Stærsti orkuframleiðandi heims þarf að setja sér mörk Guðrún Schmidt skrifar 15. desember 2023 14:31 Þjóð sem er langstærsti raforkuframleiðandi heims á íbúa þarf að læra að setja sér mörk. Þjóð sem tilheyrir þeim hópi þjóða sem eru með stærsta kolefnis- og vistspor á íbúa þarf að læra að setja sér mörk. Mikil upplýsingaóreiða og áróður um fleiri virkjanir brengla þá staðreynd að orkuskiptin án annarra breytinga duga ekki sem loftslagsaðgerðir. Að halda því fram að ef aðrar þjóðir hefðu farið eftir fordæmi Íslands í orkumálum væri líklegast ekki til loftslagsvandamál er því miður rangt. Rót vandans Við virkjum okkur ekki frá loftslagsvandanum. Því sá vandi er flókinn og margþættur og krefst heildrænnar nálgunar. Rót vandans er m.a. að mannkynið virðir ekki þolmörk Jarðar. Vísindamenn hafa skilgreint þolmörk níu lykilkerfa sem eru undirstaða stöðugra og heilbrigðra vistkerfa og gera Jörðina byggilega. Þetta eru: loftslagsbreytingar, súrnun sjávar, eyðing ósonlagsins, röskun á náttúrulegri hringrás niturs og fosfórs, ferskvatnsnotkun, landnotkun, tap á líffræðilegri fjölbreytni, loftmengun og efnamengun. Verði farið yfir þolmörk þessara kerfa aukast líkur á óafturkræfum breytingum á vistkerfum Jarðar. Þessi þolmörk tengjast og eru háð hvert öðru. Þegar farið er yfir ein þolmörk hefur það áhrif á önnur þolmörk. Í dag er ágangur á auðlindir Jarðar orðinn svo mikill að mannkynið hefur þegar farið yfir sex af þessum níu þolmörkum. Með því að leggja aðallega áherslu á að skipta út jarðefnaeldsneytisnotkun fyrir rafmagn höldum við áfram að fara yfir önnur þolmörk og jafnvel ganga enn lengra á þau t.d. með því að virkja á kostnað náttúrunnar. Við getum ekki náð árangri í loftslagsmálum með því að vinna áfram gegn náttúrunni. Það er ekki nóg að breyta okkar jarðefnaeldsneytisdrifna ósjálfbæra kerfi í raforkudrifið ósjálfbært kerfi heldur þarf nýtt kerfi að vera sjálfbært. Við verðum að hugsa í samhengi og setja mörk og stefnu á mörgum sviðum. Í umræðunni um orkuskiptin þarf t.d. að hugsa hvernig hægt er að rafvæða samgöngurnar án þess að eyðileggja meiri náttúru. Margtkemur hér til greina eins og orkusparnaður, bæta forgangsröðun í þágu almennings, hætta að selja orku í rafmyntagröft og bæta flutningskerfi. Þetta snýst ekki um orkukerfið eitt og sér. Þegar hugsað er um eftirspurn og framboð er mikilvægt að huga að því hvernig hægt er að minnka eftirspurnina. Fólkið á að stýra hagkerfinu en ekki öfugt. Róttækar breytingar á núverandi ósjálfbæru hagkerfi okkar er forsenda fyrir varanlegar og árangursríkar loftslagsaðgerðir. Mannkynið verður að tileinka sér þá hugsun að setja sér mörk til þess að halda lífi og athöfnum samfélaga innan þolmarka náttúrunnar. Ef eftirspurnin fer út fyrir þann ramma þá eigum við ekki að hlaupa gagnrýnislaus á eftir og hætta á að eyðileggja enn frekar lífsgrundvöll okkar sem er náttúran sjálf. Virkjum okkur sjálf Okkar þjóð er rík af auðlindum en okkur skortir öfluga náttúruvernd, aukinn jöfnuð, samstöðu, nægjusemi, raunhæfa framtíðarsýn og vilja til breytinga svo takast megi á við áskoranir samtímans. Við þurfum að virkja okkur sjálf, hugvit, samtakamátt, samkennd, ímyndunarafl, vilja til að skapa betra samfélag fyrir okkur öll. Loftslagsváin knýr fram breytingar. Hamfarir munu valda hörmulegum breytingum en með því að taka málin í okkar hendur og gera mikilvægar breytingar í okkar samfélögum núna getum við afstýrt verstu afleiðingunum. Gerum okkur grein fyrir því að þessar breytingar þurfa að vera róttækar og kerfislægar en slíkt þýðir ekki að lífið muni breytast til hins verra heldur munu þessar breytingar stuðla að betri samfélögum. Leiðin framundan er þakin mörgum óvissuþáttum sem vekur ótta. En mótefnið gegn ótta er samstaða og samvinna. Virkjum orkuna okkar sjálfra til þess að hafa kjark í breytingar, þróa og skapa nýtt form af samfélagi þar sem öllum líður vel og við verðum hluti af heilbrigði náttúru. Rót framþróunar mannkyns liggur m.a. innra með okkur sjálfum. Höfundur er sérfræðingur hjá Landvernd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Orkumál Mest lesið Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Halldór 8.11.25 Halldór Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Þjóð sem er langstærsti raforkuframleiðandi heims á íbúa þarf að læra að setja sér mörk. Þjóð sem tilheyrir þeim hópi þjóða sem eru með stærsta kolefnis- og vistspor á íbúa þarf að læra að setja sér mörk. Mikil upplýsingaóreiða og áróður um fleiri virkjanir brengla þá staðreynd að orkuskiptin án annarra breytinga duga ekki sem loftslagsaðgerðir. Að halda því fram að ef aðrar þjóðir hefðu farið eftir fordæmi Íslands í orkumálum væri líklegast ekki til loftslagsvandamál er því miður rangt. Rót vandans Við virkjum okkur ekki frá loftslagsvandanum. Því sá vandi er flókinn og margþættur og krefst heildrænnar nálgunar. Rót vandans er m.a. að mannkynið virðir ekki þolmörk Jarðar. Vísindamenn hafa skilgreint þolmörk níu lykilkerfa sem eru undirstaða stöðugra og heilbrigðra vistkerfa og gera Jörðina byggilega. Þetta eru: loftslagsbreytingar, súrnun sjávar, eyðing ósonlagsins, röskun á náttúrulegri hringrás niturs og fosfórs, ferskvatnsnotkun, landnotkun, tap á líffræðilegri fjölbreytni, loftmengun og efnamengun. Verði farið yfir þolmörk þessara kerfa aukast líkur á óafturkræfum breytingum á vistkerfum Jarðar. Þessi þolmörk tengjast og eru háð hvert öðru. Þegar farið er yfir ein þolmörk hefur það áhrif á önnur þolmörk. Í dag er ágangur á auðlindir Jarðar orðinn svo mikill að mannkynið hefur þegar farið yfir sex af þessum níu þolmörkum. Með því að leggja aðallega áherslu á að skipta út jarðefnaeldsneytisnotkun fyrir rafmagn höldum við áfram að fara yfir önnur þolmörk og jafnvel ganga enn lengra á þau t.d. með því að virkja á kostnað náttúrunnar. Við getum ekki náð árangri í loftslagsmálum með því að vinna áfram gegn náttúrunni. Það er ekki nóg að breyta okkar jarðefnaeldsneytisdrifna ósjálfbæra kerfi í raforkudrifið ósjálfbært kerfi heldur þarf nýtt kerfi að vera sjálfbært. Við verðum að hugsa í samhengi og setja mörk og stefnu á mörgum sviðum. Í umræðunni um orkuskiptin þarf t.d. að hugsa hvernig hægt er að rafvæða samgöngurnar án þess að eyðileggja meiri náttúru. Margtkemur hér til greina eins og orkusparnaður, bæta forgangsröðun í þágu almennings, hætta að selja orku í rafmyntagröft og bæta flutningskerfi. Þetta snýst ekki um orkukerfið eitt og sér. Þegar hugsað er um eftirspurn og framboð er mikilvægt að huga að því hvernig hægt er að minnka eftirspurnina. Fólkið á að stýra hagkerfinu en ekki öfugt. Róttækar breytingar á núverandi ósjálfbæru hagkerfi okkar er forsenda fyrir varanlegar og árangursríkar loftslagsaðgerðir. Mannkynið verður að tileinka sér þá hugsun að setja sér mörk til þess að halda lífi og athöfnum samfélaga innan þolmarka náttúrunnar. Ef eftirspurnin fer út fyrir þann ramma þá eigum við ekki að hlaupa gagnrýnislaus á eftir og hætta á að eyðileggja enn frekar lífsgrundvöll okkar sem er náttúran sjálf. Virkjum okkur sjálf Okkar þjóð er rík af auðlindum en okkur skortir öfluga náttúruvernd, aukinn jöfnuð, samstöðu, nægjusemi, raunhæfa framtíðarsýn og vilja til breytinga svo takast megi á við áskoranir samtímans. Við þurfum að virkja okkur sjálf, hugvit, samtakamátt, samkennd, ímyndunarafl, vilja til að skapa betra samfélag fyrir okkur öll. Loftslagsváin knýr fram breytingar. Hamfarir munu valda hörmulegum breytingum en með því að taka málin í okkar hendur og gera mikilvægar breytingar í okkar samfélögum núna getum við afstýrt verstu afleiðingunum. Gerum okkur grein fyrir því að þessar breytingar þurfa að vera róttækar og kerfislægar en slíkt þýðir ekki að lífið muni breytast til hins verra heldur munu þessar breytingar stuðla að betri samfélögum. Leiðin framundan er þakin mörgum óvissuþáttum sem vekur ótta. En mótefnið gegn ótta er samstaða og samvinna. Virkjum orkuna okkar sjálfra til þess að hafa kjark í breytingar, þróa og skapa nýtt form af samfélagi þar sem öllum líður vel og við verðum hluti af heilbrigði náttúru. Rót framþróunar mannkyns liggur m.a. innra með okkur sjálfum. Höfundur er sérfræðingur hjá Landvernd.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar