„Það er ekki heimilt að ganga í gámana hjá okkur“ Magnús Jochum Pálsson og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 11. desember 2023 21:37 Sorpa hefur fengið öryggisverði til að standa vaktina á endurvinnslustöðinni á Granda vegna óprútinna aðila sem sækja í sjónvörp og dósir. Stöð 2 Færst hefur í aukana að fólk geri sér ferð á eina af endurvinnslustöðvum Sorpu til að stela úr gámum. Samskiptastjóri Sorpu segir slíkar uppákomur nokkrum sinnum hafa endað með átökum og dæmi um að lögregla hafi verið kölluð til. Endurvinnslustöðin sem um ræðir er í Ánanaustum úti á Granda í Reykjavík og er nokkuð síðan starfsfólk þar varð vart við að fólk væri að taka hluti úr gámum. „Þetta hefur verið að þróast kannski í einhverjar vikur, einhverja mánuði. Á þessu stigi erum við búin að sjá að þetta eru ekki einangruð atvik og það hefur verið dálítill stígandi í þessu og við sjáum að þetta kallar á viðbrögð af okkar hálfu,“ sagði Gunnar Dofri Ólafsson, samskiptastjóri Sorpu, um þjófnað úr gámum. Lögreglan sein á vettvang Um helgina voru öryggisverðir látnir standa vaktina og þurftu þeir að vísa einum manni af svæðinu vegna þessa. „Það hefur slegið í brýnu milli okkar starfsfólks þegar það er að benda á þetta og þessara viðskiptavina,“ sagði Gunnar um átök tengd uppákomum. Hafið þið þurft að kalla til lögreglu út af þessu? „Við höfum gert það já. En því miður hefur viðbragðstími lögreglu ekki verið það fljótur að það hjálpi þannig við þurfum að grípa til þessa ráðs,“ sagði Gunnar um ástæðuna fyrir veru öryggisvarða á svæðinu. Raftæki og sjónvörp tekin ófrjálsri hendi Nokkur hefur verið um það að fólk fari ofan í endurvinnsludóm Grænna skáta til að taka þaðan dósir en það er ekki það eina sem fólk hefur verið að hnupla. „Fyrst og fremst höfum verið að lenda í því að fólk er að taka flöskur og dósir. Það er ásókn í það en svo líka sjónvörp og önnur raftæki sem fólk tekur ófrjálsri hendi og það er ekki heimilt að ganga í gámana hjá okkur,“ sagði Gunnar. Það kemur ekki til greina að leyfa fólki að taka sjónvörpin fyrst það er verið að gefa þau? „Nei, það er ekki í boði. Þau eru tekin og seld í Góða hriðinum þar sem er búið að fara yfir þau og kanna hvort þau séu í lagi. Þannig það er réttur farvegur fyrir þessa vöru,“ sagði Gunnar að lokum. Sorpa Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira
Endurvinnslustöðin sem um ræðir er í Ánanaustum úti á Granda í Reykjavík og er nokkuð síðan starfsfólk þar varð vart við að fólk væri að taka hluti úr gámum. „Þetta hefur verið að þróast kannski í einhverjar vikur, einhverja mánuði. Á þessu stigi erum við búin að sjá að þetta eru ekki einangruð atvik og það hefur verið dálítill stígandi í þessu og við sjáum að þetta kallar á viðbrögð af okkar hálfu,“ sagði Gunnar Dofri Ólafsson, samskiptastjóri Sorpu, um þjófnað úr gámum. Lögreglan sein á vettvang Um helgina voru öryggisverðir látnir standa vaktina og þurftu þeir að vísa einum manni af svæðinu vegna þessa. „Það hefur slegið í brýnu milli okkar starfsfólks þegar það er að benda á þetta og þessara viðskiptavina,“ sagði Gunnar um átök tengd uppákomum. Hafið þið þurft að kalla til lögreglu út af þessu? „Við höfum gert það já. En því miður hefur viðbragðstími lögreglu ekki verið það fljótur að það hjálpi þannig við þurfum að grípa til þessa ráðs,“ sagði Gunnar um ástæðuna fyrir veru öryggisvarða á svæðinu. Raftæki og sjónvörp tekin ófrjálsri hendi Nokkur hefur verið um það að fólk fari ofan í endurvinnsludóm Grænna skáta til að taka þaðan dósir en það er ekki það eina sem fólk hefur verið að hnupla. „Fyrst og fremst höfum verið að lenda í því að fólk er að taka flöskur og dósir. Það er ásókn í það en svo líka sjónvörp og önnur raftæki sem fólk tekur ófrjálsri hendi og það er ekki heimilt að ganga í gámana hjá okkur,“ sagði Gunnar. Það kemur ekki til greina að leyfa fólki að taka sjónvörpin fyrst það er verið að gefa þau? „Nei, það er ekki í boði. Þau eru tekin og seld í Góða hriðinum þar sem er búið að fara yfir þau og kanna hvort þau séu í lagi. Þannig það er réttur farvegur fyrir þessa vöru,“ sagði Gunnar að lokum.
Sorpa Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira