Grétar Sigfinnur dæmdur fyrir stórfelld skattsvik Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 15. desember 2023 22:58 Grétari Sigfinni verður gert að greiða tæpar 64 milljón krónur í sekt. Vísir/Vilhelm Knattspyrnumaðurinn fyrrverandi og fyrirliði KR, Grétar Sigfinnur Sigurðarson hefur verið dæmdur í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir stórfelld skattsvik. Honum hefur einnig verið gert að greiða tæpra 64 milljóna króna sekt til ríkissjóðs innan fjögurra vikna frá uppkvaðningu dómsins. Samkvæmt dómi sem birtur var fyrsta desember síðastliðinn stóð Grétar skil á efnislega röngum skattframtölum frá árunum 2018 til 2020 með því að hafa vanframtalið rúmlega 76 milljónir króna í tekjum og því komist hjá því að greiða tæplega 32 milljón krónur í skatt. Ásetningur eða stórfellt hirðuleysi Í dómnum kemur fram að í júlí ársins 2020 hafi Skattrannsóknarstjóri ríkisins hafið formlega rannsókn sem beindist að Grétari og tveimur einkahlutafélögum sem tengdust honum. Niðurstaða Skattrannsóknarstjóra var sú að greiðslur Grétars frá þessum einkahlutafélögum auk greiðslna frá íþróttafélagi sem hann starfaði fyrir hefðu verið vanframtaldar. Einnig kom fram í tilkynningu frá Skattrannsóknarstjóra sem beint var til ákærða 30. desember ársins 2020 að Skattrannsóknarstjóri teldi að þessi brot hefðu verið framin af ásetningi eða stórfelldu hirðuleysi og að þau gætu þar af leiðandi varðað hann refsiábyrgð. Játaði brotin Í maí ársins 2022 gaf Grétar framburðarskýrslu hjá héraðssaksóknara og í þeirri skýrslu sagðist hann ekki hafa framið brotin af ásetningi heldur að um mistök væri að ræða vegna skorts á yfirsýn á fyrirtækjarekstur. Einnig sagði hann að hann hefði í einlægni staðið í trú um að skattframtölin sín væru lögmæt og að hann hafi strax leitast við að standa skil á þeim skattgreiðslum sem honum og fyrirtækjum hans bæri að greiða. Grétar játaði brotin skýlaust og í dómi kemur fram að tekið hafi verið tillit til þess auk þess að hann hafi ekki áður gerst brotlegur við refsilög. Dómsmál Reykjavík Fótbolti Efnahagsbrot KR Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Sjá meira
Honum hefur einnig verið gert að greiða tæpra 64 milljóna króna sekt til ríkissjóðs innan fjögurra vikna frá uppkvaðningu dómsins. Samkvæmt dómi sem birtur var fyrsta desember síðastliðinn stóð Grétar skil á efnislega röngum skattframtölum frá árunum 2018 til 2020 með því að hafa vanframtalið rúmlega 76 milljónir króna í tekjum og því komist hjá því að greiða tæplega 32 milljón krónur í skatt. Ásetningur eða stórfellt hirðuleysi Í dómnum kemur fram að í júlí ársins 2020 hafi Skattrannsóknarstjóri ríkisins hafið formlega rannsókn sem beindist að Grétari og tveimur einkahlutafélögum sem tengdust honum. Niðurstaða Skattrannsóknarstjóra var sú að greiðslur Grétars frá þessum einkahlutafélögum auk greiðslna frá íþróttafélagi sem hann starfaði fyrir hefðu verið vanframtaldar. Einnig kom fram í tilkynningu frá Skattrannsóknarstjóra sem beint var til ákærða 30. desember ársins 2020 að Skattrannsóknarstjóri teldi að þessi brot hefðu verið framin af ásetningi eða stórfelldu hirðuleysi og að þau gætu þar af leiðandi varðað hann refsiábyrgð. Játaði brotin Í maí ársins 2022 gaf Grétar framburðarskýrslu hjá héraðssaksóknara og í þeirri skýrslu sagðist hann ekki hafa framið brotin af ásetningi heldur að um mistök væri að ræða vegna skorts á yfirsýn á fyrirtækjarekstur. Einnig sagði hann að hann hefði í einlægni staðið í trú um að skattframtölin sín væru lögmæt og að hann hafi strax leitast við að standa skil á þeim skattgreiðslum sem honum og fyrirtækjum hans bæri að greiða. Grétar játaði brotin skýlaust og í dómi kemur fram að tekið hafi verið tillit til þess auk þess að hann hafi ekki áður gerst brotlegur við refsilög.
Dómsmál Reykjavík Fótbolti Efnahagsbrot KR Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Sjá meira