Breytir ekki fyrirkomulagi við lokunarpósta þrátt fyrir þjófnað Lovísa Arnardóttir skrifar 27. desember 2023 11:59 Úlfar Lúðvíksson er lögreglustjóri á Suðurnesjum. Vísir/Baldur Lögreglustjórinn á Suðurnesjum ætlar ekki að breyta verklagi við lokunarpósta inn í Grindavík þrátt fyrir þjófnað um jólin. Bærinn er opinn fyrir íbúa og verður fyrirkomulagið endurmetið á föstudag. „Veðurstofan er að uppfæra hjá sér hættumatið á föstudaginn. Hugsanlega gerir hún það fyrr. Maður getur ekki sagt til um en miðað við stöðuna í dag er þetta fyrirkomulag óbreytt,“ segir Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, og að gildandi hættumat sé í gildi til sex á föstudag. „Við þurfum bara að sjá til en að öllu óbreyttu þá kemur þetta til endurskoðunar seint á föstudag. Gildandi hættumat gildir til klukkan sex á föstudag þannig við verðum bara að sjá til og bíða.“ Hann segir að um jólin hafi verið dvalið í um 70 til 80 íbúðum í Grindavík og almennt hafi gengið mjög vel. Gengið vel frá rýmingu „Það er auðvitað hættuástand þannig fólk þarf að hafa það í huga þegar það heimsækir heimabæinn sinn,“ segir Úlfar en tekur þó fram að frá því að bærinn var rýmdur í nóvember hafi almennt gengið vel. „Frá 10. nóvember hefur bara gengið vel og í raun og veru ekkert farið úrskeiðis. Það eru auðvitað fáir í bænum hafa verið, og vandræðagangur lítill.“ Tveimur gaskútum og gasábreiðu var þó stolið á heimili í Grindavík yfir jólin. Úlfar segir þetta ekki tilefni til að breyta verklagi við lokunarpósta. Þeir eru alls þrír og eru mannaðir lögreglumönnum sem fylgjast með þeim sem fara inn í bæinn, en skrá ekki niður nöfn eða kennitölur. „En það er samtal tekið við þann sem fer í gegn og þá sem eru í bílnum. Ég er ekki að fara að breyta fyrirkomulagi á lokunarpóstum að öðru leyti til en að við förum yfir þessi mál með þeim sem þar starfa. Og leggjum áherslu á að það sé vel fylgst með þeim sem fara inn. En við erum ekki að fara að taka niður kennitölur eða nöfn að svo stöddu.“ Hann segist skilja að fólk sé ósátt við þjófnað en að hann ætli ekki að breyta fyrirkomulaginu. Skráning myndi tefja og einhverjir gætu verið ósáttir við það. „Þetta hefur gengið vel hingað til og ég vona að svo verði áfram. Og ef ekki þá er fyrst tilefni til að breyta fyrirkomulaginu,“ segir Úlfar að lokum. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Lögreglumál Tengdar fréttir Taka sér frí frá flugeldum Björgunarsveitin Þorbjörn í Grindavík hefur ákveðið að selja enga flugelda þessi áramótin. Flugeldasalan hefur verið langstærsta fjáröflun Þorbjörns síðustu áratugina og algjör lykilþáttur í okkar rekstri. 27. desember 2023 09:52 Altjón við Víkurbraut þar sem boltar renna eftir gólfinu Sigurður Óli Þórleifsson íbúi í Grindavík sýndi fréttamönnum TV2 í Noregi stöðuna á húsinu sínu við Víkurbraut í Grindavík á dögunum. Gólfið hallar svo mikið að boltar rúlla eftir því. Um er að ræða altjón samkvæmt Náttúruhamfaratryggingum Íslands. 27. desember 2023 08:10 „Leitaði að Íslendingalegu og vel treystandi fólki á flugvellinum“ „Þá fór þetta þannig fram að maður tók myndir á svart hvíta filmu en skrifaði fréttina á ritvél, eða einfaldlega handskrifaði hana á pappír. Fréttina og filmuna setti maður síðan í umslag, fór á Kastrup og leitaði að Íslendingalegu og vel treystandi fólki á flugvellinum og bað það um að flytja umslagið með sér heim,“ segir Þórir Guðmundsson þegar hann rifjar upp hvernig blaðamannastarfið fór fram í upphafi. 26. desember 2023 08:01 Unnu þrívíddarmódel sem veitir upplýsingar um skemmdir í Grindavík Myndmælingateymi verkfræðistofunnar EFLU hefur lokið við þrívíddarmódel af Grindavík. Módelin gefa haldbæra mynd af ástandi fasteigna og mannvirkja í Grindavík. 25. desember 2023 19:46 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
„Veðurstofan er að uppfæra hjá sér hættumatið á föstudaginn. Hugsanlega gerir hún það fyrr. Maður getur ekki sagt til um en miðað við stöðuna í dag er þetta fyrirkomulag óbreytt,“ segir Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, og að gildandi hættumat sé í gildi til sex á föstudag. „Við þurfum bara að sjá til en að öllu óbreyttu þá kemur þetta til endurskoðunar seint á föstudag. Gildandi hættumat gildir til klukkan sex á föstudag þannig við verðum bara að sjá til og bíða.“ Hann segir að um jólin hafi verið dvalið í um 70 til 80 íbúðum í Grindavík og almennt hafi gengið mjög vel. Gengið vel frá rýmingu „Það er auðvitað hættuástand þannig fólk þarf að hafa það í huga þegar það heimsækir heimabæinn sinn,“ segir Úlfar en tekur þó fram að frá því að bærinn var rýmdur í nóvember hafi almennt gengið vel. „Frá 10. nóvember hefur bara gengið vel og í raun og veru ekkert farið úrskeiðis. Það eru auðvitað fáir í bænum hafa verið, og vandræðagangur lítill.“ Tveimur gaskútum og gasábreiðu var þó stolið á heimili í Grindavík yfir jólin. Úlfar segir þetta ekki tilefni til að breyta verklagi við lokunarpósta. Þeir eru alls þrír og eru mannaðir lögreglumönnum sem fylgjast með þeim sem fara inn í bæinn, en skrá ekki niður nöfn eða kennitölur. „En það er samtal tekið við þann sem fer í gegn og þá sem eru í bílnum. Ég er ekki að fara að breyta fyrirkomulagi á lokunarpóstum að öðru leyti til en að við förum yfir þessi mál með þeim sem þar starfa. Og leggjum áherslu á að það sé vel fylgst með þeim sem fara inn. En við erum ekki að fara að taka niður kennitölur eða nöfn að svo stöddu.“ Hann segist skilja að fólk sé ósátt við þjófnað en að hann ætli ekki að breyta fyrirkomulaginu. Skráning myndi tefja og einhverjir gætu verið ósáttir við það. „Þetta hefur gengið vel hingað til og ég vona að svo verði áfram. Og ef ekki þá er fyrst tilefni til að breyta fyrirkomulaginu,“ segir Úlfar að lokum.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Lögreglumál Tengdar fréttir Taka sér frí frá flugeldum Björgunarsveitin Þorbjörn í Grindavík hefur ákveðið að selja enga flugelda þessi áramótin. Flugeldasalan hefur verið langstærsta fjáröflun Þorbjörns síðustu áratugina og algjör lykilþáttur í okkar rekstri. 27. desember 2023 09:52 Altjón við Víkurbraut þar sem boltar renna eftir gólfinu Sigurður Óli Þórleifsson íbúi í Grindavík sýndi fréttamönnum TV2 í Noregi stöðuna á húsinu sínu við Víkurbraut í Grindavík á dögunum. Gólfið hallar svo mikið að boltar rúlla eftir því. Um er að ræða altjón samkvæmt Náttúruhamfaratryggingum Íslands. 27. desember 2023 08:10 „Leitaði að Íslendingalegu og vel treystandi fólki á flugvellinum“ „Þá fór þetta þannig fram að maður tók myndir á svart hvíta filmu en skrifaði fréttina á ritvél, eða einfaldlega handskrifaði hana á pappír. Fréttina og filmuna setti maður síðan í umslag, fór á Kastrup og leitaði að Íslendingalegu og vel treystandi fólki á flugvellinum og bað það um að flytja umslagið með sér heim,“ segir Þórir Guðmundsson þegar hann rifjar upp hvernig blaðamannastarfið fór fram í upphafi. 26. desember 2023 08:01 Unnu þrívíddarmódel sem veitir upplýsingar um skemmdir í Grindavík Myndmælingateymi verkfræðistofunnar EFLU hefur lokið við þrívíddarmódel af Grindavík. Módelin gefa haldbæra mynd af ástandi fasteigna og mannvirkja í Grindavík. 25. desember 2023 19:46 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
Taka sér frí frá flugeldum Björgunarsveitin Þorbjörn í Grindavík hefur ákveðið að selja enga flugelda þessi áramótin. Flugeldasalan hefur verið langstærsta fjáröflun Þorbjörns síðustu áratugina og algjör lykilþáttur í okkar rekstri. 27. desember 2023 09:52
Altjón við Víkurbraut þar sem boltar renna eftir gólfinu Sigurður Óli Þórleifsson íbúi í Grindavík sýndi fréttamönnum TV2 í Noregi stöðuna á húsinu sínu við Víkurbraut í Grindavík á dögunum. Gólfið hallar svo mikið að boltar rúlla eftir því. Um er að ræða altjón samkvæmt Náttúruhamfaratryggingum Íslands. 27. desember 2023 08:10
„Leitaði að Íslendingalegu og vel treystandi fólki á flugvellinum“ „Þá fór þetta þannig fram að maður tók myndir á svart hvíta filmu en skrifaði fréttina á ritvél, eða einfaldlega handskrifaði hana á pappír. Fréttina og filmuna setti maður síðan í umslag, fór á Kastrup og leitaði að Íslendingalegu og vel treystandi fólki á flugvellinum og bað það um að flytja umslagið með sér heim,“ segir Þórir Guðmundsson þegar hann rifjar upp hvernig blaðamannastarfið fór fram í upphafi. 26. desember 2023 08:01
Unnu þrívíddarmódel sem veitir upplýsingar um skemmdir í Grindavík Myndmælingateymi verkfræðistofunnar EFLU hefur lokið við þrívíddarmódel af Grindavík. Módelin gefa haldbæra mynd af ástandi fasteigna og mannvirkja í Grindavík. 25. desember 2023 19:46