Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu. Þar segir að viðkomandi hafi verið sleppt skömmu síðar. Rannsókn sé enn í fullum gangi vegna málsins.
Frekari upplýsingar verði ekki veittar að svo stöddu.
Í fréttatilkynningu frá lögreglu sem birt var í gær segir að heimilisfólk hafi verið á staðnum en enginn hafi slasast. Þá segir að lögregla hafi vopnast og verið með mikinn viðbúnað. Rannsókn málsins sé í fullum gangi.