Bergkamp á tvö af tíu bestu mörkum allra tíma: Maradona og Messi efstir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. desember 2023 12:00 Dennis Bergkamp fagnar hér einu af mörkum sínum með Arsenal. Getty/Mark Leech Breska GQ blaðið hefur valið tuttugu bestu fótboltamörk allra tíma með hjálp frá fótboltasérfræðingum. Ein kona kemst á topp tíu listann en þar eru aftur á móti tvö mörk frá Hollendingum Dennis Bergkamp. Argentínskir snillingar skoruðu bestu mörk allra tíma. Besta mark allra tíma kemur eflaust fáum á óvart en það er mark Argentínumannsins Diego Maradona á móti Englendingum í átta liða úrslitum á HM í Mexíkó 1986. Maradona sólaði sig þá í gegnum alla ensku vörnina frá miðju og tryggði sínu liði sigurinn. Næstbesta markið skoraði landi hans Lionel Messi fyrir Barcelona á móti Getafe í spænsku deildinni í apríl 2007. Hann var þá bara tvítugur en lék sér að varnarmönnum Getafe með ótrúlegri boltatækni. Líkt og Maradona þá fékk hann boltann fyrir aftan miðju en sólaði sig alla leið upp völlinn og framhjá markverðinum áður en hann sendi boltann í markið. View this post on Instagram A post shared by British GQ (@britishgq) Þriðja flottasta markið hefur lengi verið í hávegum haft en það skoraði Hollendingurinn Marco van Basten með viðstöðulausu skoti upp í fjærhornið í úrslitaleik Evrópumótsins 1988. Van Basten teiknaði þá boltann yfir hinn frábæra sovéska markvörð Rinat Dasayev. Stórbrotið sigurmark Zinedine Zidane fyrir Real Madrid í úrslitaleik Meistaradeildarinnar 2002 er í fjórða sætinu en Frakkinn tók þá boltann viðstöðulaust á lofti og hamraði hann í markið. Dennis Bergkamp á tvö mörk á topp tíu listanum. Hann er í fimmta sætinu með markið sitt fyrir hollenska landsliðið á móti Argentínu á HM 1998 þar sem hann tók við langri sendingu á stórkostlegan hátt en eins á Bergkamp einnig markið í sjöunda sæti sem hann skoraði fyrir Arsenal á móti Newcastle. Bergkamp snéri þá boltanum í kringum varnarmann um leið og hann snéri sér að markinu. Inn á milli marka Bergkamp er eina konan á topp tíu listanum en þar situr hin enska Alessia Russo. Hún skoraði þá með hælnum á móti Svíum í undanúrslitum á EM kvenna sumarið 2022. Hin þrjú mörkin á topp tíu skoruðu Papiss Cissé (Newcastle á móti Chelsea 2012), Zlatan Ibrahimović (Svíþjóð á móti Englandi 2012) og Paul Gascoigne (England á móti Skotlandi á EM 1996). Elsta markið á topp tuttugu listanum er mark Brasilíumannsins Carlos Alberto í úrslitaleik HM 1970 og það yngsta er svo mark Alessia Russo, sem hún skoraði í júlí 2022. Það má sjá greinina um tuttugu flottustu mörkin með því að smella hér. Fótbolti Mest lesið McGregor sakaður um nauðgun Sport Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Enski boltinn Aron Einar valinn en enginn Gylfi í hópnum Fótbolti „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Íslenski boltinn „Ung ég hefði verið í andlegu áfalli“ Sport FIFA hótar félögunum stórum sektum Fótbolti Segir æðislegt að fá Aron til sín Handbolti Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Körfubolti Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Fleiri fréttir Bein útsending: Blaðamannafundur Víkings Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út Sjáðu þrennurnar hjá Díaz og Gyökeres og öll mörkin úr Meistaradeildinni Aron Einar valinn en enginn Gylfi í hópnum „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna FIFA hótar félögunum stórum sektum William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Sjá meira
Ein kona kemst á topp tíu listann en þar eru aftur á móti tvö mörk frá Hollendingum Dennis Bergkamp. Argentínskir snillingar skoruðu bestu mörk allra tíma. Besta mark allra tíma kemur eflaust fáum á óvart en það er mark Argentínumannsins Diego Maradona á móti Englendingum í átta liða úrslitum á HM í Mexíkó 1986. Maradona sólaði sig þá í gegnum alla ensku vörnina frá miðju og tryggði sínu liði sigurinn. Næstbesta markið skoraði landi hans Lionel Messi fyrir Barcelona á móti Getafe í spænsku deildinni í apríl 2007. Hann var þá bara tvítugur en lék sér að varnarmönnum Getafe með ótrúlegri boltatækni. Líkt og Maradona þá fékk hann boltann fyrir aftan miðju en sólaði sig alla leið upp völlinn og framhjá markverðinum áður en hann sendi boltann í markið. View this post on Instagram A post shared by British GQ (@britishgq) Þriðja flottasta markið hefur lengi verið í hávegum haft en það skoraði Hollendingurinn Marco van Basten með viðstöðulausu skoti upp í fjærhornið í úrslitaleik Evrópumótsins 1988. Van Basten teiknaði þá boltann yfir hinn frábæra sovéska markvörð Rinat Dasayev. Stórbrotið sigurmark Zinedine Zidane fyrir Real Madrid í úrslitaleik Meistaradeildarinnar 2002 er í fjórða sætinu en Frakkinn tók þá boltann viðstöðulaust á lofti og hamraði hann í markið. Dennis Bergkamp á tvö mörk á topp tíu listanum. Hann er í fimmta sætinu með markið sitt fyrir hollenska landsliðið á móti Argentínu á HM 1998 þar sem hann tók við langri sendingu á stórkostlegan hátt en eins á Bergkamp einnig markið í sjöunda sæti sem hann skoraði fyrir Arsenal á móti Newcastle. Bergkamp snéri þá boltanum í kringum varnarmann um leið og hann snéri sér að markinu. Inn á milli marka Bergkamp er eina konan á topp tíu listanum en þar situr hin enska Alessia Russo. Hún skoraði þá með hælnum á móti Svíum í undanúrslitum á EM kvenna sumarið 2022. Hin þrjú mörkin á topp tíu skoruðu Papiss Cissé (Newcastle á móti Chelsea 2012), Zlatan Ibrahimović (Svíþjóð á móti Englandi 2012) og Paul Gascoigne (England á móti Skotlandi á EM 1996). Elsta markið á topp tuttugu listanum er mark Brasilíumannsins Carlos Alberto í úrslitaleik HM 1970 og það yngsta er svo mark Alessia Russo, sem hún skoraði í júlí 2022. Það má sjá greinina um tuttugu flottustu mörkin með því að smella hér.
Fótbolti Mest lesið McGregor sakaður um nauðgun Sport Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Enski boltinn Aron Einar valinn en enginn Gylfi í hópnum Fótbolti „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Íslenski boltinn „Ung ég hefði verið í andlegu áfalli“ Sport FIFA hótar félögunum stórum sektum Fótbolti Segir æðislegt að fá Aron til sín Handbolti Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Körfubolti Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Fleiri fréttir Bein útsending: Blaðamannafundur Víkings Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út Sjáðu þrennurnar hjá Díaz og Gyökeres og öll mörkin úr Meistaradeildinni Aron Einar valinn en enginn Gylfi í hópnum „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna FIFA hótar félögunum stórum sektum William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Sjá meira