Refsiábyrgð heilbrigðisstofnana orðin að lögum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 19. desember 2023 16:06 Frumvarp Willums Þórs Þórssonar um refsiábyrgð heilbrigðisstofnana er orðið að lögum. Vísir/Vilhelm Frumvarp Willums Þórs Þórðarsonar heilbrigðisráðherra um refsiábyrgð heilbrigðisstofnana og rannsóknir alvarlegra atvika hefur verið samþykkt á Alþingi. Markmið laganna er að auka öryggi sjúklinga og segir ráðherra þau marka tímamót. Greidd voru atkvæði um frumvarpið á þingi 16. desember, síðastliðinn laugardag. Fimmtíu og þrír greiddu atkvæði með frumvarpinu en tíu voru fjarverandi. Haft er eftir Willum í tilkynningu að breytingin marki tímamót. „Það hefur lengi verið kallað eftir [þessu] og að baki liggja sterk rök, skýr markmið og vönduð vinna. Þetta er réttlætismál sem snýr jafnframt að heilbrigðisstarfsfólki og sjúklingum og er án efa mikilvægt framfaraskref,“ er haft eftir Willum. Refsiábyrgð á hendur stofnunum frekar en einstaka starfsmönnum Meðal markmiða laganna er að auka öryggi sjúklinga, efla öryggismenningu innan heilbrigðiskerfisins og fækka alvarlegum atvikum. Þá eiga þau að bæta starfsumhverfi heilbrigðisstarfsmanna með því að skýra og auka réttaröryggi þeirra. Með lagasetningunni verður unnt að koma fram refsiábyrgð á hendur heilbrigðisstofnunum fremur en einstaka heilbrigðisstarfsmönnum ef margir samverkandi þættir eða rök atvika eru orsök alvarlegs atviks í heilbrigðisþjónustu. „Hingað til hafa rannsóknir alvarlegra atvika jafnan beinst að ábyrgð einstakra starfsmanna, þrátt fyrir að orsökina megi oftast rekja til kerfislægra þátta. Að sama skapi hefur refsiábyrgð einkum snúist um sök einstaklinga.“ Aðstæður ófullnægjandi Mál af þessu tagi sem vakti mikla athygli er mál hjúkrunarfræðings sem var ákærð fyrir að hafa orðið sjúklingi á geðdeild að bana árið 2021 með því að hafa neytt ofan í hann næringardrykk svo hann kafnaði. Fram kom við aðalmeðferð í málinu að aðstæður á geðdeild hafi verið ófullnægjandi þegar sjúklingurinn lést. Innri rannsókn spítalans hafi leitt í ljós að vaktin var undirmönnuð, mikið álag á starfsfólki, fyrirmæli skiluðu sér ekki og sjúklingurinn var ekki vistaður á heppilegum stað. Hjúkrunarfræðingurinn, Steina Árnadóttir, var sýknuð af ákæru fyrir manndráp í opinberu starfi og brot gegn lögum um heilbrigðismenn fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Alþingi Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Greidd voru atkvæði um frumvarpið á þingi 16. desember, síðastliðinn laugardag. Fimmtíu og þrír greiddu atkvæði með frumvarpinu en tíu voru fjarverandi. Haft er eftir Willum í tilkynningu að breytingin marki tímamót. „Það hefur lengi verið kallað eftir [þessu] og að baki liggja sterk rök, skýr markmið og vönduð vinna. Þetta er réttlætismál sem snýr jafnframt að heilbrigðisstarfsfólki og sjúklingum og er án efa mikilvægt framfaraskref,“ er haft eftir Willum. Refsiábyrgð á hendur stofnunum frekar en einstaka starfsmönnum Meðal markmiða laganna er að auka öryggi sjúklinga, efla öryggismenningu innan heilbrigðiskerfisins og fækka alvarlegum atvikum. Þá eiga þau að bæta starfsumhverfi heilbrigðisstarfsmanna með því að skýra og auka réttaröryggi þeirra. Með lagasetningunni verður unnt að koma fram refsiábyrgð á hendur heilbrigðisstofnunum fremur en einstaka heilbrigðisstarfsmönnum ef margir samverkandi þættir eða rök atvika eru orsök alvarlegs atviks í heilbrigðisþjónustu. „Hingað til hafa rannsóknir alvarlegra atvika jafnan beinst að ábyrgð einstakra starfsmanna, þrátt fyrir að orsökina megi oftast rekja til kerfislægra þátta. Að sama skapi hefur refsiábyrgð einkum snúist um sök einstaklinga.“ Aðstæður ófullnægjandi Mál af þessu tagi sem vakti mikla athygli er mál hjúkrunarfræðings sem var ákærð fyrir að hafa orðið sjúklingi á geðdeild að bana árið 2021 með því að hafa neytt ofan í hann næringardrykk svo hann kafnaði. Fram kom við aðalmeðferð í málinu að aðstæður á geðdeild hafi verið ófullnægjandi þegar sjúklingurinn lést. Innri rannsókn spítalans hafi leitt í ljós að vaktin var undirmönnuð, mikið álag á starfsfólki, fyrirmæli skiluðu sér ekki og sjúklingurinn var ekki vistaður á heppilegum stað. Hjúkrunarfræðingurinn, Steina Árnadóttir, var sýknuð af ákæru fyrir manndráp í opinberu starfi og brot gegn lögum um heilbrigðismenn fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.
Alþingi Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira