Lífið

Tom Wilkinson látinn

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Hann lést skyndilega á heimili sínu í dag.
Hann lést skyndilega á heimili sínu í dag. EPA/Facundo Arrizabalaga

Breski leikarinn Tom Wilkinson er látinn. Hann er frægur fyrir hlutverk sín í myndum á borð við The Full Monty, Shakespeare in Love og The Best Exotic Marigold Hotel. Hann var 75 ára að aldri.

Tom lést á heimili sínu með eiginkonu sína og fjölskyldu hjá sér í dag, samkvæmt tilkynningu frá fjölskyldunni. Hann hlaut hin bresku BAFTA verðlaun fyrir leik sinn í söngleikjamyndinni The Full Monty og var tilnefndur til verðlaunanna 6 sinnum yfir ferilinn. Hann hlaut einnig tvær tilnefningar til Óskarsverðlaunanna.

Tom var fæddur í Leedsborg á Englandi en flutti til Kanada og svo Cornwall í æsku. Hann fann ástríðu sína fyrir leiklist átján ára gamall þegar hann var beðinn um að leikstýra leikriti.

Hann hlaut Emmy-verðlaun fyrir að fara með hlutverk bandaríska stjórnmálamannsins Benjamin Franklin árið 2008. Hann fór einnig með hlutverk Lyndon B. Johnson bandaríkjaforseta í myndinni Selma og lék í myndunum The Grand Budapest Hotel og Girl with a Pearl Earring.

„Það er með sorg í hjarta sem fjölskylda Tom Wilkinson tilkynnir að hann hafi látist skyndilega á heimili sínu þann 30. desember. Eiginkona hans og fjölskylda voru hjá honum,“ segir í tilkynningu frá fjölskyldu hans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.