga fram mismunandi stöðu þeirra gagnvart mögulegum orkuskorti. „Við erum annars vegar hér á landi með stóra raforkunotendur sem nota um áttatíu prósent af orkunni og þetta eru notendur sem eru með langtímasamninga um mjög mikið magn af orku. Og það er mikilvægt að átta sig á því að frumvarp um vernd á orkuöryggi almennings snýr ekki að því að hrófla við þeim samningum sem nú eru í gildi,“ segir Halla. „Síðan erum við að tala um venjuleg fyrirtæki, sem birtast okkur í til dæmis Kringlunni eða í Skeifunni, múrarar, pípulagningamenn og aðrir, bara hefðbundin atvinnustarfsemi. Það eru um fimmtán prósent af orkunotkun og þetta eru aðilar sem eru í annarri samningsstöðu. Fólk sem rekur fyrirtæki og treystir bara á stöðugt aðgengi að raforku á hagkvæmu verði í sínum viðskiptum. Svo eru þar heimilin, sem eru með um fimm prósent hluta, og þar erum við líka að tala um allt aðra samningsstöðu, líkt og hjá smærri fyrirtækjum, heldur en hjá þessum stærri notendum.“ Forgangsatriði að afgreiða frumvarpið Orkuskortur til skemmri tíma verði ekki leystur með virkjunum sem taki nokkur ár í framkvæmd og Halla vonar að Alþingi afgreiði frumvarp sem tryggi orkuöryggi heimila og smærri fyrirtækja sem allra fyrst. „Það er gríðarlega mikilvægt að það sé sett í forgang að klára það mál. Það skiptir máli að setja varnagla þannig að orkuöryggi þessa hóps verði tryggt.“ Orkuskipti Orkumál Alþingi Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Fleiri fréttir Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Sjá meira
Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, fór hörðum orðum um Höllu Hrund Logadóttur, orkumálastjóra, í grein sem birtist á Vísi í gær. Þar sakaði hann Höllu um vanhæfi til að taka ákvarðanir í orkumálum og vísaði til ummæla um að beina eigi raforku til tiltekinna atvinnugreina umfram aðrar. Halla Hrund segir Orkustofnun vinna samkvæmt lögum og áherslum í orkustefnu og stjórnarsáttmála. „Ég held að orðræða Samtaka iðnaðarins lýsi kannski best þeim gríðarlegu hagsmunum sem liggja í orkumálum,“ segir Halla. „Ég held að það sé mjög mikilvægt að hafi Samtök iðnaðarins áhyggjur af áherslu ríkisstjórnarinnar á orkuskipti og þeim lögum og markmiðum sem sett hafa verið, að þá sé tilefni til að beina þeim áhyggjum beint til stjórnmálanna. Því það er ekki hlutverk stofnana að móta slíka áherslur. Við erum að fylgja þeim í okkar vinnu.“ Sigurður segir í grein sinni að orkumálastjóri dragi fyrirtæki í dilka með því að stilla upp venjulegum fyrirtækjum gegn orkufrekum iðnaði, líkt gert er í nýárspistli hennar. Halla segist með þessu vera að draga fram mismunandi stöðu þeirra gagnvart mögulegum orkuskorti. „Við erum annars vegar hér á landi með stóra raforkunotendur sem nota um áttatíu prósent af orkunni og þetta eru notendur sem eru með langtímasamninga um mjög mikið magn af orku. Og það er mikilvægt að átta sig á því að frumvarp um vernd á orkuöryggi almennings snýr ekki að því að hrófla við þeim samningum sem nú eru í gildi,“ segir Halla. „Síðan erum við að tala um venjuleg fyrirtæki, sem birtast okkur í til dæmis Kringlunni eða í Skeifunni, múrarar, pípulagningamenn og aðrir, bara hefðbundin atvinnustarfsemi. Það eru um fimmtán prósent af orkunotkun og þetta eru aðilar sem eru í annarri samningsstöðu. Fólk sem rekur fyrirtæki og treystir bara á stöðugt aðgengi að raforku á hagkvæmu verði í sínum viðskiptum. Svo eru þar heimilin, sem eru með um fimm prósent hluta, og þar erum við líka að tala um allt aðra samningsstöðu, líkt og hjá smærri fyrirtækjum, heldur en hjá þessum stærri notendum.“ Forgangsatriði að afgreiða frumvarpið Orkuskortur til skemmri tíma verði ekki leystur með virkjunum sem taki nokkur ár í framkvæmd og Halla vonar að Alþingi afgreiði frumvarp sem tryggi orkuöryggi heimila og smærri fyrirtækja sem allra fyrst. „Það er gríðarlega mikilvægt að það sé sett í forgang að klára það mál. Það skiptir máli að setja varnagla þannig að orkuöryggi þessa hóps verði tryggt.“
Orkuskipti Orkumál Alþingi Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Fleiri fréttir Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Sjá meira