Elsti hópurinn drekkur oftast og unga fólkið staldrar stutt við í vinnu Rakel Sveinsdóttir skrifar 13. desember 2023 07:02 Trausti Heiðar Haraldsson, framkvæmdastjóri Prósent, segir ýmislegt koma á óvart í niðurstöðum rannsóknar þar sem munurinn á milli þeirra fjögurra kynslóða sem nú eru á vinnumarkaði er kannaður. Vísir/Vilhelm Uppgangskynslóðin, eða „baby boomers“ kynslóðin drekkur oftast áfengi þegar fjórar kynslóðir eru bornar saman. Unga fólkið í Z-kynslóðinni staldrar stutt við á vinnustöðum. Þetta er meðal þess sem kemur fram í niðurstöðum viðamikillar rannsóknar sem Prósent stóð fyrir í september síðastliðnum. Þá svöruðu fjórar kynslóðir 54 spurningum um ýmis mál tengd lífi og starfi. En margir vinnustaðir glíma við það nú, að munurinn á milli kynslóða innan starfsmannahópa er mjög mikill, enda í fyrsta sinn á vinnumarkaði þar sem kynslóðirnar eru fjórar. Þær eru: Uppgangskynslóðin (e. baby boomers) er fólk sem fætt er á tímabilinu 1946-1964. Kynslóð X er fólk fætt á tímabilinu 1965 til 1979. Y kynslóðin (aldamótakynslóðin, e. millenials) er fólk fætt á árunum 1980 til 1994. Z kynslóðin (þekkt á ensku sem gen z eða zoomers) er fólk fætt á árunum 1995 til 2012. Óvæntar niðurstöður: Þriðja vaktin Trausti Heiðar Haraldsson segir að Prósent hafi fyrst framkvæmt rannsókn á þeim fjórum kynslóðum sem nú eru á vinnumarkaði árið 2021. Rannsóknin hafi síðan verið endurtekin nú í haust. Alls svöruðu um 2.300 manns og voru svarendur niður í 15 ára. Tilurð þessara rannsókna var sú að stjórnendur í nokkrum íslenskum fyrirtækjum vildu kanna hver munurinn væri á þessum kynslóðum sem nú eru á vinnumarkaði“, segir Trausti og bætir við: „Við byrjuðum því á því að halda rýnihópa þar sem kafað var djúpt í viðhorf hverrar kynslóðar. Markmiðið með þessari vinnu var að móta spurningar sem lagðar voru svo fyrir íslensku þjóðina.“ Í kjölfarið voru fjörutíu spurningar lagðar fyrir Íslendinga 15 ára og eldri á öllu landinu. „Þar sem ætlunin var að komast betur að því hvað einkennir íslenskar kynslóðir og hvar mesti munurinn liggur.“ Rannsóknin var síðan endurtekin í september síðastliðnum og var spurningunum þá fjölgað í 54. Í úrtakinu voru 4.500 manns og var svarhlutfall 50,7%. „Það er ýmislegt sem hefur komið mér aðeins á óvart já“, svarar Trausti þegar hann er spurður um það hvort eitthvað í niðurstöðunum hafi verið öðruvísi en hann átti von á. Trausti nefnir þar sérstaklega þriðju vaktina. Ekki meira jafnræði hjá unga fólkinu „Maður hefði jafnvel átt von á að jafnræði væri meira hjá unga fólkinu þegar kemur að þriðju vaktinni. Svo er ekki. Jafnræðið er mest hjá þeim elstu, sem mögulega skýrist af því að það fólk hefur margt verið lengi í sambúð, verkaskipting fyrir löngu búin að taka á sig fastmótaða mynd og börnin flutt að heiman.“ Af þeim hópi Z-kynslóðarinnar sem er kominn í sambúð, sér konan meira um þriðju vaktina en 59% segja konuna í sambandinu sjá alfarið eða að mestu leyti um þau verkefni sem teljast til þriðju vaktarinnar. Þar segjast 37% sambúðarfólks að verkaskiptingin sé jöfn, sem er þó nokkuð minna en hjá elstu kynslóðinni þar sem tæplega helmingur segir verkaskiptingu kynjanna jafna. Þessar niðurstöður eru sérstaklega athyglisverðar með tilliti til þess að Z kynslóðin er meira sammála en aðrar kynslóðir að það sé meira jafnræði á milli kynja, þegar spurt er „Ég tel að allir á Íslandi hafi jöfn tækifæri og ekki sé mismunað, óháð kyni.“, en þar segjast 55% Z kynslóðarinnar vera sammála því. Spurt var: Hver á heimilinu sér um skipulag, hefur yfirsýn og umsjón með þeim verkefnum sem fjölskyldan þarf að sinna?Prósent Þróun: Áfengisdrykkjan mest hjá þeim elstu Þar sem rannsóknin hefur nú verið framkvæmd tvisvar, er áhugavert að sjá muninn á milli kynslóða og hvernig niðurstöður þróast. Sem dæmi má nefna niðurstöður um þróun áfengisdrykkju hjá þeim hópi sem drekkur áfengi. Elsti hópurinn drekkur flest glös af áfengi í viku og hefur aukningin í neyslu á sterku víni aukist á milli kannana; hlutfall þeirra sem drekka sterkt vín einu sinni í mánuði eða oftar að jafnaði hækkar úr 20% árið 2021 í 30% árið 2023 hjá þeim hópi sem drekkur áfengi. Elsta kynslóðin drekkur þó helst bjór eða léttvín, eða 65-68% þeirra sem drekka áfengi. X-kynslóðin hefur dregið úr drykkju á venjulegum bjór, en að sama skapi aukið drykkju á sterkum vínum, léttvínum og Lite bjór. Má velta því fyrir sér hvort stýrivaxtahækkanir Seðlabanka og hækkandi verðlag hafi áhrif á þennan hóp. Þegar kemur að unga fólkinu birtist önnur mynd því sá hópur er hvað virkastur í að drekka gosblöndur eða síder, en 60% svarenda á þessum aldri segist drekka bjór og/eða gosblöndur reglulega. Athygli vekur að aukningin hefur líka verið töluverð í drykkju sterkra vína hjá yngstu kynslóðinni. Hópar frá vinstri eru: Z kynslóðin, Y kynslóðin, X kynslóðin, Uppgangskynslóðin. Spurt var: Hvers konar áfenga drykki færð þú þér oftar en einu sinni í mánuði að jafnaði?Prósent Miklar áhyggjur af heilsu Eins og fram hefur komið í fréttum nokkuð lengi, virðist ungt fólk hafa sérstaklega miklar áhyggjur af andlegri heilsu og það má einnig sjá í könnun Prósents. 46% Z kynslóðarinnar hafa áhyggjur af andlegri heilsu sinni, til samanburðar við 14% þeirra sem eru í Uppgangskynslóðinni. Um þriðjungur fólks í Y kynslóðinni hefur áhyggjur af andlegri heilsu sinni en síðan fer hlutfallið lækkandi. Að mati Trausta eru þetta nokkuð sláandi niðurstöður, svo áberandi sé hversu miklar áhyggjur ungt fólk hafi af andlegri heilsu sinni. Spurt var: Hversu miklar áhyggjur hefur þú af andlegri heilsu þinni?Prósent Þá bendir hann á að það sama eigi líka við um áhyggjur Z-kynslóðarinnar af líkamlegri heilsu en um 36% af frekar eða miklar áhyggjur af henni. Þar er þó ekki munur á milli yngsta og elsta aldurshópsins. Elsti hópurinn mælist þar 31% en yngsti hópurinn 36%. Spurt var: Hversu miklar áhyggjur hefur þú af líkamlegri heilsu þinni?Prósent Vaxandi peningaáhyggjur Þegar kemur að vinnumarkaðnum er hreyfingin á milli starfa mikil hjá þeim sem yngst eru en tekið skal fram að Z-kynslóðin í þessari rannsókn nær niður í 15 ára aldur og því má gera ráð fyrir að margir í þessum hópi séu í vinnu með skóla. Vinnustaðir geta gert ráð fyrir því að það séu 44% líkur á að fólk í Z kynslóðinni hætti innan árs á þeim vinnustað sem það er ráðið til, ef tekið er mið af þessum niðurstöðum.“ Þetta hlutfall mælist 25% í Y kynslóðinni. Spurt var: Hefur þú skipt um vinnustað á síðastliðnum 12 mánuðum?Prósent Þá eru áhyggjur unga fólksins nokkuð miklar þegar kemur að peningamálunum. Og fara vaxandi. Ef við skoðum þróun á milli kynslóða frá 2021 kemur í ljós að í dag hafa 58% Z-kynslóðarinnar miklar áhyggjur af fjárhagnum en var árið 2021 41%. 37% Y kynslóðarinnar hafði miklar áhyggjur af fjárhagnum árið 2021 en er núna komið upp í 44%. Spurt var: Hversu miklar áhyggjur hefur þú af fjárhag þínum?Prósent Vinnumarkaður Vinnustaðamenning Vinnustaðurinn Mannauðsmál Stjórnun Áfengi og tóbak Jafnréttismál Heilsa Geðheilbrigði Starfsframi Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Vöntun á erlendum sérfræðingum: Eins og hljóð og mynd fari ekki saman í ráðningum Það er eins og hljóð og mynd fari ekki saman þegar kemur að starfsframa og atvinnumöguleikum erlendra sérfræðinga á Íslandi. 6. desember 2023 07:01 „Ekki vera með leiðindi, veittu mér bara betri þjónustu“ „Ungt fólk er með allt annað viðhorf en við þekktum áður og eldra fólk er að breytast með því. Við hugsum öðruvísi en fyrir tuttugu árum og það á þá líka við um það hvernig við metum vöru og þjónustu sem við kaupum sem neytendur,“ segir Ólafur Þór Gylfason sviðsstjóri markaðsrannsókna Maskínu. 8. nóvember 2023 07:00 Jafnvægisvogin '23: Kannski er ríkið að bjóða betur „Gögnin sýna okkur að ef íslenskt atvinnulíf heldur áfram á þeirri vegferð sem við höfum verið á síðustu ár munum við ekki ná kynjahlutfalli í 40/60 á næstu árum, jafnvel áratugum,” segir Guðrún Ólafsdóttir sviðsstjóri Upplýsingatækniráðgjafar Deloitte. 12. október 2023 07:01 Z kynslóðin og konur áberandi í kulnun og 35 prósent starfsfólks úrvinda vegna vinnu „Heilt yfir eru jákvæð teikn á vinnumarkaði því að kulnun mælist nú átta prósent í samanburði við ellefu prósent í fyrra,“ segir Trausti Heiðar Haraldsson framkvæmdastjóri Prósents um niðurstöður nýrrar könnunar Prósents. 6. október 2023 07:02 Aðeins þremur af hverjum tíu starfsmönnum hrósað síðustu daga „Sem dæmi þá eru einungis þrír af hverjum tíu starfandi Íslendingum mjög sammála því að hafa fengið hrós eða viðurkenningu á síðustu sjö dögum,“ segir Auðunn Gunnar Eiríksson stjórnenda- og vinnustaðaráðgjafi hjá Gallup meðal annars um niðurstöður nýrrar rannsóknar Gallup um hrós til starfsmanna á vinnustöðum. 20. september 2023 07:01 Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Karen inn fyrir Þórarin Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Þetta er meðal þess sem kemur fram í niðurstöðum viðamikillar rannsóknar sem Prósent stóð fyrir í september síðastliðnum. Þá svöruðu fjórar kynslóðir 54 spurningum um ýmis mál tengd lífi og starfi. En margir vinnustaðir glíma við það nú, að munurinn á milli kynslóða innan starfsmannahópa er mjög mikill, enda í fyrsta sinn á vinnumarkaði þar sem kynslóðirnar eru fjórar. Þær eru: Uppgangskynslóðin (e. baby boomers) er fólk sem fætt er á tímabilinu 1946-1964. Kynslóð X er fólk fætt á tímabilinu 1965 til 1979. Y kynslóðin (aldamótakynslóðin, e. millenials) er fólk fætt á árunum 1980 til 1994. Z kynslóðin (þekkt á ensku sem gen z eða zoomers) er fólk fætt á árunum 1995 til 2012. Óvæntar niðurstöður: Þriðja vaktin Trausti Heiðar Haraldsson segir að Prósent hafi fyrst framkvæmt rannsókn á þeim fjórum kynslóðum sem nú eru á vinnumarkaði árið 2021. Rannsóknin hafi síðan verið endurtekin nú í haust. Alls svöruðu um 2.300 manns og voru svarendur niður í 15 ára. Tilurð þessara rannsókna var sú að stjórnendur í nokkrum íslenskum fyrirtækjum vildu kanna hver munurinn væri á þessum kynslóðum sem nú eru á vinnumarkaði“, segir Trausti og bætir við: „Við byrjuðum því á því að halda rýnihópa þar sem kafað var djúpt í viðhorf hverrar kynslóðar. Markmiðið með þessari vinnu var að móta spurningar sem lagðar voru svo fyrir íslensku þjóðina.“ Í kjölfarið voru fjörutíu spurningar lagðar fyrir Íslendinga 15 ára og eldri á öllu landinu. „Þar sem ætlunin var að komast betur að því hvað einkennir íslenskar kynslóðir og hvar mesti munurinn liggur.“ Rannsóknin var síðan endurtekin í september síðastliðnum og var spurningunum þá fjölgað í 54. Í úrtakinu voru 4.500 manns og var svarhlutfall 50,7%. „Það er ýmislegt sem hefur komið mér aðeins á óvart já“, svarar Trausti þegar hann er spurður um það hvort eitthvað í niðurstöðunum hafi verið öðruvísi en hann átti von á. Trausti nefnir þar sérstaklega þriðju vaktina. Ekki meira jafnræði hjá unga fólkinu „Maður hefði jafnvel átt von á að jafnræði væri meira hjá unga fólkinu þegar kemur að þriðju vaktinni. Svo er ekki. Jafnræðið er mest hjá þeim elstu, sem mögulega skýrist af því að það fólk hefur margt verið lengi í sambúð, verkaskipting fyrir löngu búin að taka á sig fastmótaða mynd og börnin flutt að heiman.“ Af þeim hópi Z-kynslóðarinnar sem er kominn í sambúð, sér konan meira um þriðju vaktina en 59% segja konuna í sambandinu sjá alfarið eða að mestu leyti um þau verkefni sem teljast til þriðju vaktarinnar. Þar segjast 37% sambúðarfólks að verkaskiptingin sé jöfn, sem er þó nokkuð minna en hjá elstu kynslóðinni þar sem tæplega helmingur segir verkaskiptingu kynjanna jafna. Þessar niðurstöður eru sérstaklega athyglisverðar með tilliti til þess að Z kynslóðin er meira sammála en aðrar kynslóðir að það sé meira jafnræði á milli kynja, þegar spurt er „Ég tel að allir á Íslandi hafi jöfn tækifæri og ekki sé mismunað, óháð kyni.“, en þar segjast 55% Z kynslóðarinnar vera sammála því. Spurt var: Hver á heimilinu sér um skipulag, hefur yfirsýn og umsjón með þeim verkefnum sem fjölskyldan þarf að sinna?Prósent Þróun: Áfengisdrykkjan mest hjá þeim elstu Þar sem rannsóknin hefur nú verið framkvæmd tvisvar, er áhugavert að sjá muninn á milli kynslóða og hvernig niðurstöður þróast. Sem dæmi má nefna niðurstöður um þróun áfengisdrykkju hjá þeim hópi sem drekkur áfengi. Elsti hópurinn drekkur flest glös af áfengi í viku og hefur aukningin í neyslu á sterku víni aukist á milli kannana; hlutfall þeirra sem drekka sterkt vín einu sinni í mánuði eða oftar að jafnaði hækkar úr 20% árið 2021 í 30% árið 2023 hjá þeim hópi sem drekkur áfengi. Elsta kynslóðin drekkur þó helst bjór eða léttvín, eða 65-68% þeirra sem drekka áfengi. X-kynslóðin hefur dregið úr drykkju á venjulegum bjór, en að sama skapi aukið drykkju á sterkum vínum, léttvínum og Lite bjór. Má velta því fyrir sér hvort stýrivaxtahækkanir Seðlabanka og hækkandi verðlag hafi áhrif á þennan hóp. Þegar kemur að unga fólkinu birtist önnur mynd því sá hópur er hvað virkastur í að drekka gosblöndur eða síder, en 60% svarenda á þessum aldri segist drekka bjór og/eða gosblöndur reglulega. Athygli vekur að aukningin hefur líka verið töluverð í drykkju sterkra vína hjá yngstu kynslóðinni. Hópar frá vinstri eru: Z kynslóðin, Y kynslóðin, X kynslóðin, Uppgangskynslóðin. Spurt var: Hvers konar áfenga drykki færð þú þér oftar en einu sinni í mánuði að jafnaði?Prósent Miklar áhyggjur af heilsu Eins og fram hefur komið í fréttum nokkuð lengi, virðist ungt fólk hafa sérstaklega miklar áhyggjur af andlegri heilsu og það má einnig sjá í könnun Prósents. 46% Z kynslóðarinnar hafa áhyggjur af andlegri heilsu sinni, til samanburðar við 14% þeirra sem eru í Uppgangskynslóðinni. Um þriðjungur fólks í Y kynslóðinni hefur áhyggjur af andlegri heilsu sinni en síðan fer hlutfallið lækkandi. Að mati Trausta eru þetta nokkuð sláandi niðurstöður, svo áberandi sé hversu miklar áhyggjur ungt fólk hafi af andlegri heilsu sinni. Spurt var: Hversu miklar áhyggjur hefur þú af andlegri heilsu þinni?Prósent Þá bendir hann á að það sama eigi líka við um áhyggjur Z-kynslóðarinnar af líkamlegri heilsu en um 36% af frekar eða miklar áhyggjur af henni. Þar er þó ekki munur á milli yngsta og elsta aldurshópsins. Elsti hópurinn mælist þar 31% en yngsti hópurinn 36%. Spurt var: Hversu miklar áhyggjur hefur þú af líkamlegri heilsu þinni?Prósent Vaxandi peningaáhyggjur Þegar kemur að vinnumarkaðnum er hreyfingin á milli starfa mikil hjá þeim sem yngst eru en tekið skal fram að Z-kynslóðin í þessari rannsókn nær niður í 15 ára aldur og því má gera ráð fyrir að margir í þessum hópi séu í vinnu með skóla. Vinnustaðir geta gert ráð fyrir því að það séu 44% líkur á að fólk í Z kynslóðinni hætti innan árs á þeim vinnustað sem það er ráðið til, ef tekið er mið af þessum niðurstöðum.“ Þetta hlutfall mælist 25% í Y kynslóðinni. Spurt var: Hefur þú skipt um vinnustað á síðastliðnum 12 mánuðum?Prósent Þá eru áhyggjur unga fólksins nokkuð miklar þegar kemur að peningamálunum. Og fara vaxandi. Ef við skoðum þróun á milli kynslóða frá 2021 kemur í ljós að í dag hafa 58% Z-kynslóðarinnar miklar áhyggjur af fjárhagnum en var árið 2021 41%. 37% Y kynslóðarinnar hafði miklar áhyggjur af fjárhagnum árið 2021 en er núna komið upp í 44%. Spurt var: Hversu miklar áhyggjur hefur þú af fjárhag þínum?Prósent
Vinnumarkaður Vinnustaðamenning Vinnustaðurinn Mannauðsmál Stjórnun Áfengi og tóbak Jafnréttismál Heilsa Geðheilbrigði Starfsframi Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Vöntun á erlendum sérfræðingum: Eins og hljóð og mynd fari ekki saman í ráðningum Það er eins og hljóð og mynd fari ekki saman þegar kemur að starfsframa og atvinnumöguleikum erlendra sérfræðinga á Íslandi. 6. desember 2023 07:01 „Ekki vera með leiðindi, veittu mér bara betri þjónustu“ „Ungt fólk er með allt annað viðhorf en við þekktum áður og eldra fólk er að breytast með því. Við hugsum öðruvísi en fyrir tuttugu árum og það á þá líka við um það hvernig við metum vöru og þjónustu sem við kaupum sem neytendur,“ segir Ólafur Þór Gylfason sviðsstjóri markaðsrannsókna Maskínu. 8. nóvember 2023 07:00 Jafnvægisvogin '23: Kannski er ríkið að bjóða betur „Gögnin sýna okkur að ef íslenskt atvinnulíf heldur áfram á þeirri vegferð sem við höfum verið á síðustu ár munum við ekki ná kynjahlutfalli í 40/60 á næstu árum, jafnvel áratugum,” segir Guðrún Ólafsdóttir sviðsstjóri Upplýsingatækniráðgjafar Deloitte. 12. október 2023 07:01 Z kynslóðin og konur áberandi í kulnun og 35 prósent starfsfólks úrvinda vegna vinnu „Heilt yfir eru jákvæð teikn á vinnumarkaði því að kulnun mælist nú átta prósent í samanburði við ellefu prósent í fyrra,“ segir Trausti Heiðar Haraldsson framkvæmdastjóri Prósents um niðurstöður nýrrar könnunar Prósents. 6. október 2023 07:02 Aðeins þremur af hverjum tíu starfsmönnum hrósað síðustu daga „Sem dæmi þá eru einungis þrír af hverjum tíu starfandi Íslendingum mjög sammála því að hafa fengið hrós eða viðurkenningu á síðustu sjö dögum,“ segir Auðunn Gunnar Eiríksson stjórnenda- og vinnustaðaráðgjafi hjá Gallup meðal annars um niðurstöður nýrrar rannsóknar Gallup um hrós til starfsmanna á vinnustöðum. 20. september 2023 07:01 Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Karen inn fyrir Þórarin Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Vöntun á erlendum sérfræðingum: Eins og hljóð og mynd fari ekki saman í ráðningum Það er eins og hljóð og mynd fari ekki saman þegar kemur að starfsframa og atvinnumöguleikum erlendra sérfræðinga á Íslandi. 6. desember 2023 07:01
„Ekki vera með leiðindi, veittu mér bara betri þjónustu“ „Ungt fólk er með allt annað viðhorf en við þekktum áður og eldra fólk er að breytast með því. Við hugsum öðruvísi en fyrir tuttugu árum og það á þá líka við um það hvernig við metum vöru og þjónustu sem við kaupum sem neytendur,“ segir Ólafur Þór Gylfason sviðsstjóri markaðsrannsókna Maskínu. 8. nóvember 2023 07:00
Jafnvægisvogin '23: Kannski er ríkið að bjóða betur „Gögnin sýna okkur að ef íslenskt atvinnulíf heldur áfram á þeirri vegferð sem við höfum verið á síðustu ár munum við ekki ná kynjahlutfalli í 40/60 á næstu árum, jafnvel áratugum,” segir Guðrún Ólafsdóttir sviðsstjóri Upplýsingatækniráðgjafar Deloitte. 12. október 2023 07:01
Z kynslóðin og konur áberandi í kulnun og 35 prósent starfsfólks úrvinda vegna vinnu „Heilt yfir eru jákvæð teikn á vinnumarkaði því að kulnun mælist nú átta prósent í samanburði við ellefu prósent í fyrra,“ segir Trausti Heiðar Haraldsson framkvæmdastjóri Prósents um niðurstöður nýrrar könnunar Prósents. 6. október 2023 07:02
Aðeins þremur af hverjum tíu starfsmönnum hrósað síðustu daga „Sem dæmi þá eru einungis þrír af hverjum tíu starfandi Íslendingum mjög sammála því að hafa fengið hrós eða viðurkenningu á síðustu sjö dögum,“ segir Auðunn Gunnar Eiríksson stjórnenda- og vinnustaðaráðgjafi hjá Gallup meðal annars um niðurstöður nýrrar rannsóknar Gallup um hrós til starfsmanna á vinnustöðum. 20. september 2023 07:01