Innlent

Sparkaði í og kýldi lög­reglu­þjón

Árni Sæberg skrifar
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast í nótt.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast í nótt. Vísir/Vilhelm

Farþegi leigubíls sparkaði í og kýldi lögregluþjón eftir að hafa neitað að greiða fyrir farið í nótt.

Í dagbók lögreglu fyrir gærkvöldið og nóttina segir að leigubílstjóri hafi óskað eftir aðstoð lögreglu vegna þess að farþegi var tregur til að greiða fargjaldið. Þegar lögregla kom á vettvang hafi farþegin brugðist ókvæða við og sparkað í og kýlt lögregluþjóna. Hann hafi svo fengið annað far á lögreglustöð þar sem hann varði nóttinni.

Ók á skilti beint fyrir framan lögguna

Þá hafi lögreglumenn orðið vitni að því þegar ökumaður ók á skilti. Komið hafi í ljós að ökumaðurinn var ölvaður og án ökuréttinda. Hann hafi verið fluttur á lögreglustöð þar sem hjúkrunarfræðingur dró úr honum blóð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×