Brjálað að gera í Skeifunni: „Alltaf eitthvað sem vantar“ Bjarki Sigurðsson og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 24. desember 2023 14:41 Margt var um manninn í verslun Hagkaupa í Skeifunni í dag. Vísir Þrátt fyrir að flestir reyni að klára jólaundirbúninginn tímanlega gerist það jafnan að eitthvað gleymist, sem þarf svo að redda á síðustu stundu. Margir eru eflaust í slíkum erindagjörðum í Skeifunni einmitt núna. Fréttamaður leit við í Hagkaup í Skeifunni um hádegi í dag og náði tali af Sigurði Reyndalsson framkvæmdastjóra Hagkaupa og nokkrum viðskiptavinum. „Þetta er svona hluti af jólunum hjá okkur kaupmönnum, þegar menn eru búnir að fara yfir uppskriftirnar á Þorláksmessu, þá er alltaf eitthvað sem vantar. Það gleymdist eitthvað eitt og tvennt og það rjúka allir út í búð,“ segir Sigurður. Hann segir sjaldan eins mikið að gera og á aðfangadag. En körfurnar eru þó ekki stórar. „Þetta er oft svona þrjú, fjögur atriði sem vantar í ísskápinn til þess að allt smelli saman,“ segir Sigurður. „Þannig að þetta er alltaf mikill hasar á þessum degi hjá okkur.“ Hvað er fólk einna helst að setja í körfurnar sínar? „Þetta er nú alls konar. Stundum vantar aðeins meiri rjóma. Og það gleymdist einhver kryddstaukurinn og einhver var búinn að klára laufabrauðið sem átti að vera með matnum á jóladag og svona. Þannig að þetta er öll flóran í því sem vantar á listann.“ Hvernig hafa jólin gengið hjá ykkur í ár? „Jólin eru búin að vera mjög, mjög góð. Þau eru sérstök á hverju ári eftir því hvernig vikudagarnir raðast. Núna eru Þorláksmessa og aðfangadagur á laugardegi og sunnudegi. Þannig að verslunin var svolítið sterkari fyrri part viku hjá okkur núna. Eins og í gærkvöldi var ekki alveg dæmigerð Þorláksmessustemning þar sem að menn, greinilega af því að það er laugardagur, kláruðu innkaupin snemma og áttu rólegra kvöld.“ Skúringadót og súkkulaði Fréttamaður ræddi við nokkra viðskiptavini í Hagkaupum í dag og rýndi í innkaupakörfur þeirra. Ekki bar á miklu jólastressi og voru flestir þeirra búnir að kaupa síðustu jólagjöfina. „Við vorum nú reyndar bara ost og smá jógúrt,“ segir Andrea Guðmundsdóttir viðskiptavinur. Hún ætlar að bjóða upp á kalkúnabringu með góðri fyllingu og meðlæti í kvöld. Innkaup Bjarna Einarssonar voru heldur frábrugðin öðrum sem lögðu sér leið í Hagkaup í dag. „Ég var að kaupa skúringastöff og súkkulaði,“ segir hann. Aðspurður segir hann ekki möst að kaupa skúringadót á aðfangadegi. „Ég bara vakna snemma og gott að fá sér frískt loft. Það er svo gott veður úti.“ Hvað ertu með í matinn í kvöld? „Tengdó ræður þessu. Ég held það sé hamborgarhryggur. Hún er búin að vera með það í þrjátíu ár. En þetta eru síðustu jólin sem hún fær að ráða. Nú fæ ég að ráða. Nei!“ segir Bjarni og hlær. Loks náði fréttamaður tali af Svala Kaldalóns, fyrrverandi útvarpsmanni og núverandi leiðsögumanni. Hann var að ljúka við að kaupa síðustu jólagjöfina. „Það er alltaf ein sem er eftir, alltaf ein. Og smá pappír til þess að klára þegar maður uppgötvar á síðustu stundu að hann vantar. Þá fer maður á aðfangadag í Hagkaup.“ Og hvað er í matinn hjá ykkur? „Við ætlum að fara í naut og geyma saltaða kjötið þangað til síðast.“ Jól Matvöruverslun Verslun Reykjavík Mest lesið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Már Gunnars genginn út Lífið Barnastjarna bráðkvödd Bíó og sjónvarp Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Bíó og sjónvarp Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Lífið Dúnmjúk skinkuhorn með æðislegri fyllingu Matur Gefa út endurbætta útgáfu af íslenskum leik Leikjavísir Fleiri fréttir Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Sjá meira
Fréttamaður leit við í Hagkaup í Skeifunni um hádegi í dag og náði tali af Sigurði Reyndalsson framkvæmdastjóra Hagkaupa og nokkrum viðskiptavinum. „Þetta er svona hluti af jólunum hjá okkur kaupmönnum, þegar menn eru búnir að fara yfir uppskriftirnar á Þorláksmessu, þá er alltaf eitthvað sem vantar. Það gleymdist eitthvað eitt og tvennt og það rjúka allir út í búð,“ segir Sigurður. Hann segir sjaldan eins mikið að gera og á aðfangadag. En körfurnar eru þó ekki stórar. „Þetta er oft svona þrjú, fjögur atriði sem vantar í ísskápinn til þess að allt smelli saman,“ segir Sigurður. „Þannig að þetta er alltaf mikill hasar á þessum degi hjá okkur.“ Hvað er fólk einna helst að setja í körfurnar sínar? „Þetta er nú alls konar. Stundum vantar aðeins meiri rjóma. Og það gleymdist einhver kryddstaukurinn og einhver var búinn að klára laufabrauðið sem átti að vera með matnum á jóladag og svona. Þannig að þetta er öll flóran í því sem vantar á listann.“ Hvernig hafa jólin gengið hjá ykkur í ár? „Jólin eru búin að vera mjög, mjög góð. Þau eru sérstök á hverju ári eftir því hvernig vikudagarnir raðast. Núna eru Þorláksmessa og aðfangadagur á laugardegi og sunnudegi. Þannig að verslunin var svolítið sterkari fyrri part viku hjá okkur núna. Eins og í gærkvöldi var ekki alveg dæmigerð Þorláksmessustemning þar sem að menn, greinilega af því að það er laugardagur, kláruðu innkaupin snemma og áttu rólegra kvöld.“ Skúringadót og súkkulaði Fréttamaður ræddi við nokkra viðskiptavini í Hagkaupum í dag og rýndi í innkaupakörfur þeirra. Ekki bar á miklu jólastressi og voru flestir þeirra búnir að kaupa síðustu jólagjöfina. „Við vorum nú reyndar bara ost og smá jógúrt,“ segir Andrea Guðmundsdóttir viðskiptavinur. Hún ætlar að bjóða upp á kalkúnabringu með góðri fyllingu og meðlæti í kvöld. Innkaup Bjarna Einarssonar voru heldur frábrugðin öðrum sem lögðu sér leið í Hagkaup í dag. „Ég var að kaupa skúringastöff og súkkulaði,“ segir hann. Aðspurður segir hann ekki möst að kaupa skúringadót á aðfangadegi. „Ég bara vakna snemma og gott að fá sér frískt loft. Það er svo gott veður úti.“ Hvað ertu með í matinn í kvöld? „Tengdó ræður þessu. Ég held það sé hamborgarhryggur. Hún er búin að vera með það í þrjátíu ár. En þetta eru síðustu jólin sem hún fær að ráða. Nú fæ ég að ráða. Nei!“ segir Bjarni og hlær. Loks náði fréttamaður tali af Svala Kaldalóns, fyrrverandi útvarpsmanni og núverandi leiðsögumanni. Hann var að ljúka við að kaupa síðustu jólagjöfina. „Það er alltaf ein sem er eftir, alltaf ein. Og smá pappír til þess að klára þegar maður uppgötvar á síðustu stundu að hann vantar. Þá fer maður á aðfangadag í Hagkaup.“ Og hvað er í matinn hjá ykkur? „Við ætlum að fara í naut og geyma saltaða kjötið þangað til síðast.“
Jól Matvöruverslun Verslun Reykjavík Mest lesið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Már Gunnars genginn út Lífið Barnastjarna bráðkvödd Bíó og sjónvarp Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Bíó og sjónvarp Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Lífið Dúnmjúk skinkuhorn með æðislegri fyllingu Matur Gefa út endurbætta útgáfu af íslenskum leik Leikjavísir Fleiri fréttir Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Sjá meira