Nýja forsetahöllin sprettur upp Jakob Bjarnar skrifar 29. desember 2023 13:37 Guðni byggir. Forsetahöll hans rís nú meðan menn bíða þess í offvæni að hann lýsi nánar fyrirætlunum sínum í komandi áramótaávarpi. vísir/vilhelm/arnar Guðni Th. Jóhannesson, forseti íslenska lýðveldisins, er að reisa höll undir sig og fjölskyldu sína og miðar byggingu hennar vel. Ljóst er að um mikla glæsibyggingu er að ræða á einum besta stað landsins sem er nýtt einbýlishúsahverfi sem liggur á mótum Hafnarfjarðar og Garðabæjar. Þannig er stutt í allar áttir fyrir Guðna að fara, hvort heldur er á Bessastaði eða á forsetaskrifstofuna við Sóleyjargötu. Forsetahöllin rís en ekki var unnið við húsið í dag þegar ljósmyndari Vísis var þar á ferð.vísir/arnar Húsið stendur við götu sem fengið hefur nafnið Steinprýði, hús Guðna er númer 17 og stendur við enda götunar. Guðni fékk eina stærstu lóðina við götuna og er hún ekkert smáræði. Lóðin við hliðina er til sölu og er sett á hana eina og sér 60 milljónir. Sú lóð er 1,275 m2, lóð Guðna er talsvert stærri eða 1.619 m2 þannig að hún er verðmætari sem þá því nemur. Hér getur að líta skipulag hverfisins. Númer 17 er endahús við Steinprýði. Að því gefnu að Guðni hafi greitt sambærilegt verð fyrir sína lóð og sett er á númer 15 hefur hann greitt um það bil 76 milljónir króna fyrir lóðina. En þetta er áætlun. Þó hús Guðna sé nánast í bakgarði norðurbæjar Hafnarfjarðar, í hrauninu þar, tilheyrir Steinprýði Garðabæ og það var einmitt á fundi bæjarráðs Garðabæjar í maí á þessu ári sem samþykkt var að veita Guðna leyfi til að byggja einbýlishús á reitnum. Hér má sjá staðsetningu vegarins Steinprýði sem liggur alveg við Hafnarfjörðinn en tilheyrir þó Garðabæ.Loftmyndir Það hvort Guðni gefur kost á sér til endurkjörs til forseta Íslands mun svo liggja fyrir í nýársávarpi hans eftir þrjá daga – fyrr ekki eins og fram kom í svari hans við fyrirspurn Vísis. Húsið minnir eilítið á virki og er í burstabæjarstíl. Þarna má sjá svalir þar sem Guðni getur farið og veifað til fjöldans, ef svo ber undir.vísir/arnar Húsið er á besta stað á mótum Hafnarfjarðar og Garðabæjar, stendur við Álftanesafleggjarann.vísir/arnar Forseti Íslands Hús og heimili Húsnæðismál Guðni Th. Jóhannesson Garðabær Tengdar fréttir Veltir framboði til forseta fyrir sér Páll Pálsson eigandi Pálsson fasteignasölu íhugar forsetaframboð. Hann vonast til þess að Guðni Th. Jóhannesson tilkynni framboð í ávarpi sínu á Nýársdag því sjálfur hafði Páll áætlað framboð eftir fjögur ár. 18. desember 2023 15:49 „Guðni var búinn að panta bikarinn á Bessastaði“ Elín Jóna Þorsteinsdóttir hefur verið á meðal betri leikmanna Íslands á HM kvenna í handbolta en Ísland lýkur keppni í kvöld. Sigri liðið Kongó verður bikar með í farteskinu heim til Íslands, svokallaður Forsetabikar. 13. desember 2023 08:31 Guðni þögull sem gröfin fram á nýársdag Forseti Íslands ætlar ekki að upplýsa um áform sín í embætti fyrr en í árlegu áramótaávarpi sínu. Þetta segir forsetinn í skriflegu svari til fréttastofu. 7. desember 2023 15:34 Mest lesið Verkföll hafin í sex skólum Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira
Ljóst er að um mikla glæsibyggingu er að ræða á einum besta stað landsins sem er nýtt einbýlishúsahverfi sem liggur á mótum Hafnarfjarðar og Garðabæjar. Þannig er stutt í allar áttir fyrir Guðna að fara, hvort heldur er á Bessastaði eða á forsetaskrifstofuna við Sóleyjargötu. Forsetahöllin rís en ekki var unnið við húsið í dag þegar ljósmyndari Vísis var þar á ferð.vísir/arnar Húsið stendur við götu sem fengið hefur nafnið Steinprýði, hús Guðna er númer 17 og stendur við enda götunar. Guðni fékk eina stærstu lóðina við götuna og er hún ekkert smáræði. Lóðin við hliðina er til sölu og er sett á hana eina og sér 60 milljónir. Sú lóð er 1,275 m2, lóð Guðna er talsvert stærri eða 1.619 m2 þannig að hún er verðmætari sem þá því nemur. Hér getur að líta skipulag hverfisins. Númer 17 er endahús við Steinprýði. Að því gefnu að Guðni hafi greitt sambærilegt verð fyrir sína lóð og sett er á númer 15 hefur hann greitt um það bil 76 milljónir króna fyrir lóðina. En þetta er áætlun. Þó hús Guðna sé nánast í bakgarði norðurbæjar Hafnarfjarðar, í hrauninu þar, tilheyrir Steinprýði Garðabæ og það var einmitt á fundi bæjarráðs Garðabæjar í maí á þessu ári sem samþykkt var að veita Guðna leyfi til að byggja einbýlishús á reitnum. Hér má sjá staðsetningu vegarins Steinprýði sem liggur alveg við Hafnarfjörðinn en tilheyrir þó Garðabæ.Loftmyndir Það hvort Guðni gefur kost á sér til endurkjörs til forseta Íslands mun svo liggja fyrir í nýársávarpi hans eftir þrjá daga – fyrr ekki eins og fram kom í svari hans við fyrirspurn Vísis. Húsið minnir eilítið á virki og er í burstabæjarstíl. Þarna má sjá svalir þar sem Guðni getur farið og veifað til fjöldans, ef svo ber undir.vísir/arnar Húsið er á besta stað á mótum Hafnarfjarðar og Garðabæjar, stendur við Álftanesafleggjarann.vísir/arnar
Forseti Íslands Hús og heimili Húsnæðismál Guðni Th. Jóhannesson Garðabær Tengdar fréttir Veltir framboði til forseta fyrir sér Páll Pálsson eigandi Pálsson fasteignasölu íhugar forsetaframboð. Hann vonast til þess að Guðni Th. Jóhannesson tilkynni framboð í ávarpi sínu á Nýársdag því sjálfur hafði Páll áætlað framboð eftir fjögur ár. 18. desember 2023 15:49 „Guðni var búinn að panta bikarinn á Bessastaði“ Elín Jóna Þorsteinsdóttir hefur verið á meðal betri leikmanna Íslands á HM kvenna í handbolta en Ísland lýkur keppni í kvöld. Sigri liðið Kongó verður bikar með í farteskinu heim til Íslands, svokallaður Forsetabikar. 13. desember 2023 08:31 Guðni þögull sem gröfin fram á nýársdag Forseti Íslands ætlar ekki að upplýsa um áform sín í embætti fyrr en í árlegu áramótaávarpi sínu. Þetta segir forsetinn í skriflegu svari til fréttastofu. 7. desember 2023 15:34 Mest lesið Verkföll hafin í sex skólum Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira
Veltir framboði til forseta fyrir sér Páll Pálsson eigandi Pálsson fasteignasölu íhugar forsetaframboð. Hann vonast til þess að Guðni Th. Jóhannesson tilkynni framboð í ávarpi sínu á Nýársdag því sjálfur hafði Páll áætlað framboð eftir fjögur ár. 18. desember 2023 15:49
„Guðni var búinn að panta bikarinn á Bessastaði“ Elín Jóna Þorsteinsdóttir hefur verið á meðal betri leikmanna Íslands á HM kvenna í handbolta en Ísland lýkur keppni í kvöld. Sigri liðið Kongó verður bikar með í farteskinu heim til Íslands, svokallaður Forsetabikar. 13. desember 2023 08:31
Guðni þögull sem gröfin fram á nýársdag Forseti Íslands ætlar ekki að upplýsa um áform sín í embætti fyrr en í árlegu áramótaávarpi sínu. Þetta segir forsetinn í skriflegu svari til fréttastofu. 7. desember 2023 15:34