„Þungu fargi af manni létt“ Siggeir Ævarsson skrifar 11. desember 2023 22:46 Ólafur Ólafsson hvetur Grindvíkinga til að fjölmenna á næsta leik sem er einmitt gegn Haukum á ný. Vísir/Hulda Margrét Grindvíkingar eru komnir í 8-liða úrslit VÍS-bikarsins eftir sigur á Haukum í sveiflukenndum leik. Lokatölur 88-80 þar sem heimamenn náðu að standa af sér áhlaup gestanna í lokin. Haukar voru að skjóta hreint ótrúlega fyrir utan í þessum leik en skotsýning þeirra fyrir utan línuna lagði grunninn að endurkomu þeirra og komust þeir raunar yfir þegar skammt var til leiksloka. Ólafur Ólafsson, fyrirliði Grindavíkur, sagði að hann og hans menn hefðu mögulega gefið þeim aðeins of auðveld skot. „Við vorum að klikka á einhverjum skiptingum og svona og svo held ég að Finninn þeirra hafi ekki ekki hitt úr einu tveggjastiga skoti, þegar hann fór inn fyrir þriggjastiga línuna þá hitti hann bara hringinn en ef hann er fyrir utan hittir hann alltaf. Sigvaldi datt líka í gang, „Pittsarinn“, við þekkjum hann, vitum að hann hittir og var að gera það en var held ég bara orðinn þreyttur í lokinn.“ Grindvíkingar hafa aðeins landað einum sigri eftir að Grindavíkurbær var rýmdur þann 10. nóvember og sagði Ólafur að þessi sigur væri afskaplega mikilvægur fyrir sálarlíf leikmanna. „Mikill, mikill, mikill léttir að vinna núna. Þungu fargi af manni létt. Hjartað í manni er eitthvað svo létt núna. Það er eins og maður hafi verið að vinna bara einhvern bikar. Ég veit ekki hvernig ég á að lýsa þessu, þetta var geggjað.“ Persónulegar tengingar Grindavíkur og Hauka Damier Pitts fór mikinn í liði Hauka í kvöld og varð stigahæstur með 24 stig en Pitts lék með Grindvíkingum í fyrra. Þá lék Daniel Mortensen með Haukum. Ólafur tók undir að sennilega hefði þessi leikur haft einhverja persónulega þýðingu fyrir Pitts. „Alveg pottþétt. Hann ætlaði örugglega að sanna eitthvað. En ég held að það sé einn eftir sem var með Mortensen í fyrra. En þeir eiga inni stóru mennina sína, eru með einn stóran mann. Við vorum ekki nógu fljótir að notfæra okkur það en um leið og við fórum að gera það það opnaðist fyrir skot og „cut“ og allt þetta. En eins og ég segi, ég er bara sáttur, fer sáttur á koddann!“ Liðin mætast á ný á fimmtudaginn. Eru Grindvíkingar núna búnir að læra inn á Hauka og tilbúnir að rústa þeim næst? „Eigum við ekki bara að segja það? Við vitum núna hvað við getum lagað og gert betur á móti þeim og mætum bara klárir fyrir síðasta leik fyrir jól og fara með einn sigur inn í jólin. Þá förum við sáttir í jólafrí.“ Grindvíkingar hafa verið að mæta vel í Smárann enda er stór hluti þeirra tímabundið búsettur á höfuðborgarsvæðinu. Það virðist reyndar vera eitthvað á reiki hvort leikur sé þar eða í Hafnarfirði en Ólafur sagði það engu máli skipta, að sjálfsögðu væri skyldumæting fyrir Grindvíkinga. „Ég held að hann sé samt í Ólafssalnum? Ég held að það sé búið að breyta því. En það er samt skyldumæting þangað! Það er bara næsti bær við. Hvet alla til að mæta og hafa gaman. Skemmta sér og svo eru jólatónleikar á eftir. Svo förum við bara bráðum heim!“ - Sagði Ólafur að lokum og endaði viðtalið á að taka blaðamann í eitt löðrandi sveitt bjarnarfaðmlag. Körfubolti Subway-deild karla UMF Grindavík Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport Metár hjá David Beckham Fótbolti „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Sjá meira
Haukar voru að skjóta hreint ótrúlega fyrir utan í þessum leik en skotsýning þeirra fyrir utan línuna lagði grunninn að endurkomu þeirra og komust þeir raunar yfir þegar skammt var til leiksloka. Ólafur Ólafsson, fyrirliði Grindavíkur, sagði að hann og hans menn hefðu mögulega gefið þeim aðeins of auðveld skot. „Við vorum að klikka á einhverjum skiptingum og svona og svo held ég að Finninn þeirra hafi ekki ekki hitt úr einu tveggjastiga skoti, þegar hann fór inn fyrir þriggjastiga línuna þá hitti hann bara hringinn en ef hann er fyrir utan hittir hann alltaf. Sigvaldi datt líka í gang, „Pittsarinn“, við þekkjum hann, vitum að hann hittir og var að gera það en var held ég bara orðinn þreyttur í lokinn.“ Grindvíkingar hafa aðeins landað einum sigri eftir að Grindavíkurbær var rýmdur þann 10. nóvember og sagði Ólafur að þessi sigur væri afskaplega mikilvægur fyrir sálarlíf leikmanna. „Mikill, mikill, mikill léttir að vinna núna. Þungu fargi af manni létt. Hjartað í manni er eitthvað svo létt núna. Það er eins og maður hafi verið að vinna bara einhvern bikar. Ég veit ekki hvernig ég á að lýsa þessu, þetta var geggjað.“ Persónulegar tengingar Grindavíkur og Hauka Damier Pitts fór mikinn í liði Hauka í kvöld og varð stigahæstur með 24 stig en Pitts lék með Grindvíkingum í fyrra. Þá lék Daniel Mortensen með Haukum. Ólafur tók undir að sennilega hefði þessi leikur haft einhverja persónulega þýðingu fyrir Pitts. „Alveg pottþétt. Hann ætlaði örugglega að sanna eitthvað. En ég held að það sé einn eftir sem var með Mortensen í fyrra. En þeir eiga inni stóru mennina sína, eru með einn stóran mann. Við vorum ekki nógu fljótir að notfæra okkur það en um leið og við fórum að gera það það opnaðist fyrir skot og „cut“ og allt þetta. En eins og ég segi, ég er bara sáttur, fer sáttur á koddann!“ Liðin mætast á ný á fimmtudaginn. Eru Grindvíkingar núna búnir að læra inn á Hauka og tilbúnir að rústa þeim næst? „Eigum við ekki bara að segja það? Við vitum núna hvað við getum lagað og gert betur á móti þeim og mætum bara klárir fyrir síðasta leik fyrir jól og fara með einn sigur inn í jólin. Þá förum við sáttir í jólafrí.“ Grindvíkingar hafa verið að mæta vel í Smárann enda er stór hluti þeirra tímabundið búsettur á höfuðborgarsvæðinu. Það virðist reyndar vera eitthvað á reiki hvort leikur sé þar eða í Hafnarfirði en Ólafur sagði það engu máli skipta, að sjálfsögðu væri skyldumæting fyrir Grindvíkinga. „Ég held að hann sé samt í Ólafssalnum? Ég held að það sé búið að breyta því. En það er samt skyldumæting þangað! Það er bara næsti bær við. Hvet alla til að mæta og hafa gaman. Skemmta sér og svo eru jólatónleikar á eftir. Svo förum við bara bráðum heim!“ - Sagði Ólafur að lokum og endaði viðtalið á að taka blaðamann í eitt löðrandi sveitt bjarnarfaðmlag.
Körfubolti Subway-deild karla UMF Grindavík Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport Metár hjá David Beckham Fótbolti „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Sjá meira