Greint er frá tíðindunum á Facebook-síðu Þorbjörns.
„Á seinni hluta ársins 2023 höfum við tekist á við stærstu gróðurelda á Íslandi, rýmingu Grindavíkur í kjölfar jarðskjálfta og svo tvö eldgos auk annarra hefðbundinna verkefna björgunarsveita,“ segir í tilkynningunni.
„Við teljum það ekki forsvaranlegt að leggja meiri vinnu á okkar félagsmenn og tímabært að hvíla mannskapinn fyrir komandi verkefni, hver svo sem þau kunna að verða. Að baki eru þúsundir vinnustunda í þessum verkefnum við erfiðar og skrítnar aðstæður og verður hvíldin því kærkomin.“
Þeir sem vilja styrkja sveitina með millifærslu geti lagt inn á sveitina. Fyrir alla sem hyggja á flugeldakaup þá hvetjum við eindregið til þess að keyptir verða flugeldar hjá félögum okkar í öðrum björgunarsveitum á Suðurnesjum.
Björgunarsveitin Skyggnir, Vogum
Björgunarsveitin Suðurnes, Reykjanesbæ
Björgunarsveitin Sigurvon, Sandgerði
„Þessar sveitir hafa staðið þétt við bakið á okkur alla tíð og án þeirra getum við ekki verið. Eftirfarandi björgunarsveitir munu taka vel á móti ykkur á sölustöðum sínum sem opna þann 28. des n.k.. Að lokum viljum við þakka fyrir allan stuðninginn síðustu vikurnar en fjöldi fyrirtækja og einstaklinga hafa lagt okkur lið sem er ómetanlegt.“