Mannerfðafræðingarnir Agnar Helgason og Sunna Ebenesersdóttir munu gera forsætisráðherra grein fyrir rannsókninni og niðurstöðum hennar í Ráðherrabústaðnum í dag, föstudaginn 15. desember klukkan 13:00. Fylgjast má með kynningunni í beinni útsendinu í spilaranum hér að neðan.
Iðnaðarmenn sem unnu við framkvæmdir í risi ráðherrabústaðarins fundu höfuðkúpuna undir gólffjölum í risi bústaðarins í september síðastliðnum. Fram hefur komið að hauskúpan sé líklegast af smávaxinni konu.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kannaði í framhaldinu hjá Íslenskri erfðagreiningu hvort unnt væri að rannsaka uppruna beinanna með erfðagreiningu.