Íslenski boltinn

Kjartan Henry ráðinn að­stoðar­þjálfari FH

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Kjartan Henry í leik með FH síðasta sumar.
Kjartan Henry í leik með FH síðasta sumar. Vísir/Hulda Margrét

Hinn 37 ára gamli Kjartan Henry Finnbogason verður aðstoðarþjálfari FH í Bestu deild karla í knattspyrnu á komandi leiktíð.

Kjartan Henry spilaði með félaginu á síðustu leiktíð en tekur nú við starfi aðstoðarþjálfara þar sem Sigurvin Ólafsson mun stýra Þrótti Reykjavík í Lengjudeildinni. Heimir Guðjónsson er sem fyrr þjálfari liðsins.

Þetta er fyrsta þjálfarastarfs Kjartans Henry en í tilkynningu FH kemur ekki fram hversu langur samningurinn er né hvort skórnir séu farnir á hilluna hjá Kjartani.

Framherjinn skoraði alls 11 mörk í 24 deildarleikjum á síðustu leiktíð en alls á að hann baki 238 KSÍ-leiki fyrir KR og FH. Í þeim hefur hann skorað 102 mörk.

Ásamt því að leika hér á landi hefur Kjartan Henry spilað sem atvinnumaður í Skotlandi, Noregi, Danmörku og Ungverjalandi. Þá á hann að baki 13 A-landsleiki þar sem hann skoraði 3 mörk.

FH endaði í 5. sæti Bestu deildar karla á síðustu leiktíð eftir að hafa rétt sloppið við fall árið 2022.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×