Forsetinn fær ævilangt bann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. desember 2023 07:01 Faruk Koca slær hér Halil Umut Meler dómara niður. Getty/Emin Sansar Faruk Koca, forseti Ankaragucu, má ekki koma nálægt fótbolta þar sem eftir lifir ævinnar. Tyrkneska knattspyrnusambandið hefur gefið honum ævilangt bann fyrir að kýla dómara eftir leik Ankaragucu og Rizespor á mánudagskvöldið. Í leikslok ruddist Koca niður á völlinn og út á grasið. Hann fór upp að dómaranum og sló hann niður þannig að stórsá á einum besta dómara Tyrkja. FIFA-dómarinn Halil Umut Meler endaði á sjúkrahúsi en var útskrifaður á miðvikudaginn með ljótt glóðarauga en virðist hafa sloppið við alvarlegri meiðsli. Félagið þarf líka að greiða risasekt eða tvær milljónir líra sem er um níu og hálf milljón í íslenskum krónum. Ankaragucu þarf einnig að spila næstu fimm heimaleiki sína fyrir luktum dyrum en sú refsing kemur til vegna óláta áhorfenda og starfsmanna félagsins. Fjöldi starfsmanna félagsins fengu einnig bönn, viðvaranir eða sektir í kjölfar þess sem gekk á eftir leikinn. Koca var handtekinn daginn eftir leikinn og tyrkneska knattspyrnusambandið frestaði öllum fótboltaleikjum í landinu. Sambandið hefur nú ákveðið að hefja aftur leik á þriðjudaginn í næstu viku. Faruk Koca has been handed a permanent ban by the Turkish Football Federation (TFF) after being arrested for punching a referee at the end of a Super Lig match on Monday night.— Sky Sports News (@SkySportsNews) December 14, 2023 Tyrkneski boltinn Tengdar fréttir Forsetinn handtekinn eftir dómaraárásina Faruk Koca, forseti tyrkneska knattspyrnufélagsins MKE Ankaragucu, hefur verið handtekinn eftir að hann kýldi dómara undir lok viðureignar félagsins gegn Caykur Rizespor í tyrknesku úrvalsdeildinni í gær. 12. desember 2023 17:31 Erdogan búinn að tjá sig um hnefahöggið á fótboltavellinum Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, er meðal þeirra sem hafa komið fram opinberlega og fordæmt árás forseta fótboltaliðs á dómara eftir leik í tyrknesku úrvalsdeildinni. 12. desember 2023 07:45 Dómarinn sem var laminn útskrifaður af spítala Dómarinn sem var laminn í leik í tyrknesku úrvalsdeildinni í fótbolta hefur verið útskrifaður af spítala. 13. desember 2023 17:06 Árásir á dómara séu „krabbamein sem muni drepa leikinn“ Pierluigi Collina, yfirmaður dómaramála hjá FIFA, segir að árásir á dómara séu eins og „krabbamein sem muni drepa leikinn“ eftir að Faruk Koca, forseti Ankaragucu, kýldi dómara í tyrknesku úrvalsdeildinni síðastliðinn mánudag. 13. desember 2023 06:30 Forsetinn sló dómarann í andlitið og öllum fótboltaleikjum frestað Tyrkneska knattspyrnusambandið hefur stöðvað allar deildi í landinu eftir skammarlegt kvöld fyrir tyrkneska fótboltann. 12. desember 2023 07:01 Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Stórliðið hvíldi stjörnurnar í sigri gegn Blikum Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fleiri fréttir Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Stórliðið hvíldi stjörnurnar í sigri gegn Blikum Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Sjá meira
Tyrkneska knattspyrnusambandið hefur gefið honum ævilangt bann fyrir að kýla dómara eftir leik Ankaragucu og Rizespor á mánudagskvöldið. Í leikslok ruddist Koca niður á völlinn og út á grasið. Hann fór upp að dómaranum og sló hann niður þannig að stórsá á einum besta dómara Tyrkja. FIFA-dómarinn Halil Umut Meler endaði á sjúkrahúsi en var útskrifaður á miðvikudaginn með ljótt glóðarauga en virðist hafa sloppið við alvarlegri meiðsli. Félagið þarf líka að greiða risasekt eða tvær milljónir líra sem er um níu og hálf milljón í íslenskum krónum. Ankaragucu þarf einnig að spila næstu fimm heimaleiki sína fyrir luktum dyrum en sú refsing kemur til vegna óláta áhorfenda og starfsmanna félagsins. Fjöldi starfsmanna félagsins fengu einnig bönn, viðvaranir eða sektir í kjölfar þess sem gekk á eftir leikinn. Koca var handtekinn daginn eftir leikinn og tyrkneska knattspyrnusambandið frestaði öllum fótboltaleikjum í landinu. Sambandið hefur nú ákveðið að hefja aftur leik á þriðjudaginn í næstu viku. Faruk Koca has been handed a permanent ban by the Turkish Football Federation (TFF) after being arrested for punching a referee at the end of a Super Lig match on Monday night.— Sky Sports News (@SkySportsNews) December 14, 2023
Tyrkneski boltinn Tengdar fréttir Forsetinn handtekinn eftir dómaraárásina Faruk Koca, forseti tyrkneska knattspyrnufélagsins MKE Ankaragucu, hefur verið handtekinn eftir að hann kýldi dómara undir lok viðureignar félagsins gegn Caykur Rizespor í tyrknesku úrvalsdeildinni í gær. 12. desember 2023 17:31 Erdogan búinn að tjá sig um hnefahöggið á fótboltavellinum Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, er meðal þeirra sem hafa komið fram opinberlega og fordæmt árás forseta fótboltaliðs á dómara eftir leik í tyrknesku úrvalsdeildinni. 12. desember 2023 07:45 Dómarinn sem var laminn útskrifaður af spítala Dómarinn sem var laminn í leik í tyrknesku úrvalsdeildinni í fótbolta hefur verið útskrifaður af spítala. 13. desember 2023 17:06 Árásir á dómara séu „krabbamein sem muni drepa leikinn“ Pierluigi Collina, yfirmaður dómaramála hjá FIFA, segir að árásir á dómara séu eins og „krabbamein sem muni drepa leikinn“ eftir að Faruk Koca, forseti Ankaragucu, kýldi dómara í tyrknesku úrvalsdeildinni síðastliðinn mánudag. 13. desember 2023 06:30 Forsetinn sló dómarann í andlitið og öllum fótboltaleikjum frestað Tyrkneska knattspyrnusambandið hefur stöðvað allar deildi í landinu eftir skammarlegt kvöld fyrir tyrkneska fótboltann. 12. desember 2023 07:01 Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Stórliðið hvíldi stjörnurnar í sigri gegn Blikum Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fleiri fréttir Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Stórliðið hvíldi stjörnurnar í sigri gegn Blikum Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Sjá meira
Forsetinn handtekinn eftir dómaraárásina Faruk Koca, forseti tyrkneska knattspyrnufélagsins MKE Ankaragucu, hefur verið handtekinn eftir að hann kýldi dómara undir lok viðureignar félagsins gegn Caykur Rizespor í tyrknesku úrvalsdeildinni í gær. 12. desember 2023 17:31
Erdogan búinn að tjá sig um hnefahöggið á fótboltavellinum Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, er meðal þeirra sem hafa komið fram opinberlega og fordæmt árás forseta fótboltaliðs á dómara eftir leik í tyrknesku úrvalsdeildinni. 12. desember 2023 07:45
Dómarinn sem var laminn útskrifaður af spítala Dómarinn sem var laminn í leik í tyrknesku úrvalsdeildinni í fótbolta hefur verið útskrifaður af spítala. 13. desember 2023 17:06
Árásir á dómara séu „krabbamein sem muni drepa leikinn“ Pierluigi Collina, yfirmaður dómaramála hjá FIFA, segir að árásir á dómara séu eins og „krabbamein sem muni drepa leikinn“ eftir að Faruk Koca, forseti Ankaragucu, kýldi dómara í tyrknesku úrvalsdeildinni síðastliðinn mánudag. 13. desember 2023 06:30
Forsetinn sló dómarann í andlitið og öllum fótboltaleikjum frestað Tyrkneska knattspyrnusambandið hefur stöðvað allar deildi í landinu eftir skammarlegt kvöld fyrir tyrkneska fótboltann. 12. desember 2023 07:01