Ræddu samruna Warner og Paramount Samúel Karl Ólason skrifar 21. desember 2023 12:03 David Zaslav og Bob Bakish, æðstu yfirmenn Warner Bros. Discovery og Paramount. David Zaslav og Bob Bakish, æðstu yfirmenn Warner Bros. Discovery og Paramount funduðu í þessari viku um mögulegan samruna fyrirtækjanna tveggja. Forsvarsmenn Paramount vilja selja og forsvarsmenn Warner Bros leita að nýjum samruna. Engar formlegar viðræður eru sagðar hafa átt sér stað þótt forstjórarnir hafi talað um þetta sín í milli, samkvæmt frétt Wall Street Journal. Bæði fyrirtækin eru taldir risar á sviði fjölmiðla og framleiðslu afþreyingarefnis en Warner á til að mynda CNN, TNT HBO og fleiri stöðvar auk streymisveitunnar Max. Paramount á samnefnt kvikmyndaframleiðendafyrirtæki og fjölda sjónvarpsstöðvar eins og MTV, Comedy Central og CBS, auk þess sem fyrirtækið rekur streymisveituna Paramount +. Forsvarsmenn móðurfélags Paramount, sem heitir National Amusements, hafa verið að ræða mögulega sölu á félaginu og hafa meðal annars rætt við forsvarsmenn Skydance Media og RedBird Capital um möguleg kaup. Zaslav hefur á sama tíma sagt opinberlega að hann hafi áhuga á mögulegum samningi við Paramount. Sameinað félag ætti auðveldara með að berjast gegn yfirráðum fyrirtækja eins og Netflix og Amazon á streymismarkaði og veita Warner aðgang að miklu íþróttaefni í Bandaríkjunum. Sjá einnig: Streymisstríðið tekur stakkaskiptum WSJ segir líklegt að samkeppnisyfirvöld myndu setja sig gegn samruna Warner og Paramount. Í frétt CNBC segir að forsvarsmenn Comcast, sem á meðal annars NBC Universal, gætu verið tilbúnir til viðræðna um samruna við Warner Bros. Discovery. Universal er stærra félag en Paramount svo yfirvöld gætu haft meiri áhyggjur af slíkum samruna en honum fylgdu þó ekki miklar skuldir Paramount. Warner Bros. Discovery er einnig hlaðið skuldum eftir samruna Warner Bros. og Discovery. Zaslav hefur sagt upp þúsundum starfsmanna á undanförnum átján mánuðum og hætt við fjölmörg verkefni til að spara peninga. Þar á meðal eru verkefni sem voru nánast tilbúin. Síðasti samruni af sambærilegri stærð, samruni Disney og hluta Fox, átti sér stað í stjórnartíð Donalds Trump. Ríkisstjórn Joe Biden hefur lagt mun meira púður í að sporna gegn stórum samrunum vestanhafs. Bandaríkin Bíó og sjónvarp Hollywood Mest lesið „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Engar formlegar viðræður eru sagðar hafa átt sér stað þótt forstjórarnir hafi talað um þetta sín í milli, samkvæmt frétt Wall Street Journal. Bæði fyrirtækin eru taldir risar á sviði fjölmiðla og framleiðslu afþreyingarefnis en Warner á til að mynda CNN, TNT HBO og fleiri stöðvar auk streymisveitunnar Max. Paramount á samnefnt kvikmyndaframleiðendafyrirtæki og fjölda sjónvarpsstöðvar eins og MTV, Comedy Central og CBS, auk þess sem fyrirtækið rekur streymisveituna Paramount +. Forsvarsmenn móðurfélags Paramount, sem heitir National Amusements, hafa verið að ræða mögulega sölu á félaginu og hafa meðal annars rætt við forsvarsmenn Skydance Media og RedBird Capital um möguleg kaup. Zaslav hefur á sama tíma sagt opinberlega að hann hafi áhuga á mögulegum samningi við Paramount. Sameinað félag ætti auðveldara með að berjast gegn yfirráðum fyrirtækja eins og Netflix og Amazon á streymismarkaði og veita Warner aðgang að miklu íþróttaefni í Bandaríkjunum. Sjá einnig: Streymisstríðið tekur stakkaskiptum WSJ segir líklegt að samkeppnisyfirvöld myndu setja sig gegn samruna Warner og Paramount. Í frétt CNBC segir að forsvarsmenn Comcast, sem á meðal annars NBC Universal, gætu verið tilbúnir til viðræðna um samruna við Warner Bros. Discovery. Universal er stærra félag en Paramount svo yfirvöld gætu haft meiri áhyggjur af slíkum samruna en honum fylgdu þó ekki miklar skuldir Paramount. Warner Bros. Discovery er einnig hlaðið skuldum eftir samruna Warner Bros. og Discovery. Zaslav hefur sagt upp þúsundum starfsmanna á undanförnum átján mánuðum og hætt við fjölmörg verkefni til að spara peninga. Þar á meðal eru verkefni sem voru nánast tilbúin. Síðasti samruni af sambærilegri stærð, samruni Disney og hluta Fox, átti sér stað í stjórnartíð Donalds Trump. Ríkisstjórn Joe Biden hefur lagt mun meira púður í að sporna gegn stórum samrunum vestanhafs.
Bandaríkin Bíó og sjónvarp Hollywood Mest lesið „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira