Áramótum fagnað víða um land: Brenna á Eyrarbakka en engin í Kópavogi Helena Rós Sturludóttir og Eiður Þór Árnason skrifa 31. desember 2023 14:25 Áramótabrennur draga marga að. vísir/vilhelm Áramótabrennur verða með hefðbundnum hætti ár en þó ekki í Kópavogi og Hafnarfirði, þar sem engar brennur verða. Íbúar segja margir hverjir þetta svekkjandi. Í kvöld verða áramótabrennur tendraðar á tíu stöðum í Reykjavík. Tvær í Garðabæ, ein á Seltjarnarnesi og ein í Mosfellsbæ. Í Kópavogi og Hafnarfirði verða hins vegar engar brennur. Einnig verður áramótabrenna á Akureyri, á Selfossi, Eyrarbakka og Stokkseyri, í Neskaupstað, á fjórum stöðum í Múlaþingi og í Skagafirði svo nokkrir staðir séu nefndir. Fréttamaður fór á stúfana í Hafnarfirði og Kópavogi og athugaði hvernig þessi breyting leggist í bæjarbúa. , Nú eru engar áramótabrennur í Kópavogi, hefur það áhrif á ykkur? „Nei, ekki þannig. Það hefði kannski verið gaman að fara með krakkanna en ég vissi satt best að segja vissi ekki einu sinni af því,“ segir Jón Gunnar Kristjánsson, íbúi í Kópavogi. Ósáttur með breytinguna Gísli Rúnar Guðmundsson tekur í annan streng og sér á eftir brennunni í Kópavogi sem hann segir skemmtilega hefð sem hann vilji halda í. „Ég er bara mjög sjokkeraður yfir því, það er mikil hefð að fara á brennur og ætli við förum ekki inn á Ægissíðu.” Arnór Guðmundsson kippir sér hins vegar lítið upp við þetta. Ferðu gjarnan ekki á brennur? „Jú bara stundum þegar ég er í stuði sko en ekkert alltaf.“ Aðallega gert fyrir börnin Guðrún Elsa Tryggvadóttir, íbúi í Kópavogi segir þessa breytingu ekki hafa áhrif á fjölskylduna en þar spili inn í aldur sonar síns. “Við erum með svo lítið barn að hann hefur ekki áhuga á þessu núna. Kannski myndi það gera það ef hann væri aðeins eldri.” Emil Alfreð Emilsson lét sig brennurnar í Hafnarfirði lítið varða en Ugla Margrét kaus að tjá sig sem minnst um málið. Saga Úlfarsdóttir, íbúi í Hafnarfirði segir fjölskylduna vera á leiðinni upp í sveit og brennuleysi í Hafnarfirði breyti því litlu fyrir þau þetta árið. Henning Henningsson, íbúi í Hafnarfirði segir þetta hafa lítil áhrif á sig þar sem hann hafi lítið farið á brennur undanfarin ár. „Svo þetta er bara allt í góðu fyrir okkur.“ Ása Karen Hólm tekur undir og segir þetta hafi ekki verið hluti af áramótahefð fjölskyldunnar undanfarin ár. „Meira þegar við vorum með minni börn en ég skil þau sem eru ekki með börn, að þau sjái á eftir þessu.“ Áramót Kópavogur Hafnarfjörður Árborg Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Fleiri fréttir Kynnir stóran pakka um fjölmiðla í næstu viku Lækningastjóri undirbýr starfsemi nýs Landspítala Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Sjá meira
Einnig verður áramótabrenna á Akureyri, á Selfossi, Eyrarbakka og Stokkseyri, í Neskaupstað, á fjórum stöðum í Múlaþingi og í Skagafirði svo nokkrir staðir séu nefndir. Fréttamaður fór á stúfana í Hafnarfirði og Kópavogi og athugaði hvernig þessi breyting leggist í bæjarbúa. , Nú eru engar áramótabrennur í Kópavogi, hefur það áhrif á ykkur? „Nei, ekki þannig. Það hefði kannski verið gaman að fara með krakkanna en ég vissi satt best að segja vissi ekki einu sinni af því,“ segir Jón Gunnar Kristjánsson, íbúi í Kópavogi. Ósáttur með breytinguna Gísli Rúnar Guðmundsson tekur í annan streng og sér á eftir brennunni í Kópavogi sem hann segir skemmtilega hefð sem hann vilji halda í. „Ég er bara mjög sjokkeraður yfir því, það er mikil hefð að fara á brennur og ætli við förum ekki inn á Ægissíðu.” Arnór Guðmundsson kippir sér hins vegar lítið upp við þetta. Ferðu gjarnan ekki á brennur? „Jú bara stundum þegar ég er í stuði sko en ekkert alltaf.“ Aðallega gert fyrir börnin Guðrún Elsa Tryggvadóttir, íbúi í Kópavogi segir þessa breytingu ekki hafa áhrif á fjölskylduna en þar spili inn í aldur sonar síns. “Við erum með svo lítið barn að hann hefur ekki áhuga á þessu núna. Kannski myndi það gera það ef hann væri aðeins eldri.” Emil Alfreð Emilsson lét sig brennurnar í Hafnarfirði lítið varða en Ugla Margrét kaus að tjá sig sem minnst um málið. Saga Úlfarsdóttir, íbúi í Hafnarfirði segir fjölskylduna vera á leiðinni upp í sveit og brennuleysi í Hafnarfirði breyti því litlu fyrir þau þetta árið. Henning Henningsson, íbúi í Hafnarfirði segir þetta hafa lítil áhrif á sig þar sem hann hafi lítið farið á brennur undanfarin ár. „Svo þetta er bara allt í góðu fyrir okkur.“ Ása Karen Hólm tekur undir og segir þetta hafi ekki verið hluti af áramótahefð fjölskyldunnar undanfarin ár. „Meira þegar við vorum með minni börn en ég skil þau sem eru ekki með börn, að þau sjái á eftir þessu.“
Áramót Kópavogur Hafnarfjörður Árborg Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Fleiri fréttir Kynnir stóran pakka um fjölmiðla í næstu viku Lækningastjóri undirbýr starfsemi nýs Landspítala Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Sjá meira