Handbolti

Læri­sveinar Guð­mundar höfðu betur í Ís­lendinga­slagnum

Siggeir Ævarsson skrifar
Elvar skoraði sjö mörk í dag en það dugði ekki til
Elvar skoraði sjö mörk í dag en það dugði ekki til Vísir/Getty

Boðið var upp á Íslendingaslag í danska handboltanum í dag þar sem lærisveinar Guðmundar Guðmundssonar í Fredericia HK sóttu Ribe-Esbjerg heim.

Íslendingarnir í liði Ribe-Esebjerg áttu báðir góðan leik en það dugði ekki til sigurs að þessu sinni. Elvar Ásgeirsson var markahæstur ásamt William Aar, en þeir skoruðu báðir sjö mörk. Þá varði Ágúst Elí Björgvinsson 16 skot í leiknum og skoraði eitt mark að auki.

Sigur í dag hefði verið dýrmætur fyrir heimamenn sem sitja í 4. sæti dönsku deildarinnar, þremur stigum frá næsta sæti og með jafn mörg stig og Mors-Thy sem sitja í því fimmta.

Fredericia HK leiddu með sex mörkum í hálfleik en seinni hálfleikur var mun betri hjá heimamönnum sem jöfnuðu leikinn 29-29 þegar tæpar fjórar mínútur voru eftir en gestirnir svöruðu að bragði og tryggðu sér það með sigurinn og mikilvæg stig í toppbaráttunni en Fredericia HK er í harðri baráttu um toppsætið við Álaborg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×