Lífið

Sjáðu norska kofann sem Þor­steinn Már keypti á 260 milljónir

Bjarki Sigurðsson skrifar
Kofinn er við Háfjall sem er nokkrum kílómetrum frá Lillehammer.
Kofinn er við Háfjall sem er nokkrum kílómetrum frá Lillehammer. PrivatMegleren

Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, hefur fest kaup á 254 fermetra fjallakofa fyrir utan Lillehammer í Noregi. Fyrir kofann greiddi Þorsteinn 260 milljónir króna. 

Greint er frá kaupunum á vef norska fjölmiðilsins Dagens Næringsliv (DN). Þar segir að auglýst verð hafi verið 310 milljónir króna en að Þorsteinn hafi greitt fimmtíu milljónum minna. 

Þorsteinn segir í skriflegum svörum til DN að hann hafi taugar til Noregs enda hafi hann lært í NTNU-háskólanum í Þrándheimi. 

„Ég hef verið á skíðum og áhugamaður um fjallgöngur í marga áratugi og keppti meira að segja í skíðaíþróttum þegar ég var yngri. Síðustu ár hafa göngur verið mitt aðaláhugamál og ég geng oft í Noregi,“ segir Þorsteinn. 

Þorsteinn Már Baldvinsson er forstjóri Samherja.Vísir/Vilhem

Þá á Baldvin, sonur Þorsteins, heima í Noregi. Hann býr í bænum Bærum en hann stýrir félaginu Alda Seafood. 

Kofinn sjálfur er 254 fermetrar og með sex svefnherbergjum. Hér fyrir neðan má sjá myndir af kofanum.

Í stofunni er arinn.PrivatMegleren
Borðstofan og eldhúsið.PrivatMegleren
Hver þarf sjónvarp þegar það er hægt að líta út um glugga?PrivatMegleren
Stiginn upp á háaloft.PrivatMegleren
Stór og rúmgóð stofa.PrivatMegleren
Í kofanum eru sex svefnherbergi.PrivatMegleren
Norskt landslag er almennt mjög fallegt og er útsýnið úr kofanum alveg einstakt.PrivatMegleren
Baðherbergið.PrivatMegleren
Kofinn er 254 fermetrar að stærð. PrivatMegleren
Hægt er að njóta útsýnisins í baði. PrivatMegleren
Kofinn er á tveimur hæðum og með háalofti. PrivatMegleren





Fleiri fréttir

Sjá meira


×