Innlent

Verk­fall flug­um­ferðar­stjóra skollið á

Atli Ísleifsson skrifar
Vegna vinnustöðvunarinnar verða engar lendingar eða flugtök frá Keflavíkurflugvelli og Reykjavíkurflugvelli sem hefur áhrif á mörg þúsund farþega og tugi flugferða til og frá Íslandi.
Vegna vinnustöðvunarinnar verða engar lendingar eða flugtök frá Keflavíkurflugvelli og Reykjavíkurflugvelli sem hefur áhrif á mörg þúsund farþega og tugi flugferða til og frá Íslandi. Vísir/Vilhelm

Verkfall flugumferðarstjóra skall á klukkan fjögur í nótt eftir að fundi samninganefnda Félags íslenskra flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins lauk án samnings í gærkvöldi. Vinnustöðvunin raskar flugi þúsunda ferðalanga.

Vinnustöðvunin nú stendur í sex tíma, frá klukkan fjögur í morgun til klukkan tíu. Bæði Icelandair og Play gripu til þess ráðs í gær, áður en samningafundi lauk, að seinka flugi vegna boðaðra aðgerða flugumferðarstjóra.

Boðað hefur verið til nýs fundar í deilunni í húsnæði ríkissáttasemjara klukkan 15 í dag, en flugumferðarstjórnar munu næst leggja niður störf 14., 18., og 20. desember, takist ekki að ná samningum. Samtök atvinnulífsins semja fyrir hönd Isavia.

Vegna vinnustöðvunarinnar verða engar lendingar eða flugtök frá Keflavíkurflugvelli og Reykjavíkurflugvelli sem hefur áhrif á mörg þúsund farþega og tugi flugferða til og frá Íslandi.

Á vef Isavia má sjá að von sé á Ameríkuflugi Play og Icelandair til Keflavíkurflugvallar upp úr klukkan 10.

Mikil seinkun er á fjölda brottfara frá Keflavíkurflugvelli, en fyrstu vélarnar taka á loft upp úr klukkan 10. Nefna má að gert sé ráð fyrir að vélar Play sem áttu að taka á loft á leið til Parísar, Kaupmannahafnar og Aþenu snemma í morgun, eru nú á áætlun í kvöld.


Tengdar fréttir

Fundi flug­um­ferðar­stjóra og SA frestað til morguns

Fundi Fé­lags ís­lenskra flug­um­ferðar­stjóra og Sam­taka at­vinnu­lífs­ins, sem semja fyr­ir hönd Isa­via, í Karp­hús­inu er lokið. Boðað hefur verið til nýs fundar klukkan 15 á morgun.

Verk­falls­að­gerðir raski plönum mörg þúsund far­þega

Flugumferðarstjórar hafa samþykkt verkfallsaðgerðir á tveimur dögum í næstu viku til viðbótar við aðgerðir á morgun og næsta fimmtudag. Enn er fundað í Karphúsinu og bendir því allt til að það verði af fyrirhugaðri vinnustöðvun í nótt sem mun hafa áhrif á mörg þúsund farþega. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×